Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Page 133
fræðilega útreikninga á áhrifum, er verða vegna snúnings
kjarna í sameindum.
3- ágúst varði Ágúst Kvaran doktorsritgerð við Edinborg-
arháskóla. Fjallaði hún um greiningu litrófa orkuríkra sam-
einda.
9- ágúst varði Jón Örn Bjarnason doktorsritgerð við Stan-
fordháskóla í Kaliforníu. Fjallaði hún um athuganir á
tveimurtegundum ljósdreifingar, en með Ijósdreifingu má fá
uPplýsingar um hreyfingu og byggingu sameinda. Hefur
°nnur þessara aðferða ekki verið könnuð áður.
í ágúst varði Ólafur K. Pálmason doktorsritgerð í fiski-
fnæði við háskólann í Kiel. Fjallaði hún um lifnaðarhætti
Ungviðis þorsks, ýsu og lýsu í hafinu við ísland.
25. september varði Eiríkur Örn Arnarson doktorsritgerð í
Hinískri sálfræði við háskólann í Manchester. Nefnist hún
»The generalization of the effects of EMG and temperature
hiofeedback procedures in patients suffering from anxiety
states“.
30. nóvember varði Ingvar E. Kjartansson læknir
hoktorsritgerð við Gautaborgarháskóla. Fjallaði hún um
ahrif geislunar á blóðstreymi í æxlum.
30. nóvember varði Hákon Aðalsteinsson doktorsritgerð
v‘ð Uppsalaháskóla. Fjallaði hún um dýrasvif og fæðuskil-
yrði þess í Mývatni.
Stúdentspróf
'093 stúdentar voru brautskráðir á árinu (árið áður 1009).
■ðf þeim voru 130 frá Menntaskólanum í Reykjavík (148),
2'9 frá Menntaskólanum við Hamrahlíð (219), 183 frá
^enntaskólanum við Sund (167), 61 frá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti (21), 105 frá Verzlunarskóla Islands (100),
22 frá Ármúlaskóla á vegum Kennaraháskóla Islands (38),
frá Menntaskólanum í Kópavogi (63), 87 frá Flensborg-
arskóla í Hafnarfirði (52), 15 frá Samvinnuskólanum (18), 18
ra Fjölbrautaskóla Suðurnesja (2), 44 frá Menntaskólanum
(131)