Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Page 139
en 300 af starfsliði félagsins var sagt upp. Félagið fækkaði
ferðum sínum yfir Norður-Atlantshaf. Það varð einnig að
fækka ferðum sínum milli Glasgow og Kaupmannahafnar
að kröfu brezkra stjórnvalda. I desember hófu Flugleiðir
beint flug milii Evrópu og Bandaríkjanna án millilendingar í
Keflavík. Flugleiðir tóku 1. október við öllum þeim flug-
rekstrarleyfum, sem áður voru á nafni Flugfélags íslands og
Loftleiða. Jafnframt var ákveðið að nota eingöngu nafnið
Icelandair fyrir félagið á erlendum vettvangi. Flugleiðir
keyptu fyrstu breiðþotu Islendinga, og rúmaði hún um 360
farþega. Sigurður Helgason tók við starfi forstjóra Flugleiða
L júní. í september hætti flugfélagið Vængir flugi, en félagið
■^rnarflug fékk flugleyfi þess á flestum leiðum. Flugleiðir
fluttu pílagríma frá Alsír og Indónesíu til Saudi-Arabíu. Víða
um land var unnið að umbótum á flugvöllum. Flugdagur var
haldinn 23. júní í Reykjavík og 24. júní á Akureyri. íslend-
ingaráttu íárslok 138 flugvélar (131 íárslok 1978).
Færeyska ferjan Smyrill hélt eins og undanfarin sumur
uppi ferðum milli fslands, Færeyja, Skotlands og Noregs. Ný
ferja var tekin í notkun milli Hríseyjar og lands. Eimskip hóf
v>kulegar siglingar frá fsafirði og Akureyri til annarra
Norðurlanda. Leiðakerfi Skipaútgerðar ríkisins var breytt
allverulega. Skipadeild S.Í.S. keypti þrjú ný skip á árinu,
Arnarfell, Flelgafell og Stapafell (olíuskip). ísskip h.f. keypti
nýtt kaupskip, Selnes. Er það 5700 tonn, stærsta skip íslenzka
flotans. 1. ágúst tók Hörður Sigurgestsson við starfi forstjóra
Eimskipafélags íslands, en Óttarr Möller lét af störfum.
Allar olíuvörur hækkuðu geysilega í verði á árinu, og gerði
það auðvitað allar samgöngur miklu dýrari en áður. Jókst þá
mjög notkun reiðhjóla, og var tollur af þeim felldur niður 1.
júlí. Kvartmíluklúbburinn hélt bílasýningu í Reykjavík 1
april. Fornbílasýning var haldin í Reykjavík í júní. Ný
reglugerð um umferðamerki tók gildi 1. maí. Fyrsti rafbíllinn
kom hingað til lands í ágúst, keyptur af Háskóla íslands til
reynslu. Flutt var til landsins 8.181 bifreið (árið áður 8.862).
Bifreiðaeign landsmanna var í árslok 90.015 (84.006 í
árslok 1978).