Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 169
minni á því að lærdómsgrein sem fæst ekki við neina nátt-
urlega hluti og virðist ekki vera annað en einber leikur að
táknum skuli geta komið að notum við að ráða torræðustu
gátur heimsins. Þetta er ekki auðskýrt. En það má benda á
fjölda dæma þess að náttúruvísindamenn sem uppgötvað
hafa einhver ný og torskilin fyrirbæri í veröldinni hafi leitað
til stærðfræðinnar og fundið þar kenningar fyrirliggjandi
sem allt eins hefðu getað verið sérsmíðaðar til að lýsa þessum
fyrirbærum, þótt engan hafi áður grunað að þau væru til.
Tökum dæmi af tveimur mestu byltingum í eðlisfræði á
þessari öld. Þegar Einstein fékk þá hugmynd að þyngdarafl-
mu yrði bezt lýst sem sveigju á fjórvíðu tímarúmi gat hann
gengið að stærðfræðikenningu um margvíð sveigð rúm. Þessi
kenning, svonefnd „deildarúmfræði", hafði alls ekki verið
búin til í því skyni að síðar mætti nota hana í eðlisfræði,
heldur til að finna sem almennust lögmál um rúm og sveigju
í hinum ímynduðu heimum stærðfræðinnar. Nú er hún hins
vegar órjúfanlegur hluti almennu afstæðiskenningarinnar,
órjúfanlegur í þeim skilningi að óhugsandi væri að setja
almennu afstæðiskenninguna fram án þess að nota tungutak
deildarúmfræðinnar. Þegar skammtafræðin var fundin upp
til að skýra torskilda hegðun frumeinda efnisins kom enn í
ljós að hana mátti fella inn í eldri stærðfræðikenningu,
kenninguna um svonefnd „Hilbertrúm", en sú kenning er í
vissum skilningi ennþá fjarlægari náttúrunni en deildarúm-
fræðin. En aftur varð samruni stærðfræði og eðlisfræði svo
fullkominn að þær verða ekki með nokkru móti aðskildar.
Það er ekki laust við að við fyllumst nokkrum metnaði
fyrir hönd mannlegrar hugsunar. Það er engu líkara en hana
hafi grunað hvemig koma mundi í ljós að náttúran hagaði sér
og gert viðeigandi ráðstafanir fyrirfram. En þótt þetta kunni
að vera merkilegt íhugunarefni á þó enginn ofmetnaður
heima hér. Þrátt fyrir liðna sigra má segja að við gerum
okkur nú á dögum ljósara en nokkru sinni fyrr hve lítið við
vitum um heiminn sem við byggjum. I hjarta náttúruvísind-
anna, öreindafræðinni, blasa við okkur fyrirbæri sem við
fáum með engu móti skilið og vandi sem við ráðum ekki við.
(167)