Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Page 153
— Unnið var að mikilli stækkun graskögglaverksmiðjunnar í
Gunnarsholti og að starfsmannahúsi þar á staðnum. Á
Hvolsvelli var unnið að skólahúsi, gistihúsi, heilsugæzlustöð
og nokkrum íbúðum. Ný kirkja í Kálfholti var vígð 27. maí.
Byggt var nýtt hús í Þórsmörk og tvö sæluhús reist á
Syðri-Fjallabaksleið.
Vestmannaeyjar. I árslok var búið að tengja um 60% húsa í
> Eyjum hraunhitaveitunni. 115 íbúðir voru þar 1 smíðum 1
árslok. Lokið var flugstöðvarbyggingunni. Unnið var að
lokaframkvæmdum við safnahúsið. Mikið var unnið að
gatna- og holræsagerð. Nýtt íþróttasvæði var tekið í notkun
við Helgafell. Afhjúpað var í Eyjum minnismerki um Þór,
fyrsta varðskip íslendinga.
Skaftafellssýslur. Heilsugæzlustöð var tekin í notkun í Vík.
Á Kirkjubæjarklaustri var einnig tekin heilsugæzlustöð í
notkun, og unnið var þar að íbúðum fyrir aldraða. Ýmsar
umbætur voru gerðar á þjóðgarðinum í Skaftafelli. Á Höfn í
Hornafirði voru margar íbúðir í smíðum. Unnið var þar að
► skólahúsi, íþróttahúsi, dagheimili og brauðgerðarhúsi og
fiskverkunarhúsum, t.d. var unnið að endurbyggingu húss
söltunarstöðvarinnar Stemmu eftir brunann árið áður.
Hafnar voru hitaveituframkvæmdir. Unnið var að sorp-
brennslustöð á Höfn.
Múlasýslur. Gerð var Austurlandsáætlun um fram-
kvæmdir á Austurlandi á næstu árum. Á Djúpavogi var lokið
að mestu byggingu frystihúss. Unnið var þar að stækkun
skólahússins. Á Breiðdalsvík var unnið að skólahúsi og
vatnsveituframkvæmdum. Á Stöðvarfirði voru nokkur
íbúðarhús í smíðum, og unnið var að kaupfélagshúsi, skóla-
húsi og sundlaug. Á Fáskrúðsfirði var lokið byggingu skóla-
* húss, unnið að kaupfélagshúsi og áhaldahúsi, hafin bygging
heilsugæzlustöðvar og unnið að um 20 íbúðum. Umbætur
voru gerðar á fiskmjölsverksmiðjunni. Á Reyðarfirði voru
um 30 íbúðir í smíðum og nokkur iðnaðarhús. Mikið var
unnið þar að gatna- og holræsagerð. Unnið var að vöru-
geymslu kaupfélagsins, stækkun áhaldahúss Vegagerð-
arinnar, áhaldahúsi hreppsins, sem jafnframt er slökkvistöð,
(151)