Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Qupperneq 112
Vörur úr loðskinnum
Ytrifatnaður ......
Ýmsar iðnaðarvörur
304,0
288,0
6.177,4
(182,4)
(217,8)
(1.374,4)
Frímerki voru flutt út fyrir 251,9 millj. kr. (181,1), gömul
skip fyrir 1.366,6 millj. kr. (1.303,8) og gamlir málmar fyrir
200,2 millj.kr. (229,9).
íþróttir
Badminton. Meistaramót Islands fór fram í Reykjavík í
apríl. I einliðaleik varð Jóhann Kjartansson íslandsmeistari í
karlaflokki, en Kristín Magnúsdóttir í kvennaflokki. I tví-
liðaleik karla sigruðu Sigurður Kolbeinsson og Sigfús Ægir
Ámason, í tvíliðaleik kvenna Kristín Magnúsdóttir og
Kristín Berglind, en í tvenndarkeppni Kristín Berglind og
Jóhann Kjartansson. Unglingameistaramót fór fram á
Akranesi í febrúar. Islenzk sveit tók þátt í alþjóðlegu móti í
Klagenfurt í Austurríki í janúar. Hún varð í 14. sæti (17
þátttakendur). Norðurlandameistaramót unglinga var
haldið í Málmey í marz, og tóku nokkrir Islendingar þátt í
því. Landsleikur milli Islendinga og Færeyinga fór fram á
Selfossi í maí, og unnu Islendingar. Islendingar tóku þátt í
Norðurlandamóti í nóvember, en fengu engin verðlaun.
Bílarall. Lengsta bílarall, sem farið hefur fram á Islandi,
Vísisrallið, fór fram í ágúst. Keppnín tók fjóra daga, og var
ekið 2852 kílómetra. Seytján bílar hófu rallið, en sjö luku því.
Sigurvegarar voru Hafsteinn Hinriksson og Kári Gunnars-
son.
Blak. Ungmennafélag Laugdæla varð íslandsmeistari í
blaki í karlaflokki, en Völsungur á Húsavík í kvennaflokki.
íslendingar og Færeyingar háðu fjóra landsleiki hér á landi í
marz, og unnu Islendingar alla leikina. Guðmundur Arn-
aldsson var kjörinn formaður Blaksambands íslands.
Borðtennis. íslandsmótið í borðtennis fór fram í Reykjavík
í apríl. Tómas Guðjónsson varð íslandsmeistari íkarlaflokki,
en Ragnhildur Sigurðardóttir í kvennaflokki. Islenzka
landsliðið tók þátt í Evrópukeppni í Cardiff í Wales í febrúar
(110)