Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 136
Straumfræðistöð Orkustofnunar vann að tilraunum með
dúka úr gerviefnum til þéttingar á uppistöðulónum. Orku-
stofnun og Háskóli Sameinuðu þjóðanna gerðu samning um,
að stofnunin tengist Háskóla Sameinuðu þjóðanna og sjái
um rekstur jarðhitaskóla, þar sem veitt verði starfsþjálfun
fyrir styrkþega háskólans á sviði rannsókna og nýtingar
jarðhita. Jafnframt verður Orkustofnun ráðgjafaraðili Há-
skóla Sameinuðu þjóðanna um jarðhitamálefni. Á vegum
Háskóla Sameinuðu þjóðanna var haldið hér á landi um
sumarið og haustið námskeið í jarðhitafræðum, og sóttu það
tveir Filippseyingar, sem luku þjálfun, og um hríð einnig
tveir Kínverjar. Orkustofnun aðstoðaði við námskeiðið. —
Raunvísindastofnun Háskólans vann að fjölmörgum verk-
efnum á sviði eðlisfræði, efnafræði, jarðvísinda, reiknifræði
og stærðfræði. Mikið var unnið að jarðskjálftarannsóknum,
að nokkru í samvinnu við Orkustofnun, Norrænu eldfjalla-
stöðina og jarðeðlisfræðideild Veðurstofu íslands. Haldið
var áfram tilraunum með notkun innlendra orkugjafa. —
Rannsóknastofnun landbúnaðarins vann að margvíslegum
rannsóknum á búfé. Hún vann að beitarrannsóknum, fóð-
urrannsóknum, gróðurkortagerð, jarðvegsrannsóknum,
rannsóknum á gripahúsum, búvélum, plöntusjúkdómum,
meindýrum, ylrækt, ullarrannsóknum og matvælarann-
sóknum og ýmsu fleiru. Stofnunin vann að beitarrannsókn-
um á Grænlandi. Stofnunin gaf út rit um landbúnaðarrann-
sóknir á íslandi fram til 1965, samið af Guðmundi Jónssyni
fyrrv. skólastjóra. - Hafrannsóknastofnunin hélt áfram
rannsóknum á eiginleikum og efnum sjávar, svifi, næringar-
efnum í sjó og mengun sjávar. Leitað var að nýjum miðum,
t.d. karfamiðum, rækjumiðum, humarmiðum og hörpu-
diskmiðum. Ný karfamið fundust á Reykjaneshrygg.
Stofnunin hélt áfram rannsóknum á ýmsum fisktegundum,
svo sem þorskfiskum, síld og ýmsum flatfiskum. Haldið var
áfram rannsóknum á hvölum og selum. Unnið var áfram að
rannsóknum á veiðarfærum, t.d. veiðarfærum við kol-
munnaveiðar, og var það gert í samvinnu við Norðmenn og
Færeyinga. Stofnunin lagði fram skýrslu um ástand þorsk-
(134)