Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Qupperneq 18
78 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004
Sport DV
Carter til
Knicks?
Að sögn körfuboltaspekinga í
Bandaríkjunum er NewYork
Knicks í NBA-körfuboltanum á
höttunum eftir Vince Carter, há-
loftafuglinum mikla hjá Toronto
Raptors. Isiah Thomas, fram-
kvæmdastjóri Knicks, hefur
staðfest áhuga sinn á Carter en
segir hann ekki vera eina leik-
manninn sem hann hafi auga-
stað á. „Starf mitt er að skoða
leikmenn, annars væri ég ekki
að þessu," sagði Thomas. „Ég
hringdi í umboðsmann Karls
Malone. Reyndi ég að ná sam-
bandi við hann? Já. Hafði hann
áhuga? Nei.“ Forráðamenn
Raptors-liðsins vilja ekki láta
Carter af hendi nema liðið fái
öfluganmið-
herja til liðs
\áð sig en
gangur _
hefur iS*ii ■ j
fylgt \ M f
Raptors Æp m yf
varðandi f
þá stöðu m
síðustu m m
árin. 4K
Heatvann
Raptors
Shaquille O’Neal og félagar í
Miami Heat unnu Toronto
Raptors 106-98 á útivelli í fyrr-
inótt. O’Neaf og bakvörðurinn
Dwyane VVade skoruðu sitt hvor
20 stigin, tóku báðir 9 fráköst og
gaf Wade 6 stoðsendingar. Heat
hefur engu að síður valdið von-
brigðum fram til þessa en liðið
hefur ekki náð að sanna sig
gegn betri liðum deildarinnar og
tapað leikjum gegn Mavs, Spurs,
Timberwolves, Pistons og Blaz-
ers. Að auki hafa leikmenn Heat
ekki náð að góðu skriði og dott-
ið niður milli þess
sem að liðið hefur
leikið ágætlega. w
StanVan K ÆT ;
Gundy, / JbÆ
þjálfari ~Æ |
liðsins, ger- * -
irnútilraun i *
með að láta \ «
Damon Jones1 vfhi&P
leikastöðu ’.flT s. '■
leikstjómanda \
sem gefur \ \
DwyaneWade \
aukið svigrúm til \
stigaskorunar. \
Iverson með
40 stíg
Allen Iverson er ekki dauður
úr öllum æðum ef marlca má
frammistöðu hans með liði
sínu, Philadelpiha 76ers, gegn
Milwaukee Bucks í fyrrinótt.
Iverson setti persónulegt met í
vetur þegar hann skoraði 40
stig, gaf 10 stoðsendingar og
hitti úr öilum 8 vítaskotum sín-
um. Sixers vann leikinn 107-101
en liðinu hefur ekki gengið vel
það sem af er vetrar og tapað 12
af 20 leikjum. „Þetta var frábær
frammistaða sóknarlega séð en
vörnin var ekki eins og hún ger-
ist best,“ sagði Jim O'Brien,
þjálfari Sixers. Iver-
son sagði leik- /
inn vera skref í
rétta átt. „Ég
er ekki kominn
í þann takt sem
ég vil vera í.
Svona leikir Æ"
hjálpamér -m
mikið," Æ, flHpP
sagði W j ,
Iverson. y T
Kobe Bryant. leikmaður Los Angeles Lakers, ásakaði samherja sinn Karl Malone
um að reyna við konuna sína á leik í Staples Center í síðasta mánuði. Malone
hefur vísað ásökununum á bug og kallaði Kobe „leikara í sápuóperu“. Ásakanir
Bryants koma eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Rifrildi körfuboltamannanna Karls Malone og Kobes Bryant hjá
Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, tök beygju í fyrrakvöld þeg-
ar Bryant lét hafa eftir sér á blaðamannafundi að Malone hefði
reynt við konuna sína, Vanessu. Bryant sagði sárt að hafa verið
svikinn af manni sem hann taldi vin sinn. „Hann var mér eins og
lærimeistari og bróðir. Þegar eitthvað svona gerist, þá verður
maður sár,“ sagði Bryant á blaðamannafundi eftir sigurleik
Lakers gegn Orlando Magic, 105-98.
Bryant greindi einnig frá því að
hann hefði hringt í Malone og sagt:
„Haltu þig fjarri konunni minni.
Hvað er að þér? Hvernig gastu gert
þetta?"
Símtal Bryants og Malones átti
sér stað fljótlega eftir að Vanessa
sagði eiginmanni sínum hvað hafði
gerst. „Það sem Malone sagði við
hana myndi koma hverjum einasta
manni hérna inni úr jafnvægi," sagði
Bryant en bætti því við að vinirnir
hefðu átt góðar stundir uppá síð-
kastið. „Við erum búin að vera
heima hjá Karl og Kaye, konunni
hans, í góðu glensi að fíflast með
börnunum okkar.“
Aðspurður hvort ekki væri um
misskilning að ræða svaraði Bryant:
„Hann sagði það sem hann sagði. Ég
trúi því í hjarta mínu að við höfum
ekki misskÚið neitt. Konan mín ætl-
aði ekki að sitja undir þessu, henni
var farið að líða illa nálægt honum
og hún fann sig knúna til að hringja
í konuna hans og segja henni frá
þessu."
Bryant sagði Malone ekki hafa
neitað að hafa sagt eitthvað við
Vanessu þegar hann hringdi í hann.
,Æi, mér þykir fyrir því ef ég hef
eitthvað leiðinlegt," á Malone að
hafa sagt við Bryant.
Leikari í eigin sápuóperu
Ekki náðist í Malone en um-
boðsmaður hans, Dwight Man-
ley, sagði að Malone hefði aldrei
reynt við Vanessu og að hann
væri hlessa yfir því sem
Bryant héldi fram. Hann
bað Manley fyrir afsök-
unarbeiðni tÚ skötu-
hjúanna hefði hann
sagt eitthvað sem
Vanessu fyndist
óviðeigandi. „Svar
Karls við ummæl-
um Kobes var
einfaldlega á
þann veg að
hann væri
körfuboltamað-
ur en ekki leikari
í sápuóperu og
Karl hefur engan
áhuga á að taka þátt í
einhverri persónulegri sápuóperu
Bryants," sagði Manley.
Karl Malone, sem er 41 árs, til-
kynnti Lakers í byrjun tímabilsins að
hann væri enn að jafha sig á aðgerð
á hné og væri ekki tilbúinn í slaginn.
Malone útilokaði ekki að hann
myndi klæðast Lakers-búningi á
nýjan leik í vetur. Nú virðist Malone
hafa jafnað sig að fullu en ekki er
komið á hreint með hverjum hann
mun spila.
Að sögn Manleys mun Malone
ekki spila með Lakers vegna um-
mæla sem Bryant lét falla í útvarps-
viðtali á dögunum. Þar fullyrti
Bryant að leikmenn Lakers
ættu ekki að þurfa að eyða
orku í vangaveltur hvort
Malone kæmi til baka
eður ei. Manley
bætti því við að
Malone hefði
orðið æfur af
reiði og tví-
menningarn-
ir farið að
munn-
höggvast sín
á milli en
umboðs-
maður-
inn
vildi
ekki gefa upp hvað fór þeim á milli.
Þrátt fyrir reiðina í garð Malones,
sagðist Bryant tilbúinn að leggja
málið til hliðar ef Malone sneri aftur
til Lakers. „Ég er tilbúinn að hjálpa
honum sem samherja," sagði
Bryant. „En eingöngu sem sam-
herja," bætti Bryant við.
Leynimakk á bakvið tjöldin?
Ekki hefur verið mikil lognmolla í
kringum Kobe Bryant á þessu ári þar
sem hann var sakaður um leyni-
makk á bakvið tjöldin sem varð til
þess að þjálfarinn Phil Jackson sagði
starfi sínu lausu og miðherjinn
Shaquille O’Neal fór ffam á að vera
skipt frá Lakers-liðinu. Þetta nýttist
Bryant ágætlega og hann fékic sjö
mánaða samning sem hljóðaði upp
á 136 milljón-
„Svar Karls við um-
mælum Kobes var ein-
faldlega þannig að
hann væri körfubolta-
maður en ekki leikari í
sápuóperu og Karl
hefur engan áhuga á
að taka þátt í ein-
hverri persónulegri
sápuóperu Bryants."
dollara. Að auki var Bryant kærður
fyrir nauðgun á síðasta ári en stend-
ur nú frammi fyrir einkamáli á
hendur sér eftir að nauðgun-
armálið var fellt niður þar
sem ákærandinn treysti
sér ekki til að fara með
þaðallaleið. sXe@dv.is
Gott hálstak „Fífí/ð
þitt! Ég kyrki þig ef
þú hættirekki
að reyna við
konuna mina,“
gætiKobe
V\ Bryantverið
'* aðsegja
við Karl
Malone á
þessari
mynd.
Reuters