Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Side 52
52 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 Helgarblaö DV The Tailor ofPanama (2001) DrowningMona (2000) Virus (1999) Halloween H20:20 Years Later (1998) Homegrown (1998) Fierce Creatures (1997) House Arrest (1996) Myndir lamie Christmas with the Kranks (2004) Freaky Friday (2003) Á níunda áratugnum lék Jamie Lee Curtis í íjölda hryllingsmynda og virtist ætla aö festast í hlutverki öskrandi unglingsstúlku. Hún var auk þess á hraðri niðurleiö í áfengis- og kókaínneyslu. Jamie náði sér á strik, fékk önnur og betri hlutverk og varð eitt af kyntáknum áratugarins. Á þeim tíunda fylgdu margar vinsælar myndir og síðar hefur hún selt milljónir eintaka af barnabókum sínum. j j j j J'amie Lee Curtís fæddist í Los Angeles 22. nóvember 1958, annað bam stjömuparsins Janet igh og Tony Curtís. Vandamálin í fjölskyldunni vom öllum ljós, drykkja Tonys var fræg og hjóna- bandið var rústir einar um það leytí sem Jamie fæddist. Þau skildu þegar Jamie var þriggja ára og Janet leitaði strax að einhveiju öryggi fyrir sig og böm sfn. Sama ár giftist hún verð- bréfamiðlaranum Robert Brandt og fluttist frá látunum og glamúrnum út í útverfi LA. Og þar flengdist hin unga Jamie og sýndi fá merki um það sem koma skyldi. Ömurleg táningsár Hún var ekki góður námsmaður, ekki falleg og öfund vegna foreldra hennar gerðu hana allt annað en vinsæla. Hún gerði í því að láta ekki líta svo út að hún væri dekruð, neit- aði að ganga í fi'nu fötunmn sem keypt vom handa henni en valdi sér hálfgerðar dmslur þess í stað. Lífið í LA gerði ekkert annað en að versna þar til Jamie var 16 ára þegar móðir hennar sendi hana austur á bóginn í annan skóla. Hún útskrifaðist 1976 og var orðin spennt fyrir því að feta í fótspor foreldra sinna. Móðir henn- ar tók það aftur á mótí ekki í mál, vildi að hún menntaði sig fyrst. Jamie entíst þó ekki nema eina önn í háskóla og fór þá að leita sér að hlutverkum. Það var þó ekki auðvelt, sérstak- lega fyrir 18 ára stelpu. Fyrir rest fékk hún þó tækifæri. Jamie fór í pmfu fyrir sjónvarpsþættína The Nancy Drew Mysteries. Henni var hafnað en ffamleiðendumir sáu eitthvað í henni og buðu henni Jflut- verk í annarri sjónvarpsþáttaseríu, Operatíon Pettícoat. Jamie var sparkað eftir einn vetur í þáttunum og þá nældi hún sér í lítil Jflutverk í þáttum á borð við Charlie’s Angels og The Love Boat. Áður en þetta gerðist fékk hún þó mikilvægasta símtahð sem hún hefur fengið um ævina. Það var frá leikstjóranum John Carpenter sem var að undir- búa hrylfingsmynd í anda Psycho sem átti að kaUast HaUoween. Og þannig fékk hún þekktasta Iflutverk sitt, Laurie Strode. Næstum því föst í hryllings- myndum Eins og kunnugt er sló HaU- oween eftirminnilega í gegn. Mynd- in var tekin upp á 21 degi og kostaði 300 þúsund doUara í framleiðslu. Gróðinn af myndinni var hreint ótrúlegur því hún tók inn 47 mfllj- ónir doUara, hæsta gróða af óháðri kvikmynd í sögunni. „HaUoween var stökkpaUur fyrir mig í skemmtana- bransanum," segir Jamie sjálf. Hún var strax meðvituð um að hún mættí ekki festast í að leika í hryllings- myndum. Næstu árin gekk það flla, hún fékk bara Jflutverk í hryilings- myndum. Jamie lék í The Fog sem Carpent- er leikstýrði og svo í Prom Night, einni af skárri HaUoween-eftír- hermumyndunum. Síðan voru það fleiri morðingjar með grímur í Terr- or Train. AUar voru þessar myndir frumsýndar árið 1980 og Jamie var útnefnd drottning öskranna. Hún ákvað að kveðja heim hroUvekjanna með HaUoween II og tók næst að sér hlutverk í sjónvarpsmyndinni She’s In The Army Now á mótí Melanie Griffith. Því næst var það Jflutverk Playboy-fyrirsætu sem myrt er af eiginmanni sínum í Death of a Centrefold, þá Road Games á mótí Stacey Keach og svo lék hún vænd- iskonu í Money On The Side. Það kom sér vel fyrir fyrstu stórmyndina sem hún lék í en það var Trading Places á móti Eddie Murphy og Dan Aykroyd. Trading Places er frábær gamanmynd þar sem Aykroyd leik- ur velstæðan viðskiptajöfur sem sendur er í ræsið af ríkum bræðrum sem veðja um það hvort götubetlar- inn sem Murphy leikur getí tekið við hlutverki hans. Jamie Lee Curtís er í hlutverki vændiskonu sem verður eini vinur Aykroyds. Hún þótti standa sig vel og fékk nýtt viður- nefni eftir að hún sýndi á sér brjóst- in í myndinni. Myndbandstæki voru orðin almenn og Jamie var upp- nefnd „pásutakkinn”. Kyntákn á níunda áratugnum Jamie Lee gekk vel og það átti sömuleiðis við í einkalífinu. Hún hafði verið á föstu með Adam Ant í níu mánuði en var nú trúlofuð fram- leiðandanum J. Michael Riva, ömmubarni Marlene Dietrich. Það samband entist þó ekki því Jamie var dugleg í drykkju og kókaíni. Hún náði sér fljótt á strik aftur og hættí í neyslu. Jamie nældi sér því næst í Cristopher Guest sem lék í Saturday Night Live og This is Spinal Tap. Fjórum mánuðum eftír að þau hitt- ust voru þau gift og fljótleg ætt- leiddu þau tvö böm, Annie og Thomas. Jamie var svo ánægð með að losna úr neyslunni að hún fékk föður sinn tfl að hætta líka. Jamie var svo upptekin af að ná sér í áhugaverð hlutverk að hún áttí ekki eftír að leika í vinsælli mynd næstu fimm árin. Á þessum tíma náði hún sér þó í enn eitt viðurnefn- ið. Það var þegar hún lék í Perfect á móti Jolrn Travolta, hún var í Jflut- verki líkamsræktarþjálfara og varð í kjölfarið eitt af kyntáknum níunda áratugarins. Viðumefiflð var Lflcam- inn, hvorki meira né minna. Hlutimir fóm ekki að gerast hjá Jamie fýrr en 1988 þegar hún lék í A Fish Called Wanda. Myndin sló í gegn og Jamie var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna. Hún sannfærðist um ágætí sitt sem gam- anleikkona og gerði prufuþátt fyrir gamanþáttaröðina Anything but Love. Þáttaröðin gekk í þrjú ár og Jamie hlaut Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn. Golden Globe-verðlaun og metsölurithöfundur Árið 1991 kom annar stórsmell- ur; My Girl á móti Dan Aykroyd. Þremur ámm síðar var gerð fram- haldsmynd af My Girl en í millitíð- inni lék Jamie í Forever Young á mótí Mel Gibson. Svo lék hún á mótí Halloween: Resurrection (2002) Daddy and Them (2001) TrueLies (1994) Mother's Boys (1994) MyGirl2(1994) Forever Young (1992) My Girl (1991) Queens Logic(1991) Blue Steel (1990) A Fish Called Wanda (1988) Dominick and Eugene (1988) Amazing Grace and Chuck (1987) A Man in Love (1987) Welcome Home (1986) Perfect (1985) Grandview, U.S.A. (1984) Love Letters (1984) Trading Places (1983) Halloween 11(1981) Roadgames (1981) Terror Train (1980). Prom Night (1980) TheFog(1980) Halloween (1978) Með mömmu Leikkonan fræga Janet Leigh ásamt dóttur sinni, Jamie Lee Curtis. Janet var fræg fyrir hiutverk sitt í Psycho og Jamie fylgdi f fótspor hennar meö nokkrum Halloween- myndum. Erfðamál; Jóhannesar Kjarval listmálara. www.kjarval.blogspot.com sjálfum Arnold Schwarzenegger í Tme Lies. Arnie er njósnari en fjöl- skylda hans veit ekkert um það. Jamie lék eiginkonu hans sem flæk- ist í njósnastörfin og verður á end- anum njósnari við hlið eiginmanns- ins. Myndin varð afar vinsæl og Jamie fékk önnur Golden Globe- verðlaun. Jamie sýndi á sér nýja hhð þegar hún fór að skrifa bamabækur. Bæk- tu hennar hafa slegið í gegn, ein seldist í rúmum 750 þúsund eintök- rnn og önnur var í meira en 30 vikur á metsölulista í New York. Hún náði sér í fimmtu Golden Globe-tfl- nefiflnguna fyrir The Heidi Chronicles og hittí aftur fyrir A Fish Called Wanda liðið í Fierce Creatures. Jamie nældi sér svo í ólík- legan títfl árið 1996. Faðir eiginmanns hennar lést þá og hún varð barónessa á Englandi, en eiginmaður- inn tók sætí í lávarða- defldinni. Getur ekki hætt í Halloween Gamla öskurdrottn- ingin sneri aftur í 20 ára afmælisútgáfu Hall- oween, H20, og varð hún mörgum að óvörum mjög vinsæl. Hún var svo feng- in tfl að koma ffam í 30 sekúndur í Halloween: Resurrectíon en fflaði hlutverkið svo vel að það var stækkað tfl muna og varð hálfgerð miðja myndarinnar. Jamie Lee fékk þijár milljónir dollara fyrir hlutverk sitt, aðeins hærri upp- hæð en fyrir upprunalegu HaU- oween-myndina sem hún fékk átta þúsund dollara fyrir. Jamie Lee leikur í Christmas with the Kranks sem nú er sýnd í íslenskum kvikmynda- húsum. Á næstunni vonast margir eftir því að fram- haldsmynd True Lies verði gerð en pólitískur ferill Schwarzeneggers gætí komið í veg fýrir það. Hvað sem því h'ðm virðist Jamie Lee Curtís ætla að hafa það gott í ffamtíðinni. hdm@dv.is Jamle Lee Curtis Sló ígegn íbyrj- un nfunda áratugarins f nokkrum hryllingsmyndum og virtistætla að festast f þess konar kvikmyndum. Hún náði þóað koma sér útúr þvi og hefur sfðan gert það gott, bæði I spennu- og gamanmyndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.