Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 Helgarblað DV Þórir Steingrímsson hefur gegnt tveimur störfum sem virðast í fyrstu gerólik: Rann- sóknarlögreglumaður og leik- ari. Margir þekkja hann úr ýmsum auglýsingum þar sem honum hefur brugðið fyrir en þekktastur er hann þó líklega fyrir að vera í líki hinar um- deildu pappalöggu sem Sólveig Pétursdóttir, þá dómsmálaráð- herra, kom fyrir hist og her. Þórir fékk nýverið blóðtappa við heila, lamaðist í kjölfarið, og er að stíga upp frá þeirri miklu raun. Þórir Steingrímsson „Þarna lá ég meö fullri meövitund og var ofsa- lega reiður. Nei, ég trúöi því ekki að ég væriað deyja þarna og það væri ekkert við því að gera, en ég var ekki hræddur, en varhissa. Varþetta virkilega að koma fyrirMiG!" ffttlrlfy Geymslu- k og dekkjahillur www.isold.is Nethyl 3-3a -110 Reykjavik Sími 5353600- Fax 5673609 kr.7.700.- viðbótareining kr. 5.586- í bílskúrinn, geymsluna, heimilið og fyrirtækið Þessar hillur geta allir sett saman. Skrúfufrítt og smellt saman. Einhverjum bjöllum ætti að klingja hjá mönnum við að heyra nafriið Þórir Steingrímsson en enn fleiri hljóma að öllum líkindum við að líta manninn augum. Allt frá því auglýsingar fyrst fóru að birtast á skjám landsmanna fyrir margt löngu. Og ekki má gleyma að þá vöktu þær gott betur athygli en nú. Þar var Þórir oftar en ekki í aðalhlutverki. Nú, liðlega þrjátíu árum síðar, á hann að baki giftusamlegan starfsfer- il í lögreglunni og jafnffamt á fjölum leikhúsanna í hinum ýmsu verkum. Hann hefúr ekkert breyst, utan það að þegar vel er gáð eru hreyfingar hans ekki alveg eðlilegar. Hann hallar aðeins út á aðra hlið og göngulagið er ekki eðlilegt. Hraustustu menn geta veikst „Ég hef náð mér ótrúlega á skömmum tíma og á hverjum degi finn ég framfarir," segir hann þegar haft er á orði hve vel hann h'ti út eftir erfið veikindi. Já, það getur komið fyrir hraustustu menn að veikjast. Jafnvel þótt þeir bíði fyrir utan sund- laugamar fyrir opnun á morgnanna, spiii fótbolta tvisvar, þrisvar t viku, borði hollan og góðan mat og svo ekki sé talað um að reykja hvorki né drekka. Þórir upplifði þá reynslu síðastlið- ið sumar og er þakklátur fyrir að vera á h'fi og á góðum batavegi. „Þetta byrjaði allt með því að ég fór að finna fyrir smávægilegum svima og oft fylgdi leiðinda höfuðverkur. Alls ekki þannig að ég væri illa haldin en eigi að síður var hann hvimleiður og gerði mér gramt í geði,“ útskýrir hann. Inni á milli fann Þórir ekki fyrir neinu og leið vel. Hélt áfram í sínum fótbolta og synti enda f góðu formi og í alla staði við hestaheilsu. „Þetta pirraði mig og ég vissi að ég þyrfti að láta athuga þetta og fór til heimilis- læknisins 7. júlí sl. Hann skoðaði mig, mældi blóðþrýstinginn og setti mig í höfuðlínurit. Það kom ekkert út úr því og hann taldi þetta eitthvað til- fallandi jafiivægisleysi. Og heim fór ég með það," rifjar hann upp og hag- ræðir sér í stólnum. Svimi og höfuðverkur Ekki leið á löngu þar til Þórir fór að finna fyrir sama höfuðverk og svima, en lét kyrrt liggja. „Það var ekki fyrr en sviminn ágerðist að ég fór aftur og þá var ég settur í sneið- mynd af höfðinu en ekkert sást á henni sem valdið gæti þessu en áfram hélt sviminn og höfðuverkur- inn. Ég hélt mínu striki og lifði mínu að öðru leyti eðlilega lífi,“ segir hann og rifjar upp daginn nokkrum vikum síðar sem hann var hvað verstur. „Þá leist konunni ekkert á blik- una. Ég hélt varla jafrivægi, var sveittur, flökurt, fölur og fár. Henni fannst þetta ekki getað gengið svona lengur, eitthvað væri að og dreif mig með mér á læknavaktina. Það var sama sagan; ég var sendur heim án þess að nokkuð gæti verið athugavert við mig og talið að þetta væri eitthvað jafnvægisleysi," segir Þórir og skýtur inn í atviki sem átti sér stað í Kópavogslauginni þegar félagi hans í lögreglunni fann svip- uð einkenni í líkamsræktinni einn morguninn. Hann var allur áður en nóttin var liðinn., Trúði því ekki að ég væri að deyja „Um morguninn vaknaði ég á sama tíma til að fara í sund en var þá svo slappur að ég treysti mér ekki til að fara. Einkennin voru þau sömu og Margrét kona mín lét ekki segja sér að ekkert væri að og hringdi í 112. Þeir komu, settu mig í körfu, og fóru með mig á Slysavarð- stofuna. Það leyndi sér ekki að eitt- hvað var að gerast og læknarnir tóku alvarlega á málum." Til að gera langa sögu stutta, greindist Þórir með blóðtappa við heila. Það er ekki hægt að skera eða gera neitt til að koma í veg fyrir hann, nema gefa blóðþynnandi lyf. Læknar standa eigi að síður frammi fyrir því að einkenni eru svipuð og heilablæðing og þá er stórhættulegt að gefa þlóðþynnandi lyf. Þórir seg- ir þennan tíma á Slysavarðstofunni hafa verið erfiðan. „Þarna lá ég með fullri meðvit- und og var ofsalega reiður. Nei, ég trúði því ekki að ég væri að deyja þarna og það væri ekkert við því að gera, en ég var ekki hræddur, en var hissa. Var þetta virkilega að koma fyrir MIG? Þetta tók af á tveimur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.