Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Qupperneq 154
Frystur humar 1279,9 ( 1091,2)
ísfiskur 1275,9 ( 1034,2)
Lagmeti 1206,9 ( 599,1)
Heilfrystur fiskur 1173,8 ( 708,3)
Loðskinn 1092,5 ( 1020,9)
Gömul skip 1038,1 ( 718,5)
Kísilgúr 830,2 ( 761,2)
Söltuð grásleppuhrogn 788,5 ( 871,7)
Ýmsar iðnaðarvörur 730,4 ( 649,0)
Saltfiskflök 698,2 ( 700,2)
Venjuleg saltsíld 643,9 ( 995,4)
Fryst hvalkjöt 642,3 ( 472,0)
Fryst loðna 609,6 ( 534,9)
Ullarteppi og ullarband .... 605,8 ( 430,7)
Söltuð matarhrogn 540,3 ( 382,7)
Hörpudiskur 529,1 ( 125,6)
Fryst hrogn 522,5 ( 406,6)
Á árinu lækkaði gengi íslenzkrar krónu allverulega gagn-
vart flestum erlendum gjaldmiðli, en nokkuð misjafnlega
gagnvart hinum ýmsu erlendu gjaldmiðlum, oftast um
10—15%. Hún hækkaði þó gagnvart Bandaríkjadollar, sem
lækkaði mjög á árinu. Vöruverð hækkaði mjög á árinu, og
varð verðbólgan rúm 30%. Innláns- og útlánsvextir banka og
sparisjóða hækkuðu talsvert. 1 nóvember var heimilað að
ávaxta erlendan gjaldeyri í íslenzkum bönkum frá ársbyrjun
1978. Fyrsta febrúar hætti Mjólkursamsalan í Reykjavík sölu
á mjólk og mjólkurafurðum í smásölu, en kaupmenn tóku
við sölunni.
Vinnumarkaður.
Atvinnuleysi var ekki mikið á árinu. 1. janúar voru 637
skráðir atvinnulausir (1. janúar 1976 1136), 1. júní 440 (653),
1. desember 460 (779). Um 800 útlendingar voru við störf hér
á landi, margir í frystihúsum (einkum Ástralíumenn og Ný-
sjálendingar) og nokkrir í sjúkrahúsum. Allmargir íslend-
(152)