Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Page 38
38 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004
Helgarblað bv
Ali Amoushani frá borginni Isfahan kom til fslands árið 1995 frá Bretlandi með eiginkonu sinni
Svanhildi Konráðsddttur sem hann kynntist er þau voru bæði viö nám þar. Isfahan er næst-
stærsta borg frans á miðri verslunarleiðinni milli Teheran og Shiraz. Þetta er mikilvæg verslun-
arborg með mörgum háskólum, þar er glerlist, vefnaður og teppagerð á heimsmælikvarða.
Isfahan var höfuðborg Persa 1625-1749. Ali rekur gallerí Tutu við Síðumúla í Reykjavík.
„Já, ég hef kallað galleríið mitt
Tutu, það er nafn frá Afríku. Hver
þekkir ekki hinn góða, fræga biskup
Desmond Tutu. Ég sel hér meðal
annars húsgögn ffá Afrfku og þar
sem þau eru búin til úr viði sem áður
var notaður í millibita á járnbrautar-
teinum er það líka hljóðið „tutu“ í
lestvmum sem ég hafði í huga.Hvert
einasta borð og hver stóll er búinn til
úr viði sem kominn er frá Suður-
Afríku þannig að ef borðin gætu tal-
að þá fengjum við ýmislegt að heyra.
Þau hafa svo sannarlega ferðast um
langan veg því þegar Bretar réðust í
það að leggja járnbrautir í Suður-
Afríku voru felld tré í Ástralíu til að
þessir millibitar væru nógu sterkir.
Þetta var um 1880. Svo voru þessir
járnbrautarteinar færðir og þá fóru
menn að framleiða húsgögn úr
þessum bitum.
íslenskum börnum ekki
kennd kurteisi
Ég er frá borginni Isfahan sem er
ákaflega söguleg borg úr hinu gamla
ríki Persa. í borginni og umhverfi
hennar búa nú um fimm milljónir
manna og þar eru margir háskólar.
Það má eiginlega segja að í borginni
minni sé ekkert sem minnir á
Reykjavík. Yfirbragðið er austur-
lenskt og þar eru fremstar meðal
fagurra bygginga margar moskur og
Shah-moskan, sú frægasta, um það
bil 400 ára gömul.
Öll börn í fran lesa ævintýri Þús-
und og einnar nætur og það er ekki
erfitt að láta hugann reika og lifa sig
inn í ævintýrin í vissum hlutum
borgar minnar og inni í höllunum
sem enn standa frá fornum tíma.
Skólarnir okkar eru kannski ekki svo
mjög frábrugðnir skólum hér, um
það bil 30 börn í hverjum bekk, en
þar með lýkur því sem líkt er með
okkar skólum og þeim sem hér eru,
því börnin eru allt öðruvísi.
Það er ekki byrjað á því að venja
bömin við almenna hegðun í samfé-
lagi við aðra menn þegar skólaganga
hefst, nei, þau kunna að hegða sér
vel áður en þau byrja í skólanum.
Það þætti í meira lagi undarlegt,
hreinlega skrítið, ef lítið barn kæmi
inn í stofu til fullorðinna án þess að
bjóða góðan dag eða heilsa. Hér
hefur það einhvern veginn gleymst
og er orðin lenska að kenna ekki litl-
um bömum almenna kurteisi. Þetta
er ekki þeim að kenna, fullorðna
fólkið ber jú auðvitað alla ábyrgð,
ekki satt? Heima í íran verður maður
mjög var við að böm sem eiga
erlenda foreldra hegða sér allt öðm-
vísi. Ég er ekki með þessu að segja að
börnin í íran séu kúguð, síður en
svo, þau em bara ákaflega kurteis.
Maður, kýr eða asni?
Samkvæmt hefð lifa kynslóðir
saman. Það er algengt í íran, eins og
var hér áður, að afi og amma búi inni
á heimili sonar eða dóttur og taki þar
með þátt í uppeldi barnanna. Að vísu
er þetta að breytast, enda ömmur
farnar að vinna úti, bara eins og hér.
Ég ólst upp með foreldrum mínum
og fimm systkinum. Ef ég kom í
heimsókn án þess að heilsa var ég
strax spurður hvort ég væri maður
eða kannski kýr eða asni.
Mér var gefið málið og þess
vegna á ég að nota það, nota það vel
og rétt. Það sem ég tók fyrst eftir hér
er að fullorðnir eru líka ókurteisir,
án þess að vera vondir eða leiðinleg-
ir, þetta er bara eins og sagt er, sinn
er siður í landi hverju, en hér er
þetta svona frekar ósiður eins og til
dæmis hegðun fólks í umferðinni.
Hver og einn er einn. Það er svolítið
merkilegt. Þegar ég var lítill var
heimavinnan í skólanum mikil.
Innréttaði Næpuna í pers-
neskum stíl
Tungumálið mitt heitir farsí eða
persneska, allt öðruvísi en það
„Það sem ég tók fyrst eftir hér er aö fullorðn-
ir eru llka ókurteisir, án þess að vera vondir
eða leiðinlegir, þetta er bara eins og sagt er,
sinn er siöur I landi hverju, en hér erþetta
svona frekar ósiður eins og til dæmis hegð-
un fólks íumferðinni
týrum Þúsund og einnar nætur og
hafa hug á að spóka sig í sviðsmynd
ævintýranna."
tungumál sem talað er í írak. Letrið
er eins og arabíska letrið en svo
lærðum við latneskt letur þegar
enskukennsla hófst í kringum 13 ára
aldur. Ég smndaði alla mína skóla-
göngu í Isfahan en lagði svo stund á
arkitektúr í Bretlandi. 1975 fór ég til
Bretlands og það var skemmtilegt og
margir sem ég þekkti fóm þangað
enda nýnæmi því lengi hafði verið
erfitt fyrir stúdenta frá íran að kom-
ast í nám erlendis.
Ég lærði í háskólanum í Canter-
bury og hef svo unnið nokkuð við
mitt fag hérlendis, meðal annars
Landnámsmenn
Elísabet Brekkan
innréttað hina frægu gömlu Næpu í
miðbæ Reykjavíkur, algerlega í pers-
neskum stfl. Ég kynntist konu
minni, Svanhildi Konráðsdótmr,
þegar við vomm í námi í Bretlandi
og við eigum tvo syni, níu og fjög-
urra ára. Ég fagna því eins og aðrir
foreldrar að þessu langa og tilgangs-
lausa verkfalli er lokið. í mínum
huga er það skandall hvernig stjórn-
völd snéra sér í þessu máli. Virðing
fyrir börnum er ekki nógu mikil. Það
er hluti af virðingunni að kenna
þeim kurteisi þannig að þau beri
virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.
40 stig á sumrin - 20 stiga
frost á veturna
Við fjölskyldan förum stundum
til Isfahan en það ferðalag er ekkert
svo mjög flókið. Fyrst fljúgum við til
Kaupmannahafnar eða einhverrar
annarrar borgar í Evrópu og síðan
beint til Teheran en þaðan em 400
kflómetrar til borgarinnar minnar.
Annað hvort fljúgum við eða tökum
lest eða rútu.
í Isfahan eru mjög skýrar árstíð-
ir, sumar, vetur, vor og haust. Á
sumrin fer hitinn oft upp í 40 stig og
á veturna getur kuldinn bitið
hressilega þegar frostið nær tuttugu
gráðum. Það er auðvitað ekki mikið
um að ferðamenn héðan fari þang-
að, enda er búið að byggja upp
hræðslu hjá vesturlandabúum.
Hræðslu við friðsama múslima, en
eitt er víst að borgin er svo sannar-
lega þess virði að heimsækja, ekki
síst fyrir þá sem lesið hafa þýðingu
Steingríms Thorsteinssonar á ævin-
Skoðaðu bílana í smáauglýsingum DV og Fréttablaðsins.
Skoðaðu bílana á www.brimborg.is. Komdu í Brimborg Reykjavík, Akureyri.
' *rv #
/T
'S—
bnmborg
Öruggur stadur til að vera á
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut5, sími 462 2700 | Brimborg Reykjanesbæ: Njarðarbraut 3, sími 422 7500 | www.brimborg.is