Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 147
Reykjabraut til Blönduóss, og var hún komin í flest hús þar
fyrir árslok. Mörg íbúðarhús voru í smíðum á Blönduósi, og
unnið var þar að dvalarheimili aldraðra. Unnið var að und-
ubúningi að stækkun sjúkrahússins. Umbætur voru gerðar á
flugvellinum við Blönduós. Umbætur voru gerðar á Þing-
eyrakirkju. Á Hvammstanga var unnið að byggingu rúmlega
40 íbúðarhúsa og gatnagerð. Þar var unnið að sláturhúsi og
stækkun mjólkurstöðvarinnar. Lokið var að mestu byggingu
rækjuverksmiðju. Unnið var að íþróttahúsi, sundlaug og
•þróttavelli. Unnið var að undirbúningi að byggingu heilsu-
gæzlustöðvar. Unnið var að byggingarframkvæmdum við
Reykjaskóla í Hrútafirði.
Strandasýsla. Á Borðeyri var unnið að byggingu húss
fyrir starfsfólk sláturhúss. Byggingu frystihúss á Drangs-
nesi var að mestu lokið. Unnið var áfram að byggða-
áætlun fyrir Norður-Strandir, einkum byggingu á gripa-
húsum og hlöðum. Kaupfélagshúsið á Norðurfirði var
stækkað.
ísafjarðarsýslur. Mikið var unnið að gatnagerð í Vest-
fjarðaþorpunum. Unnið var áfram að Inndjúpsáætlun. Nýtt
félagsheimili, Dalbær, var tekið í notkun á Snæfjallaströnd.
Á Súðavík var unnið að nokkrum íbúðarhúsum, frystihúsi og
vatnsveituframkvæmdum. Á ísafirði var unnið að sjúkra-
húsi, heilsugæzlustöð, gistihúsi og undirbúningi að byggingu
dvalarheimilis aldraðra og dagvistunarheimili. Rúmlega 100
íbúðir voru í smíðum á Isafirði, flestar í hinu nýja hverfi inni
í botni Skutulsfjarðar. Unnið var að vatnsveituframkvæmd-
um á ísafirði. Umbætur voru gerðar á flugvellinum þar. I
Bolungarvík voru rúmlega 40 íbúðir í smíðum. Sundlaug var
tekin þar í notkun. Unnið var að íþróttahúsi og heilsu-
gæzlustöð og hafin bygging leikskóla. Unnið var að stækkun
á frystihúsi og loðnuverksmiðju. Unnið var að póst- og
símahúsi. Vatnsveituframkvæmdir voru á Bolungarvík. Á
Suðureyri var lokið lagningu hitaveitu, og var hún formlega
tekin í notkun 7. júlí. Sorpeyðingarstöð var tekin í notkun á
Suðureyri. Nokkur íbúðarhús voru byggð þar, m.a. í nýju
10
(145)