Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004
Helgarblað DV
Æsispennandi uppboð fór fram í Danmörku í vikunni en þar var boðið upp merkt eintak af Guðbrands-
biblíu. Ari Gísli Bragason fornbókasali fylgdist grannt með gangi mála og hann segir að það hafi verið
íslenskur maður sem náði ritinu. „Biblíunni er bjargað heim.“
Guðbrandsbiblía slegin á tsepar 5 milljónir
Ari Gísli Bragason Segir uppboðið hafa
verið æsispennandi en sjálfur bauð hann
tvær milljónir og var fljótlega úr leik.
„Þetta er stórfrétt en eintakið sem
var slegið þama úti að kveldi miðviku-
dags er súpereintak. Það fór á 360.000
krónur danskar. Sem gerir um tæpar
fimm milljónir með gjöldum og sölu-
þóknun," segir Ari Gísli Bragason fom-
bókasali. Hann fylgdist spenntur með
uppboði sem fram fór í vikunni úti í
Danmörku en þá var boðið til sölu ein-
tak af Guðbrandsbiblíu.
Ari Gísli segir að biblían komi til
fslands, þetta var íslenskur maður sem
náði henni. „Og það skiptír máli að
henni sé bjargað heim.“ Hins vegar vill
viðkomandi ekki láta nafns síns getíð.
Áletrun Guðbrands
DV greindi frá því fyrir hálfum mán-
uði að þetta mjög svo athyglisverða
uppboð stæði fyrir dyrum og fékk hinn
virta vísindamann við Ámastofnun, dr.
Einar Gunnar Pétursson, tif að rýna í
áletrunina á titiisíðu og það vafðist ekki
fyrir honum að lesa þar úr en það er
ekki á allra færi.
„Þama era tvær áletranir og er önn-
ur yfirstrikuð. Neðri áletrunin er
svohfjóðandi: „Þessa bibliu hef eg feget
sijra bime a vollum Anno 1588 -
Gudbrandur Thorlaksson."
Eða: Þessa biblíu hef
ég fengið séra Bimi á
Völlum annó 1588.
Guðbrandur Þorláksson.
Dr. Einar Gunnar flettí í
bókum sínum og fann út
að þar færi séra Bjöm
Tómasson sem fæddur
var árið 1530 og dáinn
1606. „Það er htíð um
hann vitað en hann hefúi
verið prestur á Völlum í
Svarfaðardal."
Og dr. Einar gat án
brandsbiblí-
unnar Það sem
gerirþetta
eintak einstakt
er áletrun
Guðbrands sjálfs . y
á titilsíðuna. ‘
mikilla erfið-
leika lesið úr
effi áletruninni
sem yfirstrikuð er en þar stendur:
„þessa bok fæ e klaustrinu a Skridu Al-
mektuga Gude til loffs og æm og hanns
blessada ordi Anno 1585 Erikur Amas-
son". Eða: Þessa bók gef ég klaustrinu á
Skriðu almátmga Guði til lofs og æm og
hans blessaða orði. Annó 1865. Eiríkur
Ámason.
Ari Gísli bauðtvær milljónir
Það er- nákvæmlega
þessi tiltekna áletrun
sem gerir þetta eintak
einstakt. „Ég hef skoðað
um 16 Guðbrandsbibhurí
einkaeigu. Og þetta ein-
tak er líklega það besta
sem vitað er um í heimin-
um. Enda fór það ansi hátt,-
Menn frá Islandi vom
þama útí að bjóða í ritíð.
Þar á meðal einn samstarfs-
aðili minn útí og svo var ég
á netinu og í símanum."
Ari Gísli áttí boð í bókina
en var hvergi nærri loka-
verðinu. „Ég bauð svona
um tvær milljónir. Og
það þó að ég hefði
kannski ekki átt fyrir því," hlær Ari. „En
svo vom boðin þess eðhs að ég og aðrir
litlir kallar heltust úr lestinni. Við tóku
hópar, menn sem vom saman um að
. -t — -j—. prorastur Paö
gleðurþennan einn mesta bibllusafnara
mjög að þetta eintak skuli á leiö til Islands.
bjóða og þegar verðið var
komið yfir tvær milljónir tóku danskir
fombókasalar að bjóða. Ég undraðist
það en þetta má heita gæðastimpill á
bókina. Og svo var það þessi íslending-
ur sem náði henni."
Ari segir þetta hafa verið ofboðslega
spennandi reynslu. Og hann er afskap-
lega ánægður með að bókin sé á leið til
íslands í stað þess að fara á flakk um
heiminn. Það hefði getað orðið til þess
að hún kæmi aldrei heim. Undir þau
orð tekur Ragnar Fjalar Lámsson
prófastur en hann er einn kunnastí
bibhusafnari landins og á sjálfur tvær
Guðbrandsbibhur. Hann hafði verið
búinn að spá fyrir um að þessi yrði
niðurstaðan hvað verðið snertir.
„Já, þetta var góður spádómur og
reyndist réttur. Og gott að hún sé að
koma til landsins. Þær era víst nógu
margar sem era famar til útlanda þótt
þessi sé komin heim. Gott að vita til
þess."
jakob@dv.is
„Endanlegt verð ansi nálægt hámarkinu mínu"
Kaupandi Guðbrandsbíbliunnar er hér f einkaviðtali við
DV. Hann segist hafa haft áhuga á fslenskum og erlendum
bókum f áratugi en aldrei freistast til að safna öðru en
góðum bókum.
„Ég var tilbúinn að greiða hátt verð fyrirþessa einstöku
bók, en ekki meira en hámark sem ég ákvað fyrir uppboðið.
Endanlega verðið var ansi nálægt hámarkinu," segir biblíu-
maðurinn, sá sem fór til Danmerkur og náði hinu forláta
eintaki og fágæta af Guðbrandsbiblíunni sem segir afhér
að ofan. Hann var spurður hvort hann hefði ætlað sér
bókina og hversu hátt hann hefði verið reiðubúinn að fara.
Bibllumaðurinn vill ekki koma fram undir nafni þó svo að
fullyrða megi að þjóðin standi Iþakkarskuld við hann fyrir
að hafa náð biblíunni til landsins.
Biblían góða var sem fyrr segir slegin á tæpar fímm millj-
ónirmeð öllu talið. Upphæðin var 360 þúsund danskar.
Ofan á þá upphæö leggjastsvo 25 prósentgjöld og sölu-
þóknun. Sleikir fimm milljónir.
DV náði viðtali við biblíumanninn fyrir milligöngu annars
manns. Um er að ræða Reykvlking á miðjum aldri og er
hann ekki þekkturí þjóðfélaginu. Hann er augljóslega vel
stæður en„ekki þessi nýríka týpa", segir milligöngumaður
blaðsins.„Mér skilst að hann sé hagfræðingur og búi yfir
sérfræðiþekkingu á þvl sviði."
„Bókasafnið mitt er ekkert sérlega stórt, að minnsta
kosti ekki miðað við stæröina á söfnunum sem gömlu
„alæturnar" komu sér upp. Ég hefaldrei freistast til að
Biblfumaðurinn Reykvlkingurá
miöjum aldri, hagfræðingurog fjöl-
skyldumaður gerði sér lítið fyrir og
keypti sér fágætt eintak Guðbrands-
bibliu. Myndin er sviðsett.
safna öðru en góðum bókum. Ég hefhaft mikinn áhuga á
Islenskum og erlendum bókum Imarga áratugi," segir
biblíumaðurinn en hann hefur vitanlega einhverja hug-
mynd um verðmæti bóka sinna I krónum talið þó ekki
verði slegið á það hér og nú. Og hann segist hafa verið
einn um að fjármagna kaupin.
En ferðu oft á uppboð afþessu tagi?
„Ég reyni að fylgjast með hvað er á boðstólum á bóka-
uppboðum erlendis."Hann segir að ekki sé hægt að tala um
að hópur sá sem safni bókum afsllkri alvöru og hér um get-
ursé stór.„En það eru nokkrir stórhuga safnarar á Islandi."
<
í
|
8 Mb tenging
kr. 5.990
á mánuði
Frítt
download
Hive er fyrst á íslandi til að bjóða frítt erlent „download" auk
enn hraðari gagnaflutnings. Með Hive háhraðatengingu
opnast þér flóðgátt af upplýsingum og skemmtiefni. Loksins
geturðu notið alls sem netið hefur upp á að bjóða fyrir fast
verð frá 5.990 kr. á mánuði! Hive.is - Velkomin í heiminn.
Þú færð Hive á hive.is og í verslunum Innifalið f öllum pökkum:
BT á höfuðborgarsvæðinu. Fri uppsetning. Fritt „download". Föst IP tala. Fritt mótald að verðmæti
21.990 kr. Frítt þráðlaust innanhússnet. Hive þjónusta í síma 4141616.
Hive.is Þjónustunúmer: 414 1616