Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Qupperneq 13
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 13
... að vera spilafíkill?
„Manni finnst þetta stundum
allt í lagi þegar maður er virkur,
nær að blekkja sjálfan sig á ótrú-
legan hátt, en auðvitað er þetta al-
veg skelfilegt. Ég var virkur í um
það bil fimmtán ár og á þeim tíma
tapaði ég mörgum milljónum.
Það segir sig sjálft að það er erfitt
að vera þannig maður og jafnvel
enn erfiðara er að
umgangast hann.
Spilafíkn er ekki
bara vandmál eins
manns, þetta er
andlegur sjúk-
dómur sem snertir
íjölskyldu fíkilsins
alvarlega. Ég áttaði
mig á því að ég var
að missa af lífinu
vegna þessarar
fíknar. Þá voru afar
fá úrræði fyrir fólk
í þessari stöðu en
það var nú ástæð-
an fyrir því að ég
vildi taka þátt í
uppbyggingu
þessara samtaka.
Eftir að þau komu
til hefur ástandið
batnað talsvert en
við erum til dæmis
með stuðningshóp
og sálfræðiaðstoð
á okkar snærum.
Safnaði gríðar-
legum skulum
Þetta snýst um að eltast við
peninga, maður eyddi kaupinu
sínu og reyndi svo sífellt að auka
tekjurnar með spilum. Árangur-
inn var þó ekki annar en sá að ég
safnaði upp gríðarlegum skuld-
um, ég var þó svo heppinn að hafa
vit á því að fara aldrei neina ólög-
lega leið í að fjármagna fjárhættu-
spil mitt. Það var gerð rannsókn á
fjölda spilafíkla árið 2000 og út-
komur úr henni sýndu að 0,6%
þjóðarinnar eru haldin fíkninni ég
tel samt fullvíst að fjöldinn er mun
meiri og fer vaxandi í dag. Ég vil að
það sé rekinn ábyrgari spilarekst-
ur á íslandi.
Þörfin var orðin stjórnlaus
Oft á fólk erfitt með að sýna
þessu málefni skilning. Það er
enginn fíkill þegar hann byrjar að
spila, rétt eins og
enginn verður
alkohólisti á fyrst
bjórsopa. Við
erum misjafnlega
viðkvæm fyrir
mismunandi
hlutum og eigum
að reyna að sýna
aðstæðum ann-
arra skilning. Rétt
eins og með aðra
ffkn þá byrjaði
þetta ekki allt í
einu. Fyrst byrj-
aði ég að stunda
þetta 1989 og þá í
gömlu pókerköss-
unum. Fljótlega
vatt þetta upp á
sig og allt í einu
áttaði ég mig á því
að þörfin var orð-
in stjómlaus. Ég
vil berjast gegn
skömm og for-
dómum sem hafa
fengið að við-
gangast í samfé-
laginu gagnvart
fólki sem stríðir við þetta vanda-
mál. Engu verður áorkað nema til-
komi stuðningur og skilningur.
Bjargaði lífi mínu
Ég vaknaði af þessu og náði að
bjarga mínu lífi en ég vil að fleiri
sjái villu síns vegar og leiti sér að-
stoðar. Umræðan í samfélaginu
hefur hjálpað mörgum. Ég er ekki
á launum hjá samtökunum en ég
lít á þetta sem starfið mitt og það
á hjarta mitt og hug í dag.“
Ég var virkur í um
það bil fimmtán
árogtapaði
mörgum milljón-
um á þeim tíma.
Það segir sig
sjálft að það er
erfittaðvera
þannig maður og
enn erfiðara er að
umgangast hann.
Spilafíkn er ekki
bara vandmál
eins manns, þetta
er andlegur sjúk-
dómur.
Þór Júlíusson var spilafíkill tll margra ára. Hann tapaði m&rgum millj-
iann að það starf eigi hug hans og hjarta.
HVERNIG ER...
10 frábærar söngbækur í pakka
með 30% afslætti! Pantaðu
bækurnar af netinu og við
sendum þær hvert á land sem er.
www.iutileguna.is
Bwkurnar eru i
A(> ■itnírð og
passa því ve
vasann,
Hverbók er 36 bls. meft vln-
síkIusui Ittgum viökomandi
hljómsveitar efta lista-
manns.
Meft hverju
lagi eru myndlr aí
grlpunum sem
notuft eru í því
þannig aft alllr geta
spiiaft meft.
Bíddu pabbl usKíím&í
I Wn*t« *ð h«lm*n 1*8“ *P‘
þvl *8 h»mln9Íun* J*nn
o 07
08hr»«*9 9*KMíy^un*í'
oflh*umrtmlk«W«*ttlminv»t
Pantanir: www.iutileguna.is