Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Side 145
langreyðar (236), 141 búrhveli (141) og 84 sandreyðar (11).
Skipið Rainbow Warrior frá Greenpeacehvalafriðunarsam-
'ökunum reyndi að trufla hvalveiðar Islendinga um sumarið.
l ók íslenzkt varðskip það eitt sinn í ágúst og færði það til
keykjavíkur. Um 200 hrefnur voru veiddar, aðallega við
Barðaströnd og á Eyjafirði. Humarafli var 1.440 (2.023),
r;ekjuafli 8.519 tonn (7.007) og hörpudisksafli 7.794 tonn
(8.719). Ýmis tíma- og svæðabundin veiðibönn voru sett á
annu. I janúar var gerður samningur milli íslendinga og
l ítreyinga um gagnkvæm veiðileyfi innan fiskveiðilögsögu
Þjóðanna.
Kristján Ragnarsson var endurkjörinn formaður Lands-
sambands íslenzkra útvegsmanna. Ingólfur Falsson var
^jörinn forseti Farmanna- og fiskimannasambands Islands,
er> Ingólfur Ingólfsson lét af störfum.
Stofnað var félagið „Fiskiðn — fagfélag fiskiðnaðarins“,
°g voru í því fiskiðnaðarmenn, fisktæknar og matsmenn í
Hskiðnaði.
Um 50 íslenzkum fiskiskipum var breytt til brennslu
Svartolíu í stað gasoliu. — Allur íslenzki skipastóllinn var í
árslok 979 skip, samtals 194.464 lestir (í árslok 1978 1.012
skip, samtals Í91.870 lestir). Hér eru ekki taldir með opnir
vélbátar, sem í árslok 1979 voru 1.026, samtals 3.388 lestir (í
árslok 1978 944, samtals 3.182 lestir). Af skipunum voru 868
Uskiskip, samtals 104.160 lestir (árið áður 907 samtals
'06.415 lestir). Af þeim voru 82 skuttogarar, 2 síðutogarar og
9 hvalveiðiskip. Önnur fiskiskip stærri en 300 lestir voru 34,
100—299 lestir 165, 50—99 lestir 33, 12—49 lestir 22, undir
'2 lestum 6. Farþegaskip voru 6 (5), olíuflutningaskip 5 (4),
vöruflutningaskip 52 (51), varðskip og björgunarskip 7 (7).
Nokkur fiskiskip fyrir íslenzka flotann voru í smíðum hér á
'andi og erlendis.
Utflutningur sjávarafurða var sem hér segir í millj. kr. (í
svigum tölur frá 1978):
Fryst fiskflök .......
Överkaður saltfiskur
88.573,5 (56.950,3)
26.979,1 (15.827,5)