Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Síða 16
7 6 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 Fréttir DV Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur / a on Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefhdar Reykjavíkur, Sólvallagötu 48 í dag, 14. des., á morgun, 15. des og á flmmtu- dag, 16. des. milli kl. 14 og 17. Einnig verður jólaúthlutun mánudaginn 20. des. og þriðjudaginn 21. des. á sama tíma. Svarað verður f síma 551 4349 sömu daga milii kl. 11 og 16 og tekið á móti varningi og gjöfum í húsnæði nefndarinnar við Sólvallagötu. Bygg- ist úthlutun Mæðrastyrksnefndar mest á því sem einstaklingar og fyrir- tæki gefa. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur var stofnuð árið 1928 og er nú starfrækt af 8 kvenfélögum í Reykjavík og vinna þrír fulltrúar frá hverju félagi sjálfboðastörf á vegum nefhdarinnar. í hverri viku fá að meðaltali 110 fjölskyldur föt og mat. Fyrir jól óska fleiri eftir aðstoð og í des- ember í fyrra fengu um 1.700 fjölskyld- ur úthlutun. er heldur ekki hægt að biðjast fyrir- gefningar án þess að sýna vilja til breytinga. Erfitt að fyrirgefa Að geta fyrirgefið er eitt það besta sem við mennimir eigum til í okkur. En oft reynist okkur sem sagt erfitt að fyrirgefa. Við eigum líka erfitt með að fyrirgefa okkur sjálfum og refsum okkur jafhvel alla ævi fyrir einhver mistök sem við gerðum fýrir löngu. Og við eigum erfitt með að fyrirgefa hvert öðm. Enn erfiðara eigum við með að biðjast fyrirgefn- ingar og meina eitthvað með því. Við skulum skoða þetta nánar. Sá sem biðst fyrirgefningar verð- ur auðvitað að hætta að koma fram eins og hann hefur gert og sýna að hann er fyrirgefningarinnar verður. Að biðjast fyrirgefningar er að segja að maður sé tilbúinn að breyta sér, taka á sínum málum. Það kostar átak að fyrirgefa Sá sem fyrirgefur verður líka að sýna að hann meinar það sem hann er að segja. Að fyrirgefa þýðir að maður er tilbúinn til þess að gefa þeim sem maður fyrirgefur nýtt tækifæri, sýna honum traust, treysta því að hann sé tilbúinn að breyta Spyrjið séra Þórhall DV hvetur lesendur tll að senda inn spurningar um hvaðeina sem snýr að hjónabandinu og fjölskyldunni til séra Þórhalls Keimissonar. Séra Þórhallur svarar spurningum les- enda í DV á þriðjudögum. Netfang- ið er samband@dv.is. Séra Þórhallur Heimisson skrifar um fjölskyldumál. Fj ölsky ldumaður inn sér. Þar með hættir maður að sjálf- sögðu að velta sér upp úr því sem hefur gerst. Þannig kostar það mikið átak bæði að biðjast fyrirgefningar og að fyrirgefa. En um leið eru laun- in mikil sem við fáum og gefum hvort öðru. Pör í sambúð og hjónabandi ættu að rækta með sér hæfileikann til þess að fyrirgefa og biðjast fyrirgefri- ingar. Og þá er ég ekki að tala um fyrirgefhinguna í yfirborðslegri merkingu, heldur á dýptina. Það er að segja, fyrirgefningunni þarf að fylgja raunverulegt átak, raunveru- leg breyting. Hjá báðum aðilum! Gefðu konunni tækifæri Langrækni er eitt versta eitur sem kemst í sambúðina. Að vera stöðugt að klifa á gömlum mistök- um og deilum, grefur undan lífs- hamingjunni. Það sama gera heift og biturð út af liðnum atburðum og viljaleysi til að taka á sjálfum sér og breyta sér. Ég veit ekki hvort þetta hjálpar þér. En reyndu samt að fyrirgefa konunni þinni á þennan hátt sem ég var að lýsa. Á dýptina. Gefðu henni tækifæri. Og sjáðu til hvort hún er þá ekki tilbúin að taka á mál- inu líka. Með því að sýna að hún meinar það sem hún sagði við þig þegar hún sagðist sjá eftir því sem hún gerði. Kveðja sr. Þórhallur Heimisson. Sérhæfð hjúkrun fyr- irveik börn Heimahjúkrun barna og unglinga er sérhæfð þjón- usta fyrir veik börn og ung- lina sem dvelja heima. Hjúkrunarfræðingur hefur umsjón með hjúkrun barnsins í samráði við fjöl- skylduna og eru fleiri sem sinna barninu. Heima- hjúkrun getur verið tíma- bundin eða til lengri tima, en hún er veitt hvenær dagsins sem er, alla daga vikunnar, eftir þörfum barnsins og fjöiskyidunn- ar. Heimahjúkrun sinnir m.a. börnum með ýmis vandamál tengd næringu og útskilnaði, flogaveiki, hjartasjúkdómum, fötluð- um börnum, börnum sem þurfa lyfjagjafir og börn- um og unglingum með langvinn vandamál. Til að fá heimahjúkrun þarfað berast skrifleg beiðni frá lækni eða hjúkrunarfræð- ingi. Hjúkrunin er að fullu greidd afTryggingastofn- un ríkisins og skerðir ekki aðrar bætur. Morgun- stundirí Graf- arvogskirkju Tilvalið er fyrir árrisula Grafarvogsbúa að fara í morgunstund í Grafarvogs- kirkju en þær eru haldnar alla virka daga milli kl. 7 og 8 á morgnana á aðvent- unni. Hver morgunstund sem hefur yfirskriftina „Morgunstund gefur gull í mund“ samanstendur af ritningarlestri, hugleiðingu og bæn og stendur í 10 til 15 mínútur. Morgunstund- irnar eiga að gefa fólki tækifæri til að eiga friðar- og kyrrðarstund f erli að- ventunnar. Að loknu helgi- haldi er boðið upp á morg- unverð í safnaðarsal kirkj- unnar. Kolbeinn spyr: Sæll Þórhallur! Konan mín fór illilega á bak við mig fyrir nokkru síðan. Hún kom sjálf til mín og sagði mér frá því og um leið að sér liði hræðilega illa yfir því sem hún hefði gert. Nú ætla ég ekki að fara út í nein smáatriði með hvað gerðist til að koma henni ekki illa. En hún bað mig að fyrirgefa sér og að gefa okkur einn séns enn. Ég ákvað að gera það og reyni núna að láta eins og ekkert sé. En innst inni er ég svo reiður. Þetta kemur auðvitað niður á öllum okkar samskiptum. Er eiginlega hægt að fyrirgefa? Hvernig eigum við að fara að þessu? Kolbeinn. Þolinmóð og skilningsrík „Draumaprinsessan mín er ósköp venjuleg. Hún þarf ekki að hafa sérstakt útlit, háralit, augnalit eða svoleiðis," segir Ari Sigvaldason fréttamað- ur. „En draumaprinsessan verður að vera skemmtileg og fyndin. Og hún þarf að vera þolinmóð og hafa einstakan skilning á allri vitleysunni og ruglinu í mér." [ Draumaprinsessan) Að fyrirgefa þýðir að maður er tilbúinn til þess að gefa þeim sem maður fyrir- gefur nýtt tæki- færi, sýna hon- um traust, treysta því að hann sé tiibúinn að breyta sér. Blessaöur Kolbeinn! Já, hvernig á maður eiginlega að fara að því að fyrirgefa þeim sem manni finnst að hafi svikið sig eða komið illa fram við sig? Og hvaða merkingu hefur fyrirgefhingin? Eins og þú bendir á Kolbeinn þá er ekki endilega neitt að marka það þó maður segist fyrirgefa. Það er meira að segja oft þannig að þó maður vfiji fyrirgefa þá á maður erfitt með það innst inni. Kannski þykir okkur svona erfitt að fyrirgefa af því að við höfum aldrei almennilega hugsað út í hvað fyrigefningin þýðir í raun og veru. Þegar maður segir kæruleysislega „O.k. ég fyrigef þér," en meinar í raun elckert með því, þá hefur fyrir- gefningin auðvitað enga merkingu. Á sama hátt hefur það enga merk- ingu ef einhver sem hefur gert á okk- ar lilut kemur til okkar og segir ,Æ, viltu fyrirgefa mér?" en heldur síðan áfram að koma illa ffarn við okkur eins og ekkert hafi í skorist. Nei, fyr- irgefhingin er ekki orðin tóm og það Fy«lRGEF©U..l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.