Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Page 64
MYRKVAR 1981
Sólmyrkvar.
1. Hringmyrkvi á sólu 4.-5. febrúar. Sést á Tasmaníu og sunnanverðu
Kyrrahafi.
2. Almyrkvi á sólu 31. júlí. Sést í Mið-Asíu.
Tunglmyrkvar. .
1. Hálfskuggamyrkvi á tungli 20. janúar. Myrkvinn hefst kl. 05 36 og
honum lýkur kl. 10 04, skömmu áður en tungl sest í Reykjavík.
Þegar myrkvinn er mestur, kl. 07 50, nær hálfskugginn yfir allt
tunglið. Þess ber að geta, að hálfskugginn er daufur og myrkvar
af þessu tagi því mun tilkomuminni en alskuggamyrkvar.
2. Deildarmyrkvi á tungli 17. júlí. Hálfskugginn byrjar að færast yfir
tunglið kl. 02 05 og alskugginn fylgir á eftir kl. 03 25. Þegar myrkv-
inn nær hámarki, hylur alskugginn 55% af þvermáli tungls. Þetta
gerist þó ekki fyrr en kl. 04 47, nokkru eftir að tungl er sest í Reykja-
vík.
Stjörnumyrkvar.
Stjörnumyrkvi verður þegar tungl gengur fyrir stjörnu frá jörðu séð. (
Hverfur þá stjarnan bak við austurrönd tungls en kemur aftur í ljós
við vesturröndina. Ef stjarnan er ekki sérlega björt sést fyrirbærið
aðeins í sjónauka.
I töfiunni á næstu síðu eru upplýsingar um alla helstu stjörnumyrkva
sem sjást munu hér á Iandi árið 1981. Tímarnir, sem gefnir eru upp
á tíunda hluta úr mínútu, eru reiknaðir fyrir Reykjavík. Annars staðar
á landinu getur munað nokkrum minútum. Með birtu er átt við birtu-
stig stjörnunnar, sbr. bls. 76. í aftasta dálki sést hvort stjarnan er að
hverfa (H) eða birtast (B) og hvar á tunglröndinni það gerist. Tölurnar
merkja gráður sem reiknast frá norðurpunkti tunglsins (næst pól-
stjörnunni) rangsælis. 0° er nyrst á tunglinu, 90° austast, 180° syðst og
270° vestast.
Nöfn stjarnanna eru fiest dregin af heitum stjörnumerkja eða númeri
í stjörnuskrá. Þannig merkir a Taur stjörnuna Alfa (grískur bók-
stafur) í stjörnumerkinu Taurus (Nautið), en sú stjama heitir öðru •
nafni Aldebaran. ZC 1994 merkir stjörnu nr. 1994 í skránni Zodiacal
Catalogue.
(62)
t