Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Page 168
stöðum. Var þá leyft að selja þar áfengi á miðvikudögum, en
það var áður bannað. Þá var og leyft að hafa veitingastaði
opna til klukkan þrjú á nóttunni um helgar.
Bókagjafir. Brezki Islandsvinurinn Mark Watson, sem lézt
á árinu, arfleiddi Landsbókasafn Islands að bókum, er fjalla
um ísland, á ýmsum tungum. I þessari bókagjöf voru 1310
ritverk. Þá gaf Kanadastjórn Landsbókasafninu mikið safn
rita um Kanada og kanadísku þjóðina.
Dómsmál. Dómurum í Hæstarétti var fjölgað í sjö.
Edward Warner-verðlaun. Þessi verðlaun eru veitt af Al-
þjóðaflugmálastofnuninni fyrir afrek í þágu flugmála. Þau
voru 4. júní veitti Agnari Kofoed-Hansen, flugmálastjóra
Islands, og 12. júlí afhenti forseti stofnunarinnar honum þau
við hátíðlega athöfn í Reykjavík. Voru þar staddir ýmsir
leiðtogar í alþjóðaflugmálum.
Fasteignamat. Nýtt fasteignamat tók gildi 1. desember. Að
meðaltali hækkaði matið um 62,8%.
Fegurðarkeppni. 25. nóvember var Kristín Bernharðsdóttir
frá Vestmannaeyjum kjörin ungfrú ísland 1979. Halldóra
Björk Jónsdóttir, ungfrú Island 1978, tók þátt í alþjóðlegri
fegurðarkeppni í Ástralíu.
Fjallgöngur. Nokkrir Islendingarklifu um sumarið Mount
McKinley 1 Alaska, hæsta fjall Norður-Ameríku.
Flóttamannamál. 34 flóttamenn frá Vietnam fengu land-
vistarleyfi á íslandi, og komu þeir til landsins í september.
Voru gerðar margvíslegar ráðstafanir þeim til hjálpar og til
að aðhæfa þá íslenzkum aðstæðum. í desember fóru sex
íslendingar til Thailands til að vinna að hjúkrunarstörfum
meðal flóttafólks. íslendingar gáfu tvö hús handa flótta-
mönnum 1 Portúgal. Voru þau reist í borginni Elvas og voru
formlega afhent 29. júní af Kirsten T. Machabo, íslenzkri
konu, sem er búsett í Portúgal og var þar um eitt skeið
ráðherrafrú.
Foreldraráðgjöf. Komið var á fót foreldraráðgjöf til
lausnar heimilisvandamálum, einkum vandamálum bama.
Fornleifar. Haldið var áfram uppgrefti á Stóru-Borg undir
Eyjafjöllum og hafnar rannsóknir í Gautavík í Berufirði í
(166)