Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Page 78
78 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004
Síðast en ekki síst DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
GunnarSmári Egilsson
Ritstjóran
lllugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjóri:
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlið 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýslng-
an auglysingar@dv.is. - Drelfing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hvað veist þú um
píramída
1. í hvaða landi eru
stærstu píramídamir?
2. Hvað kallast
sá allra stærsti og hvað er
hann hár?
3. Hvað kallast sú gerð af
jfeamídum sem algengust
var í Mesópótamíu sem nú
er frak?
4. Hvar annars staðar í ver-
öldinni byggðu menn líka
píramída?
5. Fyrir framan hvaða lista-
safn er nú píramídi úr gleri?
Svör neðst á síðunni
Sannlega segi ég...
.. .yður: Allt verður mann-
anna börnum fyrirgefið, all-
ar syndir þeirra og lastmæl-
in, hve mjög sem þeir
f?hnna að lastmæla, en sá
sem lastmælir gegn heilög-
um anda, fær eigi fyrirgefn-
ingu um aldur, hann er
sekur um eih'fa synd
Sörur
Um þessar mundir er að hefjast
smdkökubakstur fyrirjólin og
meðal vinsælla sorta eru svo-
nefndar Sörur sem þykja ein-
stakt góðgæti. Þær heita eftir
Hvönsku leikkonunni Söru Bern-
hardtsem fæddist
1844 og hét réttu
nafni Rosine Barnard.
Hún varð áhrifamikii persóna I
frönsku leikhúsllfi og lék titil-
hlutverkið ( Hamiet þegar hún
var 55 ára. Hún lést árið 1923.
Málið
Svörviö spurningum:
1. Egyptalandi - 2. Keóps-píramídinn, um
146 metrar (eins og tvöfaldur Hallgríms-
kirkjuturn) - 3. Stalla-píramídar - 4. (Mið-
fsferiku og Mexíkó fyrir daga Kólumbusar
- 5. Louvre-safnið í París.
Góðverkabisness
Gdðverk eru orðin mikil atvinnugrein,
þar sem sérfrdðir aðilar á ýmsum
pdstum, svo sem söngvarar og skipu-
leggjendur, svo og trúnaðarmenn minni-
máttarhdpa, taka saman höndum um að
búa til viðburð, sem fær almenning til að
leggja fram fé, er rennur í meira mæli til að-
standenda en til minnimáttarhópa.
Aðferðin varð fræg, þegar DV sagði mn
daginn frá fáránlegri 1,7 milljón króna
greiðslu tii eins söngvara og annarri óskýr-
anlegri meðferð fjármuna í síðasta viðburði
af þessu tagi. Ruddaleg framkoma söngvar-
ans í fjölmiðlum hefur síðan bætt gráu ofan
á svart, þannig að siðleysið er öllum ljóst.
Þar fór tvennt saman, óbeizlað dóm-
greindarleysi og óbeizluð frekja, svo sem
landsmenn hafa getað lesið í dagblöðum og
horft á í sjónvarpi, þar sem dónaskapur
hans fór hamförum. Þar fengu menn inn-
sýn í hugarfar, sem aðrir málsaðilar hafa
reynt að leyna með silkimjúku tali og helgi-
slepjusvip.
Rök málsaðila hafa verið einföld. Þeir
segja efnislega: Við erum í góðverkum og
haldiö þið kjafti, sveitalubbar. Að baki ligg-
ur sú staðreynd, að skipuleggjandi atburð-
arins getur enga máiefnaiega grein gert fýr-
ir fjárstreymi hans. Ljóst er þó, að minni-
hluti teknanna rann til minnimáttarhóps-
ins.
Enginn skyni borinn maður trúir skipu-
leggjandanum, þegar hann setur upp helgi-
slepjusvip og segist vera annálaður dýrling-
•ur, sem menn eigi að treysta til góðra verka.
Menn vUja bara skjölin a borðið, svo að ljóst
verði, hvemig og hvert fjármunir runnu,
hversu stórtæk græðgin var í raun.
Verstur er hluti trúnaðarmanna minni-
máttarhópsins, sem bera blak af atvinnu-
mönnum peningadæmisins samkvæmt
spakmælinu um að tilgangurinn helgi með-
alið og neita um leið að taka þátt í að upp-
lýsa fjárstreymið. Þeir hafa því miður lent í
skrítnum félagsskap fagmanna og vilja ekki
viðurkenna það.
Erlendis hafa menn aldagamla reynslu
af, að oft er ekki allt sem sýnist á góðverka-
markaði. Sögur Charles Dickens frá London
og Túskildingsóperan sýna okkur ýmislegt í
aðferðum fyni alda og fyrri áratuga. Fyrr og
síðar hafa fagmenn reynt að fela sig á bak
við samúð við minnimáttarhópa.
Ætli menn geti ekki verið sammála um,
að hér eftir muni almenningur fá að vita
um, hvemig sé í peningapottinn búið, þegar
ætlazt er tll, að hann leggi fé af mörkum til
góðra mála. Það dugir ekki til lengdar að fá
fólk til að láta fé í ótilgreinda hít, þar sem
atvinnumenn hrifsa mikinn hluta.
Samfélagið verður að viðurkenna, að
sjónhverfingar eru hluti af nútímabisness,
og átta sig á, að oft er ekki allt sem sýnist,
jafnvel þveröfugt. Krafan um gegnsæi gUdir
hér.
Jónas Kristjánsson
Ikvöld ætla ég á tónleika með
ensku rokkhljómsveitinni
Stranglers. Ég hlakka töluvert til en
verð líka að segja að ég kvíði örlítið
fyrir. Því á þeim fyrri Stranglers-tón-
leikum sem ég hef farið á fékk ég
einhverja þá mögnuðustu gæsahúð
sem ég hef upplifað um ævina. Og á
einhvern veginn síður von á að það
endurtaki sig nú, tuttugu og sex
árum síðar.
etta var vorkvöld árið 1978. Að
sumu leyti er voðalega langt síð-
an en að sumu leyti er eins og það
hafi verið í gær. Tíminn og minnið
eru endalaus yrkisefni listamanna
en samt hef ég aldrei lesið bók né
séð bíómynd eða leikrit sem gefur
sannfærandi mynd af þessum fyrir-
bærum; hvernig þau teygjast og tog-
ast og skreppa saman og hverfa og
endurlífgast einhvers staðar annars
staðar löngu seinna eða var það
núna sem það mun gerast í fjarlægri
framtíð? Ég get alla vega kallað ná-
kvæmlega fram í huganum tilfinn-
lllugi Jökulsson
ætiar á Stranglers f
kvöld en kvíðirsvolítið
fyrir.
Fyrst og síðast
inguna þegar ég stóð á gólfinu í kol-
dimmri Laugardaishöllinni og beið
eftir að Stranglers byrjuðu að spila,
loftið beinlínis titraði, æsingur vax-
andi í manneskjunum allt í kringum
mig sem voru samt ekki annað en
gjammandi eirðarlausar þústir í
dimmunni ... ég man hverja hreyf-
ingu í þessum tíma og þessu rúmi,
ekki samt út af þessum andartökum
heldur út af þeim sekúndum sem á
eftir fylgdu.
Þegar allt í einu heyrðust í niða-
myrkrinu, án þess maður hefði
haft minnsta grun um að Stranglers
væru komnir á svið, en allt í einu
heyrðust fyrstu tónarnir í laginu
(Get a) Grip (On Yourself). Dave
Greenfield á hljómborð:
Dú ... dú ... dú ... dú ...
Og á fimmta tóni hrikaleg bassa-
nóta - rumm, rumm, rumm, rumm
... skriðdrekabassi af því tagi sem
enginn hefur hvorki fyrr né síðar
spilað á nema Jean Jacques Burnel.
Um leið voru ljósin kveikt. Þarna
voru þeir komnir allir fjórir og eins
og löngu byrjaðir á laginu og hefðu
alltaf verið þarna þegar mannfjöld-
inn tók við sér á þessum örfáu sek-
úndum; það skall á hverju brjósti
flóðbylgja sem þrýsti manni í átt að
sviðinu, nei, hún reis í hverju brjósti,
undan þessum þunga bassatakti:
taktu þér tak.
Og tónleikarnir voru farnir af stað
af fullum krafti. Næsta klukkutím-
ann, eða tvo, var maður partur af
drununum sem bárust af sviðinu.
Og um leið hinum hinum einkenni-
lega Ijóðrænu melódíum sem jafn-
vel þá voru ekki síður einkennis-
merki Stranglers en hráa rokkið.
Allt þetta var eins og gerst hefði í
gær. Eða jafhvel í einhverju óút-
skýranlegu núi sem allar áhrifa-
mestu minningar manns búa alltaf í.
Og þó var hann um leið einhver
allt annar maður en ég, þessi piltur
sem beið þarna í myrkrinu og fann
gæsahúðina hríslast svo um sig þeg-
ar upphafstónarnir hljómuðu.
Arin, skiljiði, árin.
Eftir á að hyggja hef ég iðulega
reynt að finna merkingu í því að
þessa frábæru tónleika - þar sem ég
upplifði hin þungu högg rokksins
meir og betur og dýpra en í nokkurt
annað sldpti, að minnsta kosti þang-
að til ég fór löngu seinna á Ramm-
stein, þar sem krafturinn var raunar
ennþá meiri, en ég var sjálfur orðinn
veraldarvanari og áhrifin þess vegna
þrátt fyrir allt ekki jafn gagnger ...
sem sagt, eftir á að hyggja hef ég
alltaf reynt að finna merkingu í því
að þessa tónleika fór ég á að kvöldi
jarðarfarardags föður míns.
Því hann hafði verið til moldar
borinn undir sálmalögum fyrr um
daginn.
Hlýtur ekki - hef ég oft hugsað -
að vera einhver merking í því
að ég skuli hafa farið á pönktón-
leika að kvöldi þessa dags? Sýnir
það ekki kaldlyndi, jafnvel tilfinn-
ingaleysi, sem ég þarf að horfast í
augu við? Eða sýnir það æðruleysi?
Þá vitneskju unglingsins að þrátt
fyrir allt yrði lífið að halda áfram?
Verð ég ekki að kafa til botns, brjóta
sjálfan mig til mergjar, komast að
sannleikanum.
Ég veit það ekki. Satt að segja
held ég helst að það sé engin sér-
stök merking í þessu fólgin. Nema
hvað, það var augljóslega sjaldgæf-
ur stórviðburður að Stranglers
kæmu til landsins og engin ástæða
til að sleppa því að mæta, þótt
svona stæði á.
Eitt er þó kannski merkilegt við
þessa staðreynd, nú þegar
Stranglers eru komnir aftur. Þegar
karl faðir minn dó og var jarðsettur
þennan dag þegar Hugh Cornwell
og strákarnir spiluðu um kvöldið -
þá var hann nákvæmlega jafn
gamall og ég er núna. Og núna
þegar þeir taka væntanJega Get a
Grip öðru sinni á íslandi, þá ætla
ég að mæta ásamt dóttur minni
sem er núna næstum jafn gömul
og ég var þá.
í þessu Jilýtur þó altént að vera
fólgin einhver ljóðræn merking, er
það ekki?