Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 168
þörf til að gera greinarmun á hægri og vinstri, en þeir ættu að
varast að brosa of fljótt. Þetta er langt frá því að vera augljóst
mál og tengist auk þess á óvæntan hátt afar erfiðum spurn-
ingum um innstu gerð efnisins. En oft er það einmitt svo að
sakleysislegustu spumingamar draga mestan slóða eftir sér.
Ef við til dæmis spyrjum: „Hvað er gat?“ eða: „Hver er
munurinn á bollu og kleinu?“ reynist ógerlegt að gefa full-
komið svar án þess að búa til afar víðfeðma kenningu um
lögun hluta yfirleitt, kenningu sem á yfirborðinu virðist alls-
endis óskyld upphaflegu spumingunum, en tengist hins
vegar fjölmörgum öðrum fyrirbærum, til dæmis muninum á
samfelldri hreyfingu og hamfarakenndri breytingu.
Þessi kenning, sem gengur undir nafninu „grannfræði“, er
eitt merkasta framlag nútíma stærðfræði til mannlegrar
hugsunar, og notagildi hennar fyrir önnur vísindi, til dæmis
eðlisfræði, er rétt að byrja að koma í ljós. En grannfræði er
skrifuð á máli sem hefur verið í smíðum í heila öld, og ég
treysti mér ekki til að lýsa henni frekar. Jafnerfitt yrði að
skýra frá hvaða öðrum stærðfræðirannsóknum sem vera
skyldi, t. d. þeim rannsóknum sem fara fram í Háskóla ís-
lands. Ég hef því orðið að velja þann kost að tala um stærð-
fræði mjög almennum orðum.
En nú er kominn tími til að snúa sér aftur að spumingun-
um sem ég setti fram áðan. Ég hef reynt að lýsa þeirri til-
hneigingu stærðfræðinnar að smíða sér æ víðtækari og sér-
tækari kerfi. Af þessum sökum virðist mörgum sem stærð-
fræðin fjarlægist nú efnisheiminn óðfluga, og þetta er vissu-
lega að miklu leyti rétt. Hitt er alrangt að draga þá ályktun að
nytsemi hennar minnki við það. Öðru nær. Svar mitt við
spurningunni um nytsemi vísinda og stærðfræði yrði eitt-
hvað á þessa leið: Ef vísindi eru á annað borð nytsamleg er
það einungis vegna þess skilnings á lögmálum náttúrunnar
sem þau veita okkur. Stærðfræðin veitir okkur dýpstan
skilning á þessum lögmálum og raunar öllum lögmálum.
Hún er því nytsamlegust allra vísinda.
En eftir að hafa skýrt frá þessari skoðun minni eða öllu
heldur trú langar mig til að staldra aðeins við og lýsa undrun
(166)