Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Síða 154
og að lokaframkvæmdum við íþróttahúsið. Á Eskifirði voru
allmargar íbúðir ísmíðum, m.a. verkamannabústaðir. Unnið
var þar að skólahúsi og umbótum á fiskverkunarhúsum, t.d.
var byggt hús yfir löndunarbryggju loðnuverksmiðjunnar. I
Neskaupstað var unnið að húsi fjölbrautaskólans og stækkun
sjúkrahússins. Nýr leikvöllur var tekinn þar í notkun. Unnið
var að vatnsveituframkvæmdum. Rúmlega 40 íbúðir voru
þar í smíðum. Á Seyðisfirði var unnið að sjúkrahúsi og
heilsugæzlustöð, bókasafnshúsi, félagsheimili, dvalarheimili
aldraðra, umbótum á íþróttahúsinu, tónlistarhúsi, skrúðgarði,
um 40 íbúðum og undirbúningi að hitaveituframkvæmdum
(fjarvarmaveitu). Á Egilsstöðum voru miklar framkvæmdir.
Unnið var að hitaveitu, og var um helmingur húsa tengdur
henni. Einnig var unnið að hitaveitu í þorpinu á Hlöðum.
Mörg íbúðarhús voru í smíðum á Egilsstöðum, og mikið var
unnið að gatnagerð. Unnið var að menntaskólahúsi, leik-
skóla, íþróttahúsi, dvalarheimili aldraðra, dvalarheimili
þroskaheftra (Vonarlandi), verzlunar- og vöruhúsum kaup-
félagsins, prentsmiðju, húsi Rafmagnsveitna ríkisins,
mjólkurstöð (lokið að mestu) og iðnaðarhúsum. Samtökin
„Ungt fólk með hlutverk" hófu byggingu samkomuhúss á
Eyjólfsstöðum á Völlum. Á Vopnafirði var lokið að mestu
byggingu heilsugæzlustöðva. Nýtt frystihús var tekið í
notkun. Unnið var að húsi Samvinnubankans og vöru-
skemmu kaupfélagsins. Borað var eftir heitu vatni. Um 30
íbúðir voru í smíðum á Vopnafirði.
Þingeyjarsýslur. Á Þórshöfn var unnið að skólahúsi,
dvalarheimili aldraðra, kaupfélagshúsi og nokkrum íbúðar-
húsum. Á Raufarhöfn var unnið að íþróttahúsi og sundlaug,
áhaldahúsi og slökkvistöð, umbótum á kirkjunni, umbótum
á fiskmjölsverksmiðjunni, vatnsveituframkvæmdum, gatna-
gerð og um 20 íbúðum. Á Kópaskeri var unnið að skólahúsi
og stjórnsýslumiðstöð. Unnið var að undirbúningi að vatns-
veituframkvæmdum í Kelduhverfi. Á Húsavík var unnið að
dvalarheimili aldraðra, dagheimili, stækkun gagnfræða-
skólahússins, stækkun sjúkrahússins, mjólkurstöð, nokkrum
iðnaðarhúsum og mörgum íbúðarhúsum. Nokkur ný orlofs-
(152)