Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004
Fréttir J3V
Kona með dóp
á Hrauninu
í vikunni var óskað eftir
lögreglu frá Selfossi að
Litla-Hrauni vegna gruns
um að kona sem þar var í
heimsókn hefði í fórum
sínum fíkniefhi. Konan var
handtekin og við yfir-
heyrslu framvísaði hún
pakka sem innihélt fíkni-
efni; hass, amfetamín og
einnig nokkrar lyfjatöflur.
Konan mun hafa ætlað að
koma efnunum inn í fang-
elsið. Efnin voru send til
tæknideildar Lögreglunnar
í Reykjavík til greiningar.
Þann 28. júní réðst Óskar Svanur Barkarson, 33 ára, á tvo lögreglumenn. Óskar
hefur ekki verið ákærður fyrir árásina en í síðustu viku var hann dæmdur í 15
mánaða fangelsi fyrir tvær alvarlegar líkamsárásir; fyrir að berja og brjóta andlit
manns og veita öðrum alvarlega stunguáverka með skærum.
Dæmdur ofbedsmaður
Selfossbíó
frumsýnt
Sýningar í Selfossbíói
hófust um helgina en kvik-
myndahús hefur ekki verið
rekið í bæjarfélaginu í
meira en 20 ár. Selfyssingar
og aðrir sunnlendingar eru
að vonum ánægðir með
opnun kvikmyndahússins
en þar verða allar nýjustu
myndirnar sýndar þannig
að ekki þarf lengur að fara
til Reykjavíkur til að bera
þær augum eða bíða eftir
vídeóspólunni. Selfossbíó
hefur yfir tveimur
sölum að ráða,
annar tekur
120 manns í
sæti en hinn
Ereðlilegtað
kaupa Sigmund?
Gunnar Birgisson
þingmaöur.
„Ég verð að segja að mér
fínnst þetta óvenjulegt. Það er
alltafspurningin hvað sé rétt
og hvað sé rangt íþessum efn-
um. Svo veröur einnig að lita á
hvaöa fordæmi stjórnvöld eru
að gefa meö kaupum eins og
þessum."
Hann segir / Hún segir
„Það sýnir skrýtna forgangs-
röðun hjá stjórnarherrunum
að þeir vilja ekki eyða krónu til
mannaréttindamála en fínnst
eðlilegt að eyða milljónum til
aö kaupa Sigmund. Að vlsu er
Sigmund allra góðra gjalda
veröur og ekkert út á hann að
setja nema síður sé.“
Guðrún Ögmundsdóttir
þingmaður.
„Ég var bara í óreglu," segir Óskar Svanur Barkarson eða Skari
rauði eins og hann er þekktur í undirheimunum. í síðustu viku
var Óskar dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir tvær alvarlegar lík-
amsárasir. Hann segist vilja byrja að afplána dóminn sem fyrst.
En Óskar hefur fleira á samviskunni. I sumar gekk hann í skrokk
á tveimur lögreglumönnum. Það mál er í vinnslu og bíður þess
að fara til ríkissaksóknara.
„Þegar þú hefur misst marga vini
og ástvini, átt erfiða tíma, er auðvelt
að flýja í neysluna," segir Óskar
Svanur sem mun fljótlega berja að
dyrum á Litía-Hrauni. Hann var í
síðustu viku dæmdur í 15 mánaða
fangelsi fyrir að berja mann á
miðjum aldri og
ráðast á jf -tfc.
ungan
hárgreiðslumann og stínga með
skærum.
„Já, nú fer ég þarna inn,“ segir
Óskar. „Ég lít á þetta sem annan
sjens. Maður er búinn að gera vit-
leysurnar. Nú er að lifa með
þeim.“
Orðaskipti og árás
Því miður fyrir Óskar eru
fleiri „vitíeysur" af hans
hálfu sem bíða meðferðar í
dómskerfinu. Þann 28. júní
stöðvuðu lögreglumenn, á
rauðum Skoda Oktavía-bíl,
Óskar sem var í bíl með félaga
sínum. Eftir snörp orðaskipti
réðst Óskar á lögreglumennina
og veitti þeim glóðuraugu, mar og
hruflur.
Bíður ríkissaksóknara
Geir Jón Þórisson yfirlögreglu-
þjónn segir af og frá að lögreglu-
mennirnir hafi ekki þorað að kæra.
„Þetta mál er í vinnslu hérna,“
segir hann.
„Svona mál eru alltaf rannsök-
uð og það er svo ríkissaksóknara
að ákveða hvað er gert. Þetta mál
er ekki farið þangað ennþá en ég á
ekki von á öðru en saksóknari fái
það bráðlega til meðferðar.“
Sjálfur segist Óskar Svanur taka
atburðum liðinna mánaða og ára
með æðruleysi. Varðandi árásina á
lögreglumennina sagðist hann
hafa fengið þær upplýsingar hjá
löggunni að málið hefði „dottið
upp fyrirsig".
Vill drífa sig á Hraunið
Óskar segir það verst hvað mál-
in séu lengi að þvælast í kerfinu.
Um tvö ár eru frá því líkamsárás-
„Ég lít á það sem
annan sjens. Maður er
búinn að gera vitleys-
urnar. Nú er að lifa
með þeim."
imar sem hann var dæmdur fyrir í
síðustu viku áttu sér stað.
„Ég á fimm ára dóttur og líf sem
mig langar að lifa,“ segir Óskar. „Ég
hef h'tið getað gert þessi tvö ár. Átt
erfitt með vinnu og nú vil ég bara
drífa mig á Hraunið. Klára mína
refsingu."
Spurður um viðurnefnið Skari
rauði hlær Óskar. „Ég er nú bara úr
Breiðholtínu þar sem flestir hafa
viðurnefni," segir hann. „Útskýr-
ingin á mínu er mjög einföld. Ég er
rauðhærður og því festist nafnið við
„• u
mig.
simon@dv.is
í réttarsal Óskar Barkarson var ekki við-
staddur þegar dómurinn varkveðinn upp
GeirJón Þórisson yfirlögregluþjónn
Segir afog frá að lögreglan þori ekki að kæra
Breytingar á skrifstofu Davíös
Harðneita að upplýsa um
innréttingar og kostnað
Utanríkisráðuneytið
hefúr neitað ósk DV um
að upplýsa um breyting-
ar sem gerðar voru á
skrifstofu utanríkisráð-
herra eftir að Davíð
Oddsson tók við ráðu-
neytinu af Halldóri Ás-
grfmssyni. Ráðuneytið
upplýsir heldur ekkert
um kostnaðinn og
neitar að svara yfir
höfuð nokkrum
þeim spurningum
sem DV hefur
beint til ráðuneytisins
vegna málsins.
í svari sem barst frá utanríkis-
ráðuneytinu í gær - eftir að DV
kærði ráðuneytið til úrskurðar-
nefndar um upplýsinga-
mál fyrir að virða blaðið
ekki svars - segir að
ráðuneytið telji sér
óskylt að veita aðgang
að umbeðnum gögnum.
Ráðuneytíð segir upp-
lýsingarnar varðveittar í
bókhaldskerfi þess. „Þar
eð upplýsingalögin taka
ekki til upplýsinga sem
safiiað er og skráð-
ar kerfisbundið á
þennan hátt ...
verður ekki orðið
við beiðni yðar,“
segir í svarinu sem Pétur Ásgeirsson
skrifstofustjóri sendi í gær, nærri sex
vikum eftir að fyrst var leitað eftir
svörum um málið.
DV, 30. nóvember Samkvæmt heimiid-
um D V var öllum innréttingum og búnaði
skipt út I utanrikisráðuneytinu Ihaust.
Mannaráðningar í utanríkisráðuneytinu
Lára Margrét líka
til Davíðs
Lára Margrét Ragnarsdóttir, fyrr-
um þingmaður Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, hefur verið ráðin til starfa
í utanríkisráðuneytinu. Lára Mar-
grét féll sem kunnugt er í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Reykjavík vorið
2003 og er nú varamaður Geirs H.
Haarde fjármálaráðherra og hefur
oftlega sest á þing fyrir hann.
Lára Margrét hefur mjög látið til
sín taka á fundum Evrópuráðsins
fyrir íslands hönd og verið þar í
miklum metum. Meiri en endur-
speglaðist í prófkjöri sjálfstæðis-
manna þar sem henni var hafnað.
Lára Margrét hóf störf í utanríkis-
ráðuneytinu fyrir skemmstu og er
staðsett á skrifstofu friðargæslu
ráðuneytisins í Þverholtí undir yfir-
stjórn Davíðs Oddssonar og verður
Lára Margrét f hópi þingmanna Hafnað í
prófkjöri sjálfstæðismanna vorið 2003 en
komin tilstarfa I utanríkisráðuneytinu.
ekki eini nýliðinn í ráðuneytinu áður
en árið er allt. Eins og greint var frá
hér í DV um síðustu helgi hefur verið
ákveðið að Júh'us Hafstein,
samstarfsmaður Davíðs Oddssonar
um áratugaskeið og af sumum talin
augu hans og eyru, verði gerður að
sendiherra yfir viðskiptaþjónustu
ráðuneytisins. Er þar um að ræða
nýtt sendiherraembætti.