Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Page 110
Iðnaður
fslenzkur iðnaður átti enn við margvíslega erfiðleika að
etja, t.d. rúmlega 100% hækkun olíuverðs. Ýmsar ráðstafanir
voru gerðar iðnaðinum til aðstoðar, t.d. var lagt tímabundið
3% aðlögunargjald á erlendar iðnaðarvörur. Járnblendi-
verksmiðjan á Grundartanga tók til starfa í maí, og áfram var
unnið að síðari áfanga verksmiðjunnar. Var verksmiðjan
formlega vígð 26. júní. Fyrsti farmurinn af kísiljárni frá
verksmiðjunni var sendur til útlanda í júlí. f sementsverk-
smiðjunni á Akranesi voru hafnar rannsóknir á framleiðslu
sements með rafmagni. Ný hreinsunartæki voru sett upp í
sementsverksmiðjunni. Fyrirtækið Stuðlastál á Akranesi hóf
framleiðslu á sorpbrennsluofnum. Rekstur þörungaverk-
smiðjunnar á Reykhólum gekk vel. Unnið var að undirbún-
ingi að stofnun steinullarverksmiðju á Sauðárkróki. Ný þró
var byggð við kísilgúrverksmiðjuna við Mývatn, og fleiri
umbætur voru gerðar á verksmiðjunni, en gufuaflsskortur
bagaði hana nokkuð. Mengunar varð vart í kísilgúrverk-
smiðjunni, og voru hafnar ráðstafanir gegn henni. Unnið var
að athugunum á möguleikum á að reisa sykurverksmiðju í
Hveragerði. Tilraunavinnsla hófst í saltverksmiðjunni á
Reykjanesi um sumarið. Kom matarsalt þaðan á markaðinn
í ársbyrjun 1980. Unnið var að stækkun álversins í Straums-
vík. Var kerum þar fjölgað um 40. Unnið var að athugunum
á stofnun saltpéturssýruverksmiðju í sambandi við áburðar-
verksmiðjuna í Gufunesi. Haldið var áfram tilraunum með
vinnslu perlusteins úr Prestahnúk. Þrjú fyrirtæki, sem unnu
að þessu, voru sameinuð í eitt fyrirtæki, Perlusteinsvinnsluna
h.f. Franskir sérfræðingar könnuðu aðstæður til perlusteins-
vinnslu hér á landi. Fyrirtækið Framleiðni s.f. hóf fram-
leiðslu á fullkomnum rafrofum og gagnasöfnunartækjum
fyrir fiskvinnslustöðvar. Ullariðnaðurinn átti við erfiðleika
að etja vegna aukins framleiðslukostnaðar, en íslenzkar
ullarvörur seldust vel erlendis. Framleiðsla húseininga fór
mjög vaxandi, og störfuðu um tíu fyrirtæki að henni, einkum
fyrirtækið Húseiningar á Siglufirði. 19 skip voru í smíðum
(108)