Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 164
„hagnýtt stærðfræði" heiti á þeim hlutum annarra fræði-
greina sem eru að verulegu leyti undirlagðir af stærðfræði:
stærðfræði sem búið er að hagnýta. Ég mun því ekki eyða
orðum að nytsemi hagnýttrar stærðfræði, enda hafa margir
orðið til þess á undan mér í þessum erindaflokki. En ég vil
skjóta því inn að með því er ég að koma mér hjá að svara
spumingu sem er ekki eins auðsvarað og sýnist. Það sem
menn kalla nytsamlegt þarf ekki að vera það ef grannt er
skoðað. Svo að einfalt dæmi sé tekið: er hægt að segja með
réttu að hin flókna stærðfræði sem á þurfti að halda til að
smíða vetnissprengjuna hafi reynzt nytsamleg? Þessu gætu
menn svarað á ólíka vegu, en enginn hikar þó við að kalla
þessa stærðfræði hagnýta eða hagnýtta. En hér er ekki tíminn
til að ræða heimspeki nytseminnar. í staðinn ætla ég að snúa
mér að hinni tegund stærðfræðinnar, þeirri tegund sem
menn mega kalla „hreina" stærðfræði ef þeim þóknast, þótt
torvelt sé að sjá að þetta óþarfa lýsingarorð sé til annars en að
varpa dularljóma á allsendis hversdagslegan þátt mannlegr-
ar viðleitni.
Efasemdir um nytsemi stærðfræðinnar eru ekki eingöngu
sprottnar af misskilningi á þessum villandi og fánýtu nafn-
giftum. Margir hafa orðið til að saka stærðfræðinga um að
hafa misst sjónar á öllu sem við kemur veruleikanum og að
hrærast í tilbúnum hugarheimi sem engum kemur að notum.
Jafnvel stærðfræðingar sjálfir — og kannski þeir öðrum
fremur — hafa efazt um nytsemi fræða sinna. Svo var til
dæmis um brezka stærðfræðinginn Hardy, sem skrifaði
merka bók, Málsvörn stœrðfrœðings, þar sem hann neitaði
með öllu að það sem hann kallaði „ósvikna" stærðfræði gæti
orðið nokkrum til gagns, en hélt í staðinn uppi leiftrandi vörn
fyrir hana á öðrum forsendum. Og rétt er að taka það skýrt
fram að Hardy gerði hér engan greinarmun á hreinni stærð-
fræði og hagnýttri, í hans augum voru báðar jafngagnslausar.
— En hafa gagnrýnendur stærðfræðinnar rétt fyrir sér? Ég
held að þessari spumingu verði ekki svarað nema með því að
svara fyrst tveimur miklu víðtækari spumingum. Hin fyrrl-
(162)