Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 157
afhjúpaður þar minnisvarði um séra Jón Þorsteinsson písl-
arvott.
Asatrúarmenn. Fyrsta hjónavígsla í söfnuði Ásatrúar-
manna fór fram í Reykjavík í marz. Gaf Sveinbjörn Bein-
teinsson allsherjargoði hjónin saman.
Biblíulestur. 8. — 11. september var öll biblían lesin stanz-
laust upphátt í safnaðarheimili aðventista í Keflavík. Tók
lesturinn 71 klukkustund og 47 mínútur, og tóku 57 manns
þátt í upplestrinum.
Bindindismál. Lög um baráttu gegn tóbaksreykingum voru
samþykkt á Alþingi, og voru tóbaksauglýsingar bannaðar.
Mörg samtök hófu baráttu gegn reykingum. Stofnuð var
sérstök deild AA-samtaka fyrir ungt fólk. 1. október voru
stofnuð Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, og var
mikil þátttaka í þeim. Stofnuðu samtökin fræðslumiðstöð og
hjálparmiðstöð fyrir áfengissjúklinga í Reykjavík og afvötn-
unarstöð í Reykjadal í Mosfellssveit, sem tók til starfa í
desember.
Dýrasýningar. Mikil dýrasýning var haldin í Laugardals-
höllinni í Reykjavík 4. ágúst. Kattasýning fór fram í
Reykjavík 1. maí, og var aðsókn geysimikil.
Fegurðarsamkeppni. 22. maí var Anna Björk Eðvarðs
kjörin fegurðardrottning íslands. Voru henni afhent verð-
launin af ungfrú Alheimi, Cindy Breakspeare frá Jamaica.
Fjallgöngur. Þrír menn klifu Hraundranga í C xnadal, og er
það í þriðja sinn, sem hann er klifinn, svo að vitaö sé.
Fornleifar. Grafið var í fomar bæjarrústir í Herjólfsdal í
Vestmannaeyjum. Grafið var í bæjarrústir á Skarði á
Skarðsströnd. Unnið var að uppgrefti á Hrafnseyri og við-
gerðum á gömlum húsum þar. Unnið var að endurbyggingu
gamla bæjarins í Laufási við Eyjafjörð. Grafið var í rústir
eyðibýlisins Bláskóga í Kelduhverfi. Enn var unnið að við-
gerðum á Viðeyjarstofu. Fomir gripir, prjónn og útskorinn
steinn, fundust á Þórsmörk. Nokkur gömul hús í miðborg
Reykjavíkur voru friðlýst. Gamla kaupmannshúsið í Höfn á
Homafirði (byggt á Papósi 1862) var gert að fomminjasafni.
Unnið var að því að stofna á Siglufirði sjóminjasafn
(155)