Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Síða 104
heimsókn til íslands ijúnílok. Norðurlandasamtök úrsmiða
héldu þing í Reykjavík í júnílok. K. Frydenlund, utanríkis-
ráðherra Noregs, E. Bolle, sjávarútvegsmálaráðherra
Noregs, og fleiri háttsettir norskir embættismenn komu til
íslands í júnílok til viðræðna um Jan Mayenmálið. 150
Vestur-lslendingar heimsóttu Island í júlí. Þing norrænna
jafnaðarkvenna var haldið á Laugarvatni í júlí. Samstarfs-
nefnd Norðurlanda um læknisfræðirannsóknir á Norður-
slóðum hélt aðalfund sinn í Reykjavík í júlí. Fulltrúar borg-
arstjórnar í Þórshöfn í Færeyjum heimsóttu Island í júlí.
Hópur fólks frá nyrztu héruðum Noregs, Svíþjóðar og
Finnlands sótti í júlí námskeið í Skálholti til að kynnast
íslenzkri menningu. C. Muller, framkvæmdastjóri Efta,
heimsótti fsland í júlí. Mót norrænna radíóskáta var haldið á
Úlfljótsvatni í júlí. Norrænt æskulýðsmót var haldið í
Reykjavík í júlí, og sóttu það um 200 ungmenni frá hinum
Norðurlöndunum. Norrænir fræðimenn héldu þing í Reyk-
holti í júlí í tilefni af átta alda afmæli Snorra Sturlusonar. U.
Lantzke, framkvæmdastjóri Alþjóðaorkumálastofnunar-
innar, heimsótti Island í júlí. Ýmis vinabæjamót voru haldin
hér á landi um sumarið, og sóttu þau margir fulltrúar frá
vinabæjunum á hinum Norðurlöndunum, t.d. sóttu 170
gestir vinabæjamót Hveragerðis í júlílok. 15 erlendir verk-
fræðistúdentar dvöldust við verkþjálfun hér á landi um
sumarið, en 17 íslenzkir verkfræðistúdentar dvöldust á sama
tíma erlendis við sams konar störf. Norræn prestastefna var
haldin hér á landi um mánaðamótin júlí—ágúst, og sóttu
hana um 250 erlendir þátttakendur. Aðalfundur norrænu
bændasamtakanna var haldinn á Laugarvatni í ágústbyrjun.
Norræn ráðstefna um málefni þroskaheftra var haldin í
Reykjavík í ágúst, og sóttu hana um 600 útlendingar. 70
norskir skógræktarmenn dvöldust hér á landi í ágúst, og
jafnmargir tslendingar dvöldust við skógrækt í Noregi á
sama tíma. Karl Bretaprins dvaldist við laxveiði í Vopnafirði
síðari hluta ágúst. Samtök norrænna leigubílstjóra héldu
þing í Reykjavík í ágúst. Fundur utanríkisráðherra Norður-
landa var haldinn í Reykjavík í ágústlok. Stjórnarfundur
(102)