Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Page 116
landsmeistari í karlaflokki, en Jóhanna Ingólfsdóttir í
kvennaflokki. íslendingar tóku þátt í Evrópumeistaramóti í
Esbjerg í júnílok og urðu í 16. sæti af 19. Þeir tóku einnig þátt
í Evrópumeistaramóti unglinga í Marianske Lanze í Tékkó-
slóvakíu í júlí og urðu í 12. sæti af 15. íslendingar tóku þátt í
alþjóðlegri keppni á Ítalíu í september og urðu í neðsta sæti.
Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur tók þátt í Evrópumeistara-
keppni félagsliða á Mallorca í desember og varð í 10. sæti af
17.
Handknattleikur. í handknattleik innanhúss varð Valur
íslandsmeistari í karlaflokki, en Fram í kvennaflokki. I
handknattleik utanhúss urðu Haukar Islandsmeistarar í
karlaflokki, en Fram í kvennaflokki. fslendingar og Pól-
verjar háðu tvo landsleiki í Reykjavík í janúar. Pólverjar
unnu fyrri leikinn, en síðari leikurinn varð jafntefli. í janúar
tóku íslendingar þátt í átta landa keppni í Danmörku og
urðu í sjötta sæti. í febrúar tóku íslendingar þátt í B-keppni
heimsmeistarakeppninnar á Spáni. Þeir unnu Hollendinga,
gerðu jafntefli við ísraelsmenn og Tékka, en töpuðu fyrir
Ungverjum og Spánverjum. Norðurlandamót unglinga fór
fram í Danmörku í apríl. íslendingar unnu þar Finna, en
töpuðu fyrir hinum. Tveir landsleikir fslendinga og Tékka
fóru fram í Reykjavík í október. Tékkar unnu fyrri leikinn,
en hinn síðari var jafntefli. Að lokum kepptu Tékkar við
íslenzka unglingalandsliðið á Selfossi, og þá sigruðu þeir.
íslenzka unglingalandsliðið tók þátt í heimsmeistarakeppni
unglingaliða, sem haldin var í Danmörku í október. Það
sigraði Vestur-Þjóðverja, Austur-Þjóðverja, Portúgala, Hol-
lendinga og Saudi-Araba, en tapaði fyrir Sovétmönnum,
Ungverjum og Dönum. í desember háðu fslendingar og
Bandaríkjamenn þrjá landsleiki hér á landi, og unnu fs-
lendingar þá alla.
Hjólreiðar. Reiðhjólakeppni 12 ára skólabarna fór fram í
apríl, og sigraði Böðvar Þórisson, Kópavogi. í júní fór fram
motokrosskeppni (akstur á hæðóttri og hlykkjóttri braut) í
nánd við Þrengslaveg. Slík keppni fór fram oftar síðar á
(114)