Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Page 32
Grafíska smiðjan ehf. 11-04 Helgarblaö DV solo Litir: Dökk og Ijóst áklæði 3+1 +1:199.800TILBOÐ: 159.800. - 3ja sæta: 89.800 TILBOÐ: 74.800. Litir: Cream, hvítt, svart og dökkbrúnt f) n Leðurborðstofustóll: 22.800 TILBOÐ: 15.800. Litir á stólfótum: Dökkbrúnn, Ijóst Natur og kirsuberja. LitirVCreám og rústrautt leðúr. 3+1 +1: 299.800 TILBOÐ: 199.800. - 3+2+1: 319.800 TILBOÐ: 219.800. / Litir: Cream og koníaksbrúnt leður. ítalskur hvíldarstóll, alklæddur leðri: 99.800 TILBOÐ: 69.800. Litir:Dökkbrúnt og koníaksbrúnt leður. toronto 3+1+1: 229.800 - 3+2+1: 259.800. Opið: Virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 11-16, sunnudaga kl. 13-16. HÚSGAGNAVERSLUN SÍÐUMÚLA 20 sími 568 8799 I www.ondvegi.is I ondvegi@ondvegi.is Danir hafa tekið ástfóstri við svokallaðar vatnspípur og reykja nú ávaxtatóbak í gríð og erg á sérstökum vatnspípukaffihúsum. Líbönsku bræðurnir Ali og Ahmad Dakhualah opnuðu Café Ali Baba og de 40 vandpiber á Norrebro fyrir hálfu ári síðan og bjóða íslendinga velkomna til sín i arabískt te og eplasmók. sameina menningarheima Endalausar raðir af litríkum vatnspípum, málverk af sjálfri Mónu Lísu með vatnspípu í hendi, bananar og epli í risastórri skál, tveir reykspú- andi Danir að tefla, arabískir bekkir meðfram löngum gangi og áttræð, tannlaus kona með vatnspípu lafandi úr munnvikinu er aðeins brotabrot af því sem ber fyrir augu gesta á kaffihúsi þeirra bræðra Alis ogAhmeds. Það er ekki auðsótt mál að fá við- tal við þá bræður og fá að taka myndir á staðnum. Eftir að hafa sannfært þá um að blaðamaður sé í raun og veru sá sem hann segist vera samþykkir Ali að koma í spjall þrátt fyrir að hafa ekki fengið að sjá um- beðin skilríki. Hann kemur meira að segja færandi hendi með arabískt myntute og stærðarinnar sykurkar. „Það hafa komið blaðamenn hingað en ég hef yfirleitt neitað þeim um viðtal," segfr hann alvarlegur. „En þú ert frá íslandi segirðu? Þá er þetta í lagi." Er sjáifur kallaður Ali Baba Það er hálft ár síðan Café Ali Baba og de 40 vandpiber var opnað og þar er stöðugur gestagangur. „Danir eru nýjungagjarnfr. Þeim finnst gaman að prófa eitthvað nýtt og flykkjast þess vegna hingað til að tékka á píp- unum. Eplabragð er vinsælasta bragðið," segir hann og kinkar kolli en einnig er hægt að fá tóbakið með til að mynda appelsínu-, cappu- ccino- eða vínberjabragði. „Við ákváðum að kalla staðinn þessu nafni því ég er oft kallaður Ali Baba í gríni. Við þurftum samt að skeyta einhverju aftan við það því bara hér í næsta nágrenni eru 5-6 staðir sem heita Ali Baba.“ „Hollara" en sígarettur Tóbakið sem notað er í vatnspíp- urnar er venjulegt tóbak blandað ávaxtabragðefnum og ýmist hunangi eða sírópi. Tóbakið er lagt í „höfuð" pípunnar, álpappír breiddur ofan á og glóandi kol loks lögð yfir allt sam- an. Sá misskilningur er mjög út- breiddur að vamspípureykingar séu skaðlausar. „Engar reykingar eru hollar, punktur," segir Ali. „En það er hins Ali samþykkir að sýna mér hvernig maður útbýr pípuna. Fyrst er að velia tóbakið og eplatóbak verður fyrir valinu, enda er það vinsælast. Pf V Vatnspípukóngarnir BræðurnirAli og Ahmed innan viö afgreiðsluborðið á arabíska kaffi- húsinuslnu. vegar hollara, ef svo má að orði kom- ast, að reykja vatnspípu en til að mynda sígarettur. í reyknum er að- eins 0,5% nikótín og engin tjara. Það er heldur ekki ávanabindandi að reykja vatnspípu þar sem fæstir komast yfir að reykja það mikið að nikótínið hafi eitthvað að segja enda er maður um það bil klukkustund að reykja eina pípu. Það geta allir reykt vatnspípu, m.a.s. þeir sem reykja ekki sígarettur. Reykurinn kælist niður og ertir ekki hálsinn eins og annar reykur." Ali segir að ekki megi heldur van- meta félagslegt gildi vamspípa. „Píp- an táknar ró, frið og félagsskap. Kon- ur og menn, ungir og gamlir geta reykt. Hingað kom Dani um daginn sem sagði við mig: „Ali þetta er eini staðurinn þar sem ég sé öll þjóðar- brot Kaupmannahafnar sitja saman í sátt og samlyndi. Egyptar, Danir, Tyrkir, Pakistanar og Arabar."" Reykja fyrir svefninn Annatíminn á kaffihúsi Ali hefst um kl. 22.30. „Dönum finnst gott að reykja fyrir svefninn. Koma hingað til mín, reykja pípu og fara svo heim að sofa. Ég var alltaf með opið til kl. 2 en konan hér á efri hæðinni kvartaði og sendi lögregluna á mig. Eftir það er ég bara með opið til miðnættis." Allt í einu uppgötvar blaðamaður að hann er ekki enn búinn að fá fullt nafn hjá Ali og biður hann að skrifa það á blað fyrir sig. Þegar hann verð- ur við beiðninni kemur þéttvaxinn Líbani með rússahúfu og þykkt yfir- varaskegg arkandi og romsar upp úr sér einhverju sem virðist Vatnspfpur Ali selur egypskar vatnspípur á kaffihúsinu sínu. Þær kosta frá 150 dönskum krónum og upp f500. vera vandlega samantvinnuð blóts- yrði. Ali svarar honum stuttaralega og snýr sér að mér: „Þetta er pabbi. Hann er ekki hrifinn af því að ég sé að gefa þér upp eftirnafn fjölskyld- unnar. Hann heldur að þú getir verið einhvers konar njósnari." Það borgar sig greinilega að vera var um sig þegar maður er í vatns- pípubransanum. Þéttvaxni maður- inn arkar rakleiðis í átt að gömlu kon- unni sem er búin að reykja sem mest hún má í meira en klukkutíma. „Þetta er mamma," segir Ah til útskýringar. „Og yngri bróðir minn," segir hann og nikkar höfðinu í átt að síðhærðum unglingi sem situr við hhð gömlu hjónanna. En það er ekki nokkur leið að fá að taka mynd af fjölskyldunni og skyldi engan undra þar sem ég er grunuð um njósnir. íslendingar sem eiga leið um Kaupmannahöfn mega th með að heimsækja Ah og félaga tíl að sjá herlegheitin með eigin augum - og kannski reykja vamspípu í leið- inni. sigrunosk@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.