Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Síða 48
48 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 Helgarblað DV Þetta er alveg rétt. Þegar ég var að byrja 1974 í útgáfunni var eitt- hvað um þetta. Til dæmis í Punkt- ur, punktur, komma, strik eftir Pétur Gunnarsson sem Gylfi Gíslason mynd- skreytti. En þetta hefur einhvem veginn alveg fallið niður. Ég verð að játa að ég hef enga skýringu á þessu," segir Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi. Jóhann Páll er þama að tala um myndskreyúngar í bækur sem miðaðar em við fullorðna. Listgreinin hefúr nánast dáið út hér á landi þótt hún lifi reyndar góðu lífi í bamabókum - þykir reyndar ómissandi þáttur þar. Fullyrða má að góðar myndskreytingar geta stutt dyggilega við söguefnið og sem dæmi má nefha þá húrra snjallar teikningar Jóseps Lada lesandanum inn í hinn ótrúlega söguheim sem Jaroslav Hasek hefúr skapað með sögum sínum af ævintýrum góða dátans Svejk. Full ástæða til að bæta úr Jóhann Páil segir þetta einhvem veginn hafa fallið niður hér á landi. „Ég verð að játa að ég hef engar skýringar á því. Vel má vera að kostnaðurinn hafi einhver áhrif í þessu sambandi en í mínu tilfelli er það ekki úrslitaatriði. Miklu fremur athugunarleysi." Myndskreytingar í bækur em sérfag og byggjast á mikilli kúnst. Þær þurfa að bæta einhverju við textann en þó tengj- ast honum - ríma við innviði bókar- innar en geta staðið á eigin fótum. „Við eigum svo flinka myndlistarmenn að Jóhann Páll Valdlmarsson Segir kostnaðinn við mynd- skreytingu bóka ekki úrslitaatriði hvað hann varðar heldur fyrst og fremst athugunarleysi. Myndskreyting í bækur er listgrein sem ekki er gefinn mikill gaumur. Þrátt fyrir að sjálf handritin séu oft ríkulega mynd- skreytt og gefi mikilvægar vísbendingar um íslenska miðalda- list, hefur þessi grein nánast dáið út þegar bækur „fyrir fullorðna“ eru annars vegar. Hins vegar þykja mynskreytingar ómissandi i barna- bókum. það er í raun engin afsökun fyrir að myndskreyta bækur ekki. Ég hef ákaf- lega gaman af vandaðri bókagerð og þetta má heita holl áminning. Það er full ástæða tíl að bæta úr þessu hvað ís- lenskan skáldskap varðar. Engin ástæða til að gera það ekki og þetta tíðkast í útlöndum. Þannig er Don Kíkótí ríku- lega myndskreytt bók, Moby Dick sem kemur út á næsta ári verður það sem og Frankenstein." Myndskreytingar í bamabókum em svo heill heimur út af fyrir sig og virðist óaðskiljanlegur Jilutí þeirra. Hins vegar stendur kostnaðurinn við það oft í út- gefendum. Og einn af virtari og duglegri myndskreyturum landsins, Halldór Baldursson, segir að þar sé nánast um sjálfboðavinnu að ræða sem byggir á heiðrinum. Höfundur og myndlistar- maðurinn skipta á milli sfn höfundar- launum. Þröngsýni innbyggð í markaðinn „Það er hefð fyrir því að bamabækur séu ódýrari en bækur fýrir fullorðna þrátt fyrir að kostnaður við barnabóka- gerð sé mun meiri en við bækur fyrir fullorðna. Allt fyrir böm á að vera miklu ódýrara. Þetta er krafa markaðarins og einkennir hugsunarhátt íslenskra bóka- kaupenda," segir Jóhann Páll. Þetta stendur metnaðarfullri bamabókaút- gáfu fyrir þrifum. Útgefandinn segir þessu öfugt farið í Bretlandi þar sem barnabækur geta þess vegna kostað meira en bækur fyrir fullorðna enda er þar lagt í gríðarlegan kostnað og mikinn memað í bamabókaútgáfu. „Enda er það svo þar að slíkar bækur em ekki einskorðaðar við böm heldur ætlaðar fyrir alla fjölskylduna. Hér væm slíkar bækur kallaðar bamabækur. Allt er í mjög þröngum skúffum hér á landi og mikil skilgreining. Ef maður segði að bækur væm fýrir alla væri á hreinu að þú seldir engum bókina. Þú verður að segja: þessi bók er fýrir 5 til 10 ára. Sú bók er dauðadæmd sem ekki er kirfilega flokkuð. Þetta er súr staðreynd." Jóhann Páll segir myndlistarhefð íslendinga vanþróaða þrátt fyrir hand- ritin. Að ekki sé minnst á ljósmyndir sem em viðurkennd listgrein erlendis. Skýr höfundareinkenni Úr myndskreytingum Þórarins við H.C. Andersen. Mynd- skreyting verður að bæta einhverju við frásögnina. Listhefð hjá Islendingum er vanþró- uð. Þrátt fyrir handritín. „Á Islandi er krafa á texta. Ef þú ert að gefa út myndabækur þarftu að skreyta bæk- umar með texta." Fullorðnir og myndir eins og olía og vatn „Það er eins og ekki komi til greina að myndskreyta bækur sem em ætlaðar eldri en tíu ára. Um leið og talað er um bækur fyrir unglinga þá breytast teikn- ingamar í Iitlar, svart-hvítar vignettur. Og svo hverfa þær," segir Halldór Bald- ursson sem er einn ffemstí og afkasta- mestí myndskreytir landins. Hann segir í raun engin rök haldbær spurður um skýringar á þessari stöðu. En það sé líkt því að myndir og fúllorðnir séu nokkuð sem alls ekki eigi saman. „Einu bækumar sem em mynd- skreyttar em fræðslubækur, að því er virðist af illri nauðsyn. Ekki er hægt að sýna tiltekin atriði öðmvísi en með mynd." Halldór telur þetta athugunarleysi, fullorðið fólk fari á myndlistarsýningar Myndskreyting f ís- iensku handriti Myndir i bækur ætl- aðar fullorðnum hafa horfið þrátt fyrir að handritin frá söguöld séu oft rikulega 'jmyndskreytt. Góði dátinn Svejk Meistaralegar teikn ingarJóseps Lada húrra lesandanum inn i söguheiminn. Sjalgæfar myndir f „fuilorðinsbókum" Ein fárra myndskreytinga sem gerð hefur verið i fullorðinsbók á íslandi i seinni tíð, í Hundrað nætur i Kaupmannahöfn eftir Björn Th. Björnsson. Litla stúlkan Ein fjölmargra mynda sem Þórarinn teiknaði sem myndskeytingu vlð klass- ísk ævintýri H.C. Andersen. Hugmyndaflug Anna Cynthia segir að það geti verið háskalegt að eiga um ofvið hug- myndaflug lesandans með myndskreytingum. Hér er myndskreyting eftir Önnu við bibliu fyrir börn og hefur hún farið víða um heim. Stffari rammi Úti i hinum stóra heimi tiðkast meiri ritstjórn en hér heima og myndskreytum skor- inn þrengri rammi. Héreráður óbirt mynd frá Önnu sem hún er að gera fyrir Marks & Spenser. Þýtur f laufi Anna Cynthia mynd- skreytti snilldar- verkið Wind in the Willows sem kom út hjá Parragon og Marks & Spencer i Bret- landi á dögunum. v 1II lljj ^ 1] llllljpw 1- M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.