Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 163
Reynir Axelsson
Er stærðfræði nytsamleg?
„Tíminn er eins og vatnið.“ Varla þarf að taka fram að
þessi lína er úr kvæði. Engum dytti í hug að hún væri úr
stærðfræðiritgerð, og það er hún ekki heldur. En ég ætla
meðal annars að reyna að færa rök að því að það er ekki
alveg jafnfráleitt og virðast kann við fyrstu sýn, og þessi rök
tengjast óhjákvæmilega yfirskrift þessa erindis: spurning-
unni um nytsemi stærðfræðinnar.
Leyfið mér þó fyrst að uppræta leiðan en eðlilegan mis-
skilning. 1 rúma öld hefur því verið haldið fram að stærð-
fræði skiptist í tvennt: „hreina stærðfræði“ annars vegar og
„hagnýtta“ stærðfræði hins vegar. Orðin „hagnýtt stærð-
fræði“ eru þýðing úr þýzku eða ensku, „angewandte
Mathematik" eða „applied mathematics“, og fara illa í
munni, enda hættir sumum til að sleppa öðru t-inu og tala
um „hagnýta“ stærðfræði í staðinn fyrir „hagnýtta". Orða-
lagið virðist þá gefa til kynna að „hagnýt“ sé sú stærðfræði
kölluð sem kemur að einhverjum notum, og að „hrein“
stærðfræði sé vita gagnslaus. En í rauninni er ekki um það að
ræða að hlutar einnar fræðigreinar séu dregnir í dilka eftir
notagildi. „Hagnýtt stærðfræði“ er afar losaralegt hugtak,
sem haft er um fjöldann allan af ólíkustu fræðigreinum. Þeir
sem hana stunda eru að vísu oft kallaðir stærðfræðingar —
og með réttu — en þeir geta allt eins heitið eðlisfræðingar,
verkfræðingar, efnafræðingar, líffræðingar, jarðfræðingar,
tryggingafræðingar, og svo mætti lengi telja. í stuttu máli er
u
(161)