Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Síða 141
dreifikerfis í Innri-Njarðvík og Vogum. Unnið var að
stofnæð til Garðs og Sandgerðis. Hitaveita Suðurnesja var
ormlega tekin í notkun 30. desember, og var þá vatni hleypt
á stofnæðina í Njarðvíkur og til Keflavíkur. — Miklar um-
bætur voru gerðar á Kálfatjamarkirkju á Vatnsleysuströnd.
Kumlega 30 íbúðarhús voru í smíðum í Vogum, og unnið var
par að byggingu skólahúss og að gatna- og holræsagerð. í
Njarðvíkum var unnið að allmörgum íbúðarhúsum og að
kirkjubyggingu í Ytri-Njarðvík. Mörg íbúðarhús voru í
smíðum í Keflavík, og mikið var unnið þar að gatnagerð. Þar
Var unnið að íþróttahúsi, lögreglustöð, iðnskólahúsi og
stækkun sjúkrahússins.
Á Keflavíkurflugvelli var hafin bygging nýrrar flugstöðv-
ar; °g umbætur voru gerðar á vellinum. Fjöldamörg íbúðar-
bús voru í smíðum á vellinum. — Umbætur voru gerðar á
samkomuhúsinu í Garði, og unnið var að undirbúningi að
gerð íþróttavallar og nýrrar vatnsveitu. Allmörg íbúðarhús
v°ru þar í smíðum. í Sandgerði var unnið að rúmlega 50
'búðarhúsum, íþróttahúsi, umbótum á íþróttavellinum,
tveimur fiskverkunarhúsum, umbótum á frystihúsinu og að
gatnagerð. í Grindavík voru byggð mörg íbúðarhús og hafin
bygging skólahúss. Lokið var þar byggingu leikskóla. Nýtt
°Jræsakerfi var gert í Grindavík. Byggingu heimavistar-
skóla í Krýsuvík var að mestu lokið.
drnessýsla. í Þorlákshöfn voru um 50 íbúðarhús í smíðum.
par var unnið að stækkun skólahússins og hafin bygging
'þróttahúss. Unnið var þar að vatnsveituframkvæmdum og
byggð sorphreinsunarstöð. Unnið var að undirbúningi að
agningu hitaveitu frá Bakka í Ölfusi til Þorlákshafnar. Þrjár
vatnsveitur voru lagðar í Ölfusi. Mörg íbúðarhús voru í
smíðum í Hveragerði. Þar var unnið að íþróttahúsi. Byggt var
blraunagróðurhús við Garðyrkjuskólann i Hveragerði.
Hafin var þar bygging húss Búnaðarbankans. Heilsugæzlu-
stöð var tekin í notkun í Laugarási í Biskupstungum. Um 40
'búðir voru í smíðum á Selfossi, og mikið var unnið þar að
gatnagerð, hitaveitu- og vatnsveituframkvæmdum. Þar var
unnið að félagsheimili, sem jafnframt á að vera gistihús,
(139)