Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Side 119
Reykjavík í september, og unnu Hollendingar 4:0. Lands-
leikur Islendinga og Austur-Þjóðverja fór fram í Reykjavík í
September, og unnu Austur-Þjóðverjar 3:0. Landsleikur ís-
lendinga og Pólverja fór fram í Kraká í Póllandi í október, og
unnu Pólverjar 2:0. Unglingalandslið íslendinga og Finna
háðu tvo landsleiki um haustið, hinn fyrri í Reykjavík, hinn
síðari í Helsinki. Finnar unnu fyrri leikinn 3:1, en Is-
lendingar hinn síðari 2:0. Islenzka drengjalandsliðið tók þátt
' alþjóðlegri keppni í Nice í Frakklandi í desemberlok og
varð í 4. sæti af 6.
Körfuknattleikur. K.R. varð Sslandsmeistari bæði í karla-
°g kvennaflokki. Islenzka unglingalandsliðið tók þátt í
^orðurlandamóti í Lahti í Finnlandi í janúar. Það sigraði
Norðmenn, en tapaði fyrir hinum. íslenzka unglingalands-
hðið tók þátt í Evrópukeppni unglinga í Hagen í Þýzkalandi í
aPríl. I apríl háðu fslendingar tvo landsleiki við Skota, og
unnu Skotar hinn fyrri, en Islendingar hinn síðari. Þeir háðu
s'ðar í aprO tvo landsleiki við Dani, og unnu íslendingar fyrri
leikinn, en Danir hinn síðari. I októberlok háðu Islendingar
Þrjá landsleiki við Ira og unnu þá alla.
Lyftingar. Islandsmótið var háð í Reykjavík í marz, og
voru þar sett nokkur ný Islandsmet, flest af Gústafi Agnars-
syni. Annars voru mörg ný íslandsmet í lyftingum sett á
árinu. Islendingar tóku þátt í móti í Danmörku í janúar og
fengu verðlaun. Islendingar tóku þátt í Norðurlandamóti í
Ringsted í Danmörku í apríllok. Þeir fengu þar tvenn gull-
verðlaun (Guðmundur Sigurðsson og Gústaf Agnarsson) og
þrenn silfurverðlaun. Meistaramót var haldið í Reykjavík í
júnL Norðurlandamót í kraftlyftingum fór fram í Reykjavík í
september. Voru þar sett tólf ný Norðurlandamet og tvö ný
Evrópumet. Islendingar urðu stigahæstir á mótinu og hlutu
tvenn gullverðlaun. íslendingar tóku þátt í heimsmeistara-
móti í Grikklandi í nóvember, en fengu ekki verðlaun. Þrír
lóku þátt í Norðurlandamóti unglinga í Finnlandi i nóvem-
ber. Þar fengu þeir ein gullverðlaun, ein silfurverðlaun og
tvenn bronsverðlaun. Islendingar tóku þátt í heimsmeistara-
móti í Dayton í Ohio í nóvember. Þar urðu þeir í 9. sæti af 17.
(117)