Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 150
að stækkun skólahússins. Hafin var bygging stjómsýsluhúss
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Um 50 íbúðir voru í smíðum í
Borgamesi, og mikið var unnið þar að gatna- og holræsagerð
og vatnsveituframkvæmdum.
Borgarfjarðarsýsla. Haldið var áfram að bora eftir heitu
vatni í Bæjarsveit með hitaveitu til Borgarness og Akraness
fyrir augum. Nær 100 íbúðir voru í smíðum á Akranesi, og
unnið var þar að iðnaðarhúsum, m.a. að umbótum á
sementsverksmiðjunni. Hinu nýja dvalarheimili aldraðra á
Akranesi, Höfða, var að mestu lokið. Unnið var áfram að
stækkun sjúkrahússins. Unnið var að dagvistunarheimili
og stækkun skólahúsa. — Miklar framkvæmdir voru við
jámblendiverksmiðjuna á Grundartanga í Hvalfirði, og
vann margt manna við þær. Unnið var að undirbúningi
að lagningu vatnsveitu frá Tungu í Svínadal til
Gmndartanga. Unnið var að félagsheimili á Hvalfjarðar-
strönd.
Verzlun.
Utanríkisverzlun á árinu í millj. kr. (í svigum eru tölur frá
1976):
Innflutningur:
Bretland 13288,7 ( 8645,1)
Danmörk 12367,0 ( 8156,7)
Vestur-Þýzkaland 12347,8 ( 9307,9)
Noregur 12056,6 ( 7160,7)
Sovétríkin 10885,3 (10024,3)
Holland 9201,4 (5206,4)
Svíþjóð 8464,5 ( 5477,6)
Bandaríkin 7963,3 ( 9002,9)
Japan 3851,5 ( 3481,3)
Frakkland 3812,5 ( 1718,2)
Ástralía 3717,3 ( 3803,2)
(148)