Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Page 82
VEDURATIIUGUNARSTÖDVAR
Galtarviti
Gufu-,
skálar
Keflaví
Reykjanesviti
^Hornbjargsviti • p-r^Raufarhöfn
Reyðará Mánárbakki L^Sauðanes
^ ^ Ssu
Vopnafjörður
Dalatangi
mbanesj
Höfn
Fagurhölsmýri
Stórhöfði • ------^Mýrar
Vatnsskarös-
hólar
Uppdrátturinn hér að ofan sýnir nokkrar veðurathugunarstöðvar,
sem oft er getið um í útvarpi. Alls eru veðurathuganir gerðar á u.þ.b.
80 stöðum á landinu og úrkomumælingar á 40 stöðum að auki.
VEÐURMET
Mesti hiti sem mælst hefur á íslandi við staðalaðstæður er 30,5°C
á Teigarhorni þ. 22. júní 1939. Mesti hiti í Reykjavík mældist 9. júlí
1976: 24,3°C. Mestur kuldi mældist á Grímsstöðum 22. jan. 1918:
— 37,9°C Daginn áður mældist mestur kuldi í Reykjavík: —24,5°C.
Mest sólarhringsúrkoma mældist á Kvískerjum 30. september 1.
október 1979: 243 mm. Mestur 10-mín. meðalvindhraði mældist í
Vestmannaeyjum 23. okt. 1963: 200 km/klst. Mesta vindhviða mældist
í Vestmannaeyjum 14. des. 1977: 220 km/klst. Mestur loftþrýstingur
mældist í Stykkishólmi 16. des. 1917: 1054,2 mbar (miðað við sjávar-
mál). Minnstur loftþrýstingur mældist í Vestmannaeyjum 2. des. 1929:
919,7 mbar.
Mesti hiti sem mælst hefur á jörðinni við staðalaðstæður er 58,0°C,
mælt í San Luis Potosí í Mexíkó þann 11. ágúst 1933. Mestur kuldi
mældist við stöðina Vostok á Suðurskautslandinu 24. ágúst 1960:
-88,3°C. Mest sólarhringsúrkoma mældist á eynni Réunion í Indlands-
hafi 15.-16. mars 1952: 1870 mm. Mestur vindhraði mældist á Washing-
tonfjalli í New Hampshireí Bandaríkjunum 24. apríl 1934: 362 km/klst.
Mestur loftþrýstingur mældist í Agata í Síberíu 31. des. 1968: 1083,8
mbar. Minnstur loftþrýstingur mældist 400 km vestur af eynni Guam
á Kyrrahafi 19. nóvember 1975: 876 mbar.
(80)