Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Page 152
voru í smíðum. Miklar framkvæmdir voru á Keflavíkur-
flugvelli. Hinn nýi flugturn var formlega tekinn í notkun í
júlí. Unnið var að undirbúningi að byggingu nýrrar flug-
stöðvar þar. Unnið var að lagningu skolpleiðslna frá her-
stöðinni á Miðnesheiði til sjávar milli Leiru og Garðs.
Nokkrar íbúðir voru í smíðum í Garði. { Sandgerði voru um
50 íbúðir í smíðum. Unnið var að lokaframkvæmdum við
íþróttahúsið og hafin bygging sundlaugar við það. Mikið var '
unnið að gatnagerð í Sandgerði. Á Stafnesi var unnið að
fiskverkunarhúsi. í Grindavík var unnið að skólahúsi, kirkju,
íþróttahúsi, sjómannastofu, iðnaðarhúsum, t.d. netaverk-
stæði og um 70 íbúðum. Þar var mikið unnið að gatna- og
holræsagerð.
Arnessýsla. I Þorlákshöfn var unnið að hitaveitufram-
kvæmdum, og var í árslok lokið við að tengja rúmlega 100
hús hitaveitunni. Um 40 íbúðir voru þar í smíðum, svo og
nokkur verzlunarhús. Unnið var þar að byggingu leikskóla
og hafin kirkjubygging. í Hveragerði voru nokkrar íbúðir í
smíðum, og unnið var að íþróttahúsi, húsi Búnaðarbankans
(lokið) og húsi Ofnasmiðju Suðurlands. Lokið var miklum
umbótum á Mosfellskirkju í Grímsnesi. Ýmsar fram-
kvæmdir voru á Laugarvatni. Unnið var að dvalarheimili
aldraðra í Hrunamannahreppi, og var hluti þess tekinn í
notkun. Á Selfossi var unnið að allmörgum íbúðum og
nokkrum iðnaðarhúsum, m.a. iðngörðum. Þar var unnið að
sjúkrahúsbyggingu, grunnskólahúsi, verknámsskólahúsi,
leikskóla, safnaðarheimili, félagsheimili, gistihúsi og
íþróttamannvirkjum. Hafin var þar bygging nýs kaupfélags-
húss og kjötmjölsverksmiðju. Borað var eftir heitu vatni í
nánd við Selfoss, að nokkru leyti með lagningu hitaveitu til
Eyrarbakka og Stokkseyrar fyrir augum. Um 40 íbúðir voru í
smíðum á Eyrarbakka og nokkrar á Stokkseyri. Miklar
umbætur voru gerðar á kirkjunni á Eyrarbakka, og var hún
endurvígð 9. desember. Unnið var að stækkun skólahússins á
Eyrarbakka og vatnsveituframkvæmdum. Unnið var að
endurbyggingu frystihússins á Stokkseyri.
Rangárvallasýsla. Nokkrar íbúðir voru í smíðum á Hellu.
(150)