Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 156
víkurborgar og verkfræðinga borgarinnar, en þeim lauk 12.
september. 11. október hófst verkfall Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja, og lamaðist þá eða lagðist niður margvísleg
starfsemi. Var þetta fyrsta verkfall opinberra starfsmanna á
Islandi, og tóku um 13,000 manns þátt í því. Utanlandsflug,
útvarp, kennsla á lægri stigum skólanna og margt annað
lagðist að mestu leyti niður. Starfsmenn sumra kaupstaða
gerðu þó samninga og afléttu verkfallinu, t.d. lauk verkfalli
starfsmanna Reykjavíkurborgar 16. október. Verkfalli
starfsmanna ríkis og bæja lauk 25. október. Hækkaði kaup
þeirra um 10% til 21%. 18. nóvember var gerður nýr
samningur milli Bandalags háskólamanna og ríkisins, og
hækkuðu laun félaga þess á svipaðan hátt og laun félaga í
Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja.
Alþýðusamband Vesturlands var stofnað í marz. I marz
var Jón H. Bergs endurkjörinn formaður Vinnuveitenda-
sambands íslands. í desember var Guðmundur J. Guð-
mundsson kjörinn formaður Verkamannasambands Islands.
Vísitala.
Vísitala framfærslukostnaðar í Reykjavík var 682 hinn 1.
febrúar (507 í árslok 1976), 1. maí 731, 1. ágúst 766, 1.
nóvember 840.
Ýmislegt.
Afmœli Hellu. 50 ára afmælis kauptúnsins á Hellu á
Rangárvöllum var minnzt á ýmsan hátt dagana 19,—25.
ágúst, m.a. með iðnsýningu, listsýningu og afhjúpun
minnisvarða um Þorstein Björnsson, fyrsta íbúa staðarins.
Afmœli S.f.S. 75 ára afmælis Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga var minnzt á margvíslegan hátt í febrúar og
marz. Kom þá forseti Alþjóðasamvinnusambandsins, R.
Kerinec, til íslands. S.Í.S. gaf rúmar 3 millj. kr. í þróunarsjóð
Alþjóðasamvinnusambandsins.
Afmœli Tyrkjaránsins. 350 ára afmælis Tyrkjaránsins var
minnzt á ýmsan hátt í Vestmannaeyjum 17. júlí. Var þá
(154)