Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 177
Veðr ræðr akri,
en vit syni,
hætt er þeirra hvárt.
h.e. um hvort tveggja getur brugðið til beggja vona.
í fomu máli er talað um veðurhimin: annar er veðurhim-
inn, en annar er loftríkishiminn, veðurhiminn er nær jörðu.
— Fomt orðalag: upp úr veðrinu í skært loft — lýtur að þessu
sama og kemur vel heim við reynslu manna á vorum dögum,
þegar flogið er upp í gegnum skýjaþykkni, unz komið er í
glaðasólskin eða skært loft, eins og þeir gömlu kveða svo
fagurlega að orði.
Orðið veður kemur víða fyrir í samsettum orðum og þá
einkum lýsingarorðum.
4. v. Völundarkviðu hefst á þessa leið:
Kom þar af veiði
veðreygr skyti
[Völundr líðandi
um langan veg] —
í fomu máli eru einnig kunn sömu merkingar lýsingar-
orðin veðurkænn og veðurspár.
í nútíðarmáli er að jafnaði haft lýsingarorðið veðurglögg-
ur.
Af öðrum lýsingarorðum má nefna veðurbarinn, veður-
bitinn, veðurnæmur o.s.frv. Hið síðasta kemur fyrir í ýmissi
merkingu, Sveinbjörn Egilsson talar t.d. í Hómersþýðingum
sínum um hina veðurnæmu Trójuborg og veðurnæmar
hæðir, og e.t.v. hefur Stephan G. Stephansson rámað í það,
þegar hann yrkir 1893 kvæði, er hann nefnir Fjallið, en fyrri
hluti kvæðisins er á þessa leið:
Þú fjall, sem að hreykist við himins unn,
þú hyrna af þessarar jarðar grunn:
Þú sérð það hvern morgun, hvar sólin rís fyrst,
og sólarlag þitt er í vestrinu yzt.
(175)