Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Qupperneq 159
ins á listahátíð í Bergen í maílok og júníbyrjun. Á sömu hátíð
sýndi Litli leikklúbburinn frá Isafirði íslenzka söngleikinn
„Sabínu" eftir Hafliða Magnússon. Alþýðuleikhúsið sýndi
„Skollaleik" eftir Böðvar Guðmundsson á Norðurlöndum í
september. Um sama leyti voru „Skjaldhamrar" sýndir í
Finnlandi. Leikrit Guðmundar Steinssonar „Lúkas“ var sýnt
í leikhúsi í London seint á árinu.
Listamannaverðlaun. María Markan bættist í hóp heið-
urslaunþega listamanna samkvæmt samþykkt Alþingis, en
Ríkarður Jónsson lézt á árinu. í þessum hópi voru þá í árslok:
Ásmundur Sveinsson, Finnur Jónsson, Guðmundur
Daníelsson, Guðmundur G. Hagalín, Halldór Laxness,
Indriði G. Þorsteinsson, Kristmann Guðmundsson, María
Markan, Snorri Hjartarson, Tómas Guðmundsson, Valur
Gíslason og Þorvaldur Skúlason. Úr Rithöfundasjóði Islands
fengu styrk: Ármann Kr. Einarsson, Baldur Óskarsson,
Filippía Kristjánsdóttir (Hugrún), Geir Kristjánsson, Hrafn
Gunnlaugsson, Hreiðar Stefánsson, Ingólfur Jónsson frá
Prestbakka, Jón frá Pálmholti, Kristján frá Djúpalæk,
Kristmann Guðmundsson, Pétur H. Lárusson, Sigvaldi
Hjálmarsson, Þórunn Elfa Magnúsdóttir og Þorvarður
Helgason. Starfslaun listamanna hlutu: Arnar Jónsson
(leiklist), Áskell Másson (tónlist), Björg Þorsteinsdóttir
(myndlist), Jón G. Ámason (myndlist), Kjartan Guðjónsson
(myndlist), Tryggvi Ólafsson (myndlist), og Þráinn Bertels-
son (kvikmyndir). Úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins fengu
verðlaun: Gréta Sigfúsdóttir, Helgi Sæmundsson og
Sigurður Róbertsson. Reykjavíkurborg veitti Þorvaldi
Sæmundssyni verðlaun fyrir beztu barnabók ársins, en Þor-
leifi Haukssyni fyrir bezt þýddu barnabókina. Úthlutað var í
fyrsta sinn verðlaunum úr Tónmenntasjóði kirkjunnar, og
hlutu þau Björn Jakobsson og Þorsteinn Valdimarsson.
Loftbelgur á ferð. Snemma í september fór bandarískur
loftbelgur með tveimur mönnum frá Massachusetts, og var
ætlunin að fljúga honum til Evrópu. Suðvestur af Islandi
sendi hann út neyðarmerki. Lenti hann í mynni ísafjarðar-
djúps, og var mönnunum bjargað.
(157)