Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Page 3
DV Fyrst og fremst
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 3
Réðust að blaðamanni
Hér sést röð æstra gæsa
stefna að myndavélinni.
Það var stemning á tjöminni í Reykjavík í gær. Gæsir, endur,
álftir og dúfur vögguðu um í stómm hópum. Kannski var það
síversnandi veðrið þennan rólega mánudag sem olli því að
endurnar ákváðu að flýja tjörnina og skella sér út á lífið. Og
stilla sér upp fyrir myndavélina eins og alvörumódel.
Nema að alvörumódel bíta ekki í hendur þeirra sem taka af
þeim myndir.
Á myndinni hér fyrir ofan sést ein gæsin leggja til atlögu.
Kannski mislíkar henni athygli blaðamannsins? Kannski er
þetta bara ein af þessum árásargæsum? Hvort sem er þá er hún
ekki ein. Fyrir aftan hana býr önnur gæs sig undir að taka þátt í
stríðinu.
Stríðinu gegn myndavélinni sem festir þær á filmu.
Blaðamaður slapp ómeiddur. Eftir smástund virtust gæsirn-
ar fá leið á leiknum. Vögguðu rólega sína leið og blönduðu geði
við aðra í hópnum.
Og það var ekki laust við öfund. Meðan skjálfandi puttar leit-
uðu að takkanum til að smella af einni mynd í viðbót var eins
og gæsimar brostu. Ekki var þeim kalt þennan grámóskulega
mánudag. Þeim virtist bara Kða vel. Og höfðu ekkert samvisku-
bit þrátt fyrir fólskulega árás stuttu áður.
Það var því ekki laust við biturleika þegar tók að dimma og
tjörnin var kvödd. Gæsimar höfðu unnið ormstuna. En stríðið
er langt frá því að vera búið.
Spurning dagsins
Hversu miklu eyðirðu í jólagjafir?
Fimmtán þúsundkall
og dýrast í konuna
„Ég veit það ekki? Svona fimmtán,
tuttugu þúsund kalli, sjálfsagt. Það
þarf nú vart að taka það fram að mín
heittelskaða fær þá dýmstu og nátt-
úrulega litli kallinn, sonur minn, líka.“
Baldur Beck vélamaður.
„Afþví að ég á orðið kærustu þá
eyði ég svona
fimmtíuþúsund
kalli. Efekki
væri fyrir þessa
prinsessu þá
myndi ég taka
tíuþúsundkall
með mérí Ótrú-
legu búðina, svo myndi ég koma
við á bensinstöð og kaupa tvist-
poka handa vinum mínum og
gefa þeim undir þvíyfirskini að
þar sé einn mjúkur á ferðinni. “
Andri Viðarsson
útvarpsmaður.
„Það ersvona tuttugu þúsund
kall.Ætli fóstur-
sonurinn fái
ekki dýrustu
gjöfina, ég og
konan kaupum
okkur frekar
eitthvað saman
til heimilisins,
svona í tilefni afþví að maður er
orðinn svona ráðsetturog full-
orðinn."
Thorberg Einarsson,
sjómaður í fæðingarorlofi.
„Ég fór til Boston fyrir svona
tveimur vikum og því held ég að
ég hafí náð að
eyða iægri
upphæð íjóla-
gjafirnúna,
þökk sé dollar-
anum.Annars
held ég að
kærastinn fái dýrustu jólagjöfma
núna eins og alltaf. Það er alla
vega mestur tími sem fer í að
fínna upp á einhverri góðri og
sniðugri handa honum."
Ragnhildur Steinunn Jóns-
dóttir, dagskrárgerðarkona
hjá RÚV.
„Ég hugsa að
ég eyði svona
tíu þúsund kalli
íjólagjafírþessi
jólin.Ætli bróð-
irminn fái ekki
dýrustu jóla-
gjöfína þetta árið. Ég reyni nú
yfírleitt að sleppa nokkuð ódýrt
frá jólagjafakaupunum og það
verður eins í ár."
Eva María Hilmarsdóttir
frönskunemi.
Dæmi eru um að fólk eyði fleiri hundruðum þúsunda íjólagjafir.
I eina sæng
Sameinuðu þjóðirnar þreytast ekki á að taka saman lista um hvaðeina sem
manninn varðar. Á einum slíkum er að finna lista yfir þær tíu þjóðir í veröld-
inni sem skara fram úr í giftingum á ári.
Fjöldi
Þjóðir giftinga á ári
1 .Bandaríkin
2. Bangladesh
3. Rússland
4Japan
2.244.000
1.181.000
911.162
784.595
5.Brasilia 734.045
ó.Mexíkó 704.456
7.Eþíópía 630.290
8.íran 511.277
9.Egyptaland 493.787
lO.Tyrkland
304.800
ÞAÐ ER STAÐREYND..
... að Katrín
af Medici var
fyrst kvenna
í Evrópu til
að nota tó-
bak. Hún tók
nefnið.
irinn & útlendingastjórinn
Þeir Halldór Guðmundsson og Georg Kr. Ldrusson eru systkina-
börn. Halldór er sonur hjónanna Örbrúnar Halldórsdóttur og
Guðmundar Georgssonar læknis. Guðmundur er bróðir Sigur-
veigar, móður Georgs. Faðir Georgs er Lárus Þorvaldur Guð- ý~ <
mundsson, fyrrverandi prófastur, sem þjónaði lengi vel I Holti i
Önundarfírði. Halldór var forstjóri Máls og menningar og Eddu
en Georg er forstjóri Útlendingastofnunar. Áður var hann
|H sýslumaður og um skeið lögreglustjóri í Reykjavik.
Geymslu-
h og dekkjahillur
www.isold.is
í bílskúrinn, geymsluna,
heimilið og fyrirtækið
Þessar hillur geta allir sett
saman. Skrúfufrítt og
smellt saman.
kr.7.700.-
viðbótareining kr. 5.586.-
ehf.
Nethyl3-3a -110 Reykjavík
Sími 5353600- Fax 5673609