Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 146
Iðnskólans. Hið nýja íþróttahús við Glerárskóla var form-
lega tekið í notkun. Unnið var að byggingu svæðisíþrótta-
húss. Dagvistunarheimili var tekið í notkun. Umbætur voru
gerðar á Akureyrarflugvelli. Á Möðruvöllum í Hörgárdal var
unnið að tilraunafjósi. — Á Dalvík var unnið að mörgum
íbúðarhúsum og gatnagerð, heilsugæzlustöð og dvalar-
heimili aldraðra, stjórnsýslumiðstöð og undirbúningi að
byggingu nýs skólahúss. Umbætur voru gerðar á hitaveitu
Dalvíkur, og borað var eftir heitu vatni hjá Hamri í Svarf-
aðardal. f Hrísey var hafin stækkun fiskverkunarhússins og
unnið að gatnagerð. Umbætur voru gerðar á hitaveitunni. —
Á Ólafsfirði var unnið að allmörgum íbúðarhúsum, heilsu-
gæzlustöð og dvalarheimili aldraðra, gagnfræðaskólahúsi og
gistihúsi. Unnið var að tveimur fiskverkunarhúsum.
Umbætur voru gerðar á vatnsveitunni, og mikið var unnið að
gatnagerð. — Á Siglufirði var mikið unnið að hitaveitunni,
og var mikill meiri hluti húsa í bænum tengdur henni. Um-
bætur voru gerðar á vatnsveitunni. Unnið var að stjórn-
sýslumiðstöð, heilsugæzlustöð og dvalarheimili aldraðra,
byggingu frystihúss og umbótum á síldarverksmiðjunum.
Um 50 íbúðir voru í smíðum á Siglufirði. f Grímsey var
unnið að byggingu fiskverkunarhúss.
Skagafjarðarsýsla. Unnið var að undirbúningi að bygg-
ingu skólahúss í Sólgörðum í Fljótum. Unnið var að bygg-
ingu verzlunarhúss í Ketilási í Fljótum. Nokkur íbúðarhús
voru í smíðum á Hofsósi, og unnið var að stækkun frysti-
hússins. Á Sauðárkróki voru meira en 100 íbúðir í smíðum og
nokkur iðnaðar- og verzlunarhús, t.d. hús Kaupfélags Skag-
firðinga. Hið nýja heimavistarhús gagnfræðaskólans var
tekið í notkun. Hafin var bygging heilsugæzlustöðvar. í
Varmahlíð var unnið að skólahúsi, bifreiðaverkstæði og
nokkrum íbúðarhúsum.
Húnavatnssýslur. Á Skagaströnd var unnið að nokkrum
ibúðarhúsum, m.a. íbúðum fyrir aldraða. Umbætur voru
gerðar á Holtastaðakirkju. Unnið var að stækkun skóla-
hússins á Húnavöllum. Lögð var hitaveita frá Reykjum á
(144)