Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004
Fréttir DV
íslenskt
hrútasæði
rýkur út
Sæði úr íslenskum hrút-
um selst nú eins og heitar
lummur. Um tuttugu þús-
und skammtar af fersku
sæði verða teknir úr 26
hrútum á Sauðfjársæöinga-
stöð Suðurlands fram að
jólum. Fimm hundruð
skammtar fara til sæðingar
í Bandaríkjunum. Nú er
unnið að því, samkvæmt
fréttum Dagskrárinnar á
Selfossi, að fá leyfi til að
flytja út djúpfryst sæði til
Evrópu. Vinsældir íslenska
hrútasæðisins má skýra
með miklum kjötgæðum
afkvæmanna.
Brenndist
illa undan
rauðspritti
Laust eftir kl. átta á
laugardagkvöldið var til-
kynnt um að maður sem
vann við matargerð í borg-
inni hefði brennst illa. í ljós
kom að maðurinn hafði
fengið yfir sig rauðspritt
sem síðan kviknaði í. Brann
hann bæði á hendi, síðu og
fæti. Var hann fluttur á
brunadeild Landspítalans
við Hringbraut í sjúkrabif-
reið. Líðan hans mun eftir
atvikum góð.
Dorrit í
Jólaþorpinu
Ólafur Ragnar Grímsson
forseti og Dorrit Moussaieíf
forsetafrú heimsóttu Jóla-
þorpið í Hafnarfirði á laug-
ardaginn, samkvæmt frétt-
um úr þorpinu. Bæði lýstu
þau yfir ánægju með þorp-
ið. Svo ánægður var Olafur
forseti að hann kom aftur í
þorpið daginn eftir, fór hús
úr húsi og gaf sér góðan
tíma til að spjalla við
„þorpsbúana". Meðfylgj-
andi mynd er af vef Hafnar-
fjarðarbæjar, en þar kemur
fram að gestir í jólaþorpinu
hafi skipt þúsundum.
Michelle Swanson, einn af aðaleigendum tveggja íslenskra hótela, rekur vændis-
þjónustu á netinu. Á heimasíðu hennar má sjá erótískar myndir teknar af Michelle
úti í íslenskri náttúru og verðskrá ef þú hefur áhuga á konunni. Hótelin sem
Michelle er einn eigenda að eru The Icelandic Princess Hotel á Túngötu 34 og
Metropolitan City Hotel á Ránargötu 4a. Rekstrarstjóri hótelanna segir vændi ekki
stundað innan þeirra veggja.
Bandarísk vændiskone
rekur íslensk hótel
„Ég má ekki gefa upp neinar upplýsingar varðandi eigendur okkar, “
segir Rósa, rekstrarstjóri á City hótel á Ránargötu. Hún staðfesti
samt að Michelle Swanson væri, ásamt fleiri Bandaríkjamönnum,
eigandi Metropolitan City Hotel og The Icelandic Princess Hotel á
Túngötu. Michelle Swanson heldur úti heimasíðu þar sem skoða
má erótískar myndir af henni og verðskrá yfir þjónustu hennar.
Þessum heimasíðum var öllum
lokað eða breytt í gærkvöldi eftir að
DV hafði samband við hótelin og
óskaði eftir upplýsingum um eig-
endur þeirra. Engin útskýring fékkst
á því af hverju síðunum var lokað og
svaraði Arnar Þór Viðarsson, fram-
kvæmdastjóri hótelanna, ekki ítrek-
uðum skilaboðum.
Á heimasíðu íslenska prinsessu-
hótelsins fyrir breytingu í gærkvöldi
mátti sjá Michelle Swanson, eig-
anda, horfa dreymna út um glugga. í
texta fyrir neðan myndina sagði
hún: „Þegar ég kem til íslands vil ég
lifa eins og prinsessa."
Erótísk hótelstýra
„Ég gisti í lúxussvítu prinsessu-
hótelsins [...] Sólin kastar gullnum
ljóma inn í herbergið og súkkulaði-
biti bíður þess að vera uppgötvaður
á koddanum. Nuddbaðið fyUist,
kampavínglasið freyðir. Á ég að fara
út að borða eða vera áfram hérna
inni? Panta mér af matseðlinum og
svo...“ segir Michelle um veruna á
prinsessuhótelinu.
Greina má annan tón á einka-
heimasíðu hennar sem mátti í gær
finna undir adressunni
http: / /www.mymichelle.net/splash
2.htm. Þar gat að líta erótískar
myndir af henni teknar víðsvegar
um fslánd. í myndaþættinum
„Naked in Iceland 2“ fækkaði
Michelle fötum til dæmis hjá Geysi
og Bláa Lóninu.
Á öðrum stað á síðunni mátti svo
finna verðskrá ef þú óskaðjr þjón-
ustu Michelle. Klukkutíminn með
Michelle kostar aðeins 300 dali en
þriggja tíma „útkall" er mun dýrara
eða 1.750 dalir. Tekið skal fram að
gengi dollarans er lágt.
Starfsmenn bundnir
þagnareið
„Það sem Michelle gerir í sínu
einkalífi kemur þessum hótelum
ekki við,“ segir Rósa, rekstrarstjóri
á City Hótel. Hún þvertekur fyrir
það að einhvers konar fylgdarþjón-
usta eða vændi sé stundað innan
veggja þessara tveggja hótela. „Ég
hafði bara ekki hugmynd um að
Michelle væri í þessum bransa."
Enginn af þeim sem koma ná-
lægt rekstri hótelanna vildi tala
beint út um eigendurna. Rósa
sagðist bundinn þagnareið þó hún
staðfesti að Michelle væri einn af
eigendunum. Arnar Þór Viðarsson
framkvæmdastjóri svaraði ekki
skilaboðum.
Afgreiðslumaður á prinsessu-
hótelinu sagðist ekki hafa hug-
mynd um hverjir ættu hótelið.
Hann ynni bara þama.
Vændi á netinu
í hótelhluta The New York
Times má hins vegar finna
upplýsingar um The Icelandic
Princess Hotel. Þar er gefið
upp nafn og símanúmer
Michelle Swanson til að ná
sambandi við hótelið. Það
símanúmer er það sama og á
gefið er upp á heimasíðu
Michelle ef þú vilt njóta sér-
stakrar þjónustu hennar fyrir
tiltekið verð.
í erlendum blöðum og
tímaritum er því gefið upp
símanúmer erótískrar fylgdar-
þjónustu til að ná sambandi
við íslenskt hótel.
Prinsessuhótelið er í hjarta
Reykjavíkur.
simon@dv.is
Heimasíða Michelle Swanson Hér var
hægt aö skoða myndir afhenni, fá síma-
númer og athuga verð. Síðunni var lokað í
gær eftir athugun DV.
Verðskrá Michelle „Ég bíð eftirþér "
segirMichelle.
Rannsaka brunann á Sauðárkróki
Kanna hvort kveikt var í
Pilturinn sem hefur fengið rétt-
arstöðu grunaðs manns í rannsókn
lögreglu á brunanum á Sauðár-
króki í síðustu viku, segist ekki
muna hvernig hann komst út úr
íbúðinni. Hann var sótugur og
hafði verið inni á neðri hæðinni.
Hann man ekki hvernig hann
komst út.
„Þetta er stórt púsluspil. Við
leggjum okkur alla fram en það
vantar enn nokkur stór púsl í
myndina," segir Björn Mikaelsson
yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.
„Við bíðum eftir niðurstöðum úr
rannsóknum." Tæknideild Lögregl-
unnar í Reykjavík er að rannsaka
Hvað liggur á?
hvað það hafi verið sem oUi því að
eldurinn blossaði upp og hvernig
hann breiddist út. Tveir menn frá
Rfldslögreglustjóra aðstoða Sauð-
árkrókslögguna við rannsóknina.
Sýni úr íbúðinni hafa verið send til
Reykjavíkur til rannsóknar. Mikill
eldur var í stofunni á neðri hæð þar
sem pilturinn sem lést lá sofandi.
Hitinn var allt að 1000 gráður. Sá i
sem hefur réttarstöðu grunaðs svaf |
á sófanum við hliðina. Uppi á efri ‘
hæð var stúlkan sem stökk niður af'
svölunum. Hún flúði undan svört-
um reyknum en þegar hún opn-
aði svaladyrnar, varð
eldsprenging þar sem súr-
„ÆtH ég verði ekki að æfa mig fyrirnæstu skák við Lenku eftir viku/'segir Friðrik Ólafsson
stórmeistari og skrifstofustjóri Alþingis.„Ég vildi heldur vera laus við að tapa aftur fyrir henni.
Þegar ég hætti á Alþingiþá fæ ég tíma tilað sinna mínum hugðarefnum.“
Bruninn a
Sauðárkróki
1000 gráðuhitií
stofunni.
-
Bjorn Mikaelsson Útilokar
ekkert en bíður eftir niður-
stöðum tæknirannsókna.
efni komst að eldinum. „Það er
ekkert útilokað í rannsókninni,“
segir Björn Mikaelsson, „þar með
talið hvort kviknaði hafi í af gáleysi
eða einhver gert það vísvitandi.“
Hann segir húsið enn í vörslu lög-
reglunnar.