Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 172
félagsskap en margir aðrir í þessu landi, heldur munum við
hafa litið svo á, að gæti slíkt félag sem þetta orðið til þess að
styðja vísindastarfsemi á fslandi, þá væri kennurunum við
æðstu menntastofnun landsins sökum stöðu sinnar öllum
öðrum fremur skylt að stofna það og halda því uppi, hvort
sem aðrir utan háskólans vildu veita því lið eða ekki. Há-
skólinn á ekki aðeins að vera kennslustofnun, heldur og
jafnframt og engu síður stofnun, þar sem vísindalegt starf er
unnið, eftir því sem tæki og kraftar leyfa. En hitt hefir verið
oss ljóst frá upphafi, að háskólinn er enn svo fáliðaður, að
alltof lítilla framkvæmda yrði að vænta í þessum efnum fyrst
um sinn, ef vér nytum ekki samvinnu ýmsra manna utan
háskólans, sérstaklega í þeim greinum, sem ekki eru kenndar
þar. Þess vegna er það að vér höfum snúið oss til ýmsra
manna utan háskólans með tilmælum um, að þeir vildu
gerast félagar með oss. f vali voru höfum vér þá haft það
sérstaklega fyrir augum, að fá í félagið helztu sérfræðinga í
sem flestum greinum, svo að í félaginu yrðu fulltrúar þeirra
vísindagreina, sem stundaðar eru í landinu. Og það er oss
mikil ánægja, að flestallir þeir er boðnir voru hafa gerzt
félagar. Því sem þeim kynni að þykja áfátt í þeim lögum, er
við höfum sett félaginu, vona ég að megi breyta með fulltingi
þeirra, ef það reynist nauðsynlegt. Annars býst ég við, að
þessi einföldu lög nægi okkur fyrst um sinn, meðan við erum
að safna reynslu um það, hvaða fyrirkomulag er slíku félagi
hentast.
Um hinn almenna tilgang félagsins eru víst allir sammála.
Aftur á móti er í lögunum eitt ákvæði, sem ég veit að mörg-
um hefir frá upphafi verið þyrnir í augum og valdið all-
miklum áhyggjum. Það er 1. gr.: Félagið heitir „Vísindafélag
íslendinga". Þið munið víst allir, hvemig orðin féllu, þegar
Sighvatur skáld hafði upp á sitt eindæmi gefið nýfæddum
syni Ólafs konungs digra nafn, heldur en vekja konunginn og
spyrja hann, hvað barnið ætti að heita. Konungur mælti:
„Hví léztu sveininn Magnús heita? Ekki er þat várt ættar-
nafn.“ Sighvatr svarar: „Ek hét hann eptir Karla-Magnúsi
konungi, þann vissa ek mann baztan í heimi.“ — „Hví létuð
(170)