Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 144
dvalarheimilis aldraðra. Umbætur voru gerðar á Egilsstaða-
flugvelli. Borað var eftir heitu vatni við Urriðavatn í Fellum
með hitaveitu til Egilsstaða fyrir augum. Ýmsar fram-
kvæmdir voru við Eiðaskóla. Nýtt félagsheimili, Hálsakot,
var tekið í notkun í Jökulsárhlíð. Á Vopnafirði var unnið að
byggingu heilsugæzlustöðvar og dvalarheimilis aldraðra, og
nær 40 íbúðir voru þar í smíðum. Unnið var þar að frystihúsi
og saltfiskverkunarstöð. Unnið var að undirbúningi að
byggingu slökkvistöðvar, og verða einnig iðnfyrirtæki í því
húsi. Miklar umbætur voru gerðar á flugvellinum í Vopna-
firði. Gerð var byggðaþróunaráætlun fyrir Skeggjastaða-
hrepp.
Þingeyjarsýslur. Unnið var að Hólsfjallaáætlun. Á Þórs-
höfn var hafin bygging skólahúss og dvalarheimilis aldraðra.
Unnið var þar að íþróttavelli. Hafin var bygging skólahúss á
Raufarhöfn. Unnið var þar að íþróttahúsi og sundlaugar-
byggingu. Umbætur voru gerðar á síldarverksmiðjunni.
Nokkur íbúðarhús voru byggð á Raufarhöfn, og umbætur
voru gerðar á vatnsveitunni þar. Vatnsveita var lögð á
nokkra bæi í Axarfirði. Fáein íbúðarhús voru í smíðum á
Kópaskeri, og unnið var að stjómsýslumiðstöð þar. Gert var
nýtt aðalskipulag fyrir Húsavík. Þar voru miklar fram-
kvæmdir. Mörg íbúðarhús voru þar í smíðum. Þar var unnið
að stækkun sjúkrahússins, dvalarheimili aldraðra, stækkun
gagnfræðaskólahússins, umbótum á safnahúsinu og
mjólkurstöðvarhúsi. Iþróttavöllur var tekinn þar í notkun.
Umbætur voru gerðar á hitaveitunni á Húsavík. Byggður var
varnargarður við Reykjahlíðarhverfi í Mývatnssveit. Nes-
kirkja í Aðaldal var stækkuð og ýmsar umbætur gerðar á
henni. Var hún endurvígð 30. október. Á Laugum var unnið
að byggingu íþróttahúss og nokkurra íbúðarhúsa. Hitaveita
var lögð frá Laugum að Breiðumýri. Hafin var bygging
nokkurra orlofshúsa til viðbótar á Illugastöðum í Fnjóska-
dal. Hafin var bygging skólahúss á Grenivík. Þar var lögð ný
vatnsveita og unnið að holræsaframkvæmdum. Nokkur
íbúðarhús voru byggð á Grenivík.
Eyjafjarðarsýsla. Miklar framkvæmdir voru við hitaveitu
(142)