Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 160
Lögreglumál. Sett var á stofn Rannsóknarlögregla ríkisins,
og tók hún til starfa 1. júlí. Var Hallvarður Einvarðsson
skipaður rannsóknarlögreglustjóri, en Þórir Oddsson
aðstoðarrannsóknarlögreglustjóri, Ákveðið var, að aðal-
stöðvar Rannsóknarlögreglunnar skyldu vera í Kópavogi.
Sakamál. Rannsókn vegna hvarfs Geirfinns Einarssonar í
Keflavík haustið 1974 lauk um mánaðamótin
janúar —febrúar. Hafði þýzki rannsóknarlögreglumaðurinn
Karl Schútz stjómað rannsóknum málsins síðan sumarið
1976. Var ákveðið að höfða mál gegn þremur mönnum fyrir
að hafa ráðið Geirfinni bana. Um mánaðamótin júlí—ágúst
var þýzkur bankaræningi, Lugmeier að nafni, handtekinn í
Reykjavík og framseldur til Vestur-Þýzkalands. Á árinu
komst upp um fjársvikamál af ýmsu tagi, og voru sum þeirra
hjá bönkum og öðrum opinberum stofnunum.
Sjóferðir. írski skinnbáturinn „Brendan" hélt frá Reykja-
vík 7. maí og kom til hafnar í Nýfundnalandi 27. júní. I ágúst
sigldi brezka seglskútan „Francis Drake“ frá Englandi til
íslands. Voru með henni brezk ungmenni, sem dvöldust í
viku hér á landi. Tveir Englendingar reru á kajökum um-
hverfis ísland um sumarið.
Skátamót. Skátamót var haldið á Olfljótsvatni 17. —24.
júlí, og sóttu það um 1500 skátar, af þeim um 200 útlendir.
Skólamál. Kennaraskortur var mikill, einkum á grunn-
skólastiginu. Á árinu lauk fyrsti árgangurinn lokaprófi úr 9
ára grunnskóla. Fjölbrautaskóli tók til starfa á Akranesi.
Stofnuð var flugliðanámsbraut við Fjölbrautaskóla Suður-
nesja. Nafni Barnamúsikskóla Reykjavíkur var breytt í
Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Einn piltur settist um haustið
í Kvennaskóla Reykjavíkur, og er það í fyrsta sinn í sögu
skólans, sem karlmaður stundar þar nám. Verulegar breyt-
ingar voru gerðar á kennslufyrirkomulagi í sumum deildum
Háskóla Islands. Hafin var kennsla ýmissa nýrra greina á
háskólastigi, t.d. í matvælafræði við Háskóla íslands og hús-
stjórnarfræðum við Kennaraháskóla Islands.
Stafsetning. Settar voru nýjar reglur um stafsetningu, og
(158)