Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Qupperneq 9
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 9
Tóku hass og
milljónir
Á föstudagskvöld gerði
lögreglan í Kópavogi hús-
leit í íbúð við Engihjalla.
Við leitina fundust um 200
gr af hassi. Einnig var lagt
hald á rúmar 2 milljónir
króna sem í íbúðinni fund-
ust og gnmur leikur á að
séu ágóði af fíkniefhasölu.
Húsráðandi, maður á þrí-
tugsaldri, var handtekinn á
vettvangi en sleppt að yfir-
heyrslum loknum. Hann
hefur áður komið við sögu
hjá lögreglu vegna fíkni-
efnabrota. Málið er í rann-
sókn.
Líkamsárás
á Selfossi
Aðfaranótt sunnudags
var maður sleginn í andlitið
á skemmtistaðnum Hvíta
húsinu á Selfossi. Að sögn
lögreglunnar hlaut maður-
inn skurð á nef. Hann leit-
aði til læknis á heilsugæsl-
unni á Selfossi um nóttina
þar sem gert var að sárum
hans.
Ölóður á
lögreglu-
stöðinni
Um miðjan dag á
sunnudag var ölóður
karlmaður handtekinn í
anddyri lögreglustöðv-
arinnar á ísafirði. Ekki
var hægt að skilja hvað
hann vildi þar upp á
dekk en hann var færð-
ur í fangaklefa og látinn
sofa úr sér vímuna og
æsinginn. Daginn áður
var lögreglunni tilkynnt
um líkamsárás í heima-
húsi á ísafirði. Rann-
sókn þess máls stendur
yfir.
Stálu úr bíl og
kveiktu í
Skemmdarverk voru
unnin á biffeið við Blásali
á föstudag. Brotist var inn
í bifreiðina, hlutum úr
henni stolið og síðan
kveikt í henni. Eldurinn
virðist hafa slokknað af
sjálfu sér en talsverðar
skemmdir urðu inni í bif-
reiðinni af völdum hans.
Málið er í rannsókn. Síðar
um daginn var brotist inn
í bifreið við Hamraborg og
úr henni stolið hljóm-
flutningstækjum og geisla-
diskum.
Gullsmiðir á Skólavörðustíg hafa sett silfurlikan af Bessastöðum á uppboð á eBay-
vefnum. Vilja þeir fá 75 þúsund dollara fyrir gripinn sem skartar byggingum for-
setasetursins í 8 kílóum af silfri sem hvíla á 70 kílóa stöpli úr blágrýti. Þegar hafa
þrjú tilboð borist.
Forsetasetrið á Bessastöðum er komið á uppboð á eBay-vefnum
á 75 þúsund dollara eða um 4,6 milljónir íslenskra krdna. Um er
að ræða silfurlíkan af forsetasetrinu sem nú er til sýnis á gull-
smíðasýningu í Kópavogi.
„Við vorum nú bara að reyna fyr-
ir okkur og sjá hvað kæmi út úr
þessu. Ekki síst með tilliti til að fá til-
boð um að gera áþekk líkön af öðr-
um húsum sem fólk kannski vill
eiga,“ segir ívar Þ. Björnsson, gull-
smiður í Gulli og demöntum á
Skólavörðustíg 2. Það var sonur
ívars, ívar ívarsson, sem skóp Bessa-
staði í silfur og á heiðurinn að verk-
inu. Og viðbrögðin hafa ekki látið á
sér standa.
Fjórir ættliðir
„Það er mesta furða hvað þessu
er sýndur mikill áhugi. Við erum
þegar búnir að fá þrjú tilboð. Eitt frá
Texas, annað frá Kalifomíu og það
þriðja frá Ítalíu. Allir þessir aðilar
em tilbúnir til að greiða 75 þúsund
dóllara fyrir gripinn," segir ívar eldri
sem er búinn að vera í 37 ár í brans-
anum: „Þar áður var faðir minn í
þessu í 50 ár og afi minn þar á und-
an. Og nú stöndum við hér feðgarn-
ir,“ segir ívar.
Líkanið af Bessastöðum er sjálft
átta kíló að þyngd; silfur í gegn og
hvflir á blágrýtisstöpli sem er um 70
kfló að þyngd. Þannig að hér er ekki
um neina smásmíði að ræða.
Bíða og sjá
„Miðað við viðbrögðin sem við
höfum fengið ætlum við ekkert að
flýta okkur að taka því fyrsta sem
býðst. Við skulum bíða og sjá hvort
tilboðin hækka ekki," segir ívar
gullsmiður en tekur þó fram að til-
gangurinn með því að setja Bessa-
staði á uppboð hafi fyrst og fremst
verið sá að ná í sambönd og fá ffek-
ari verkefni af þessu tagi.
„Það er aldrei að vita nema ein-
hver vilji eiga Hvíta húsið í
Washington í silfri eða jafiivel
Vatíkanið. Það er verið að seljaýmis-
legt þarna á netinu og mér finnst eig-
inlega mesta furða hversu margir em
að fylgjast með þessu. Ekki hefði ég
tíma til þess,“ segir ívar Þ. Björnsson,
gullsmiður á Skólavörðustígnum.
„Þaö er aldrei að vita nema einhver vilji eiga Hvíta húsið í Washington í
silfri eða jafnvel Vatíkanið. Það er verið að selja ýmislegt þarna á netinu
og mér finnst eiginlega mesta furða hversu margir eru að fylgjast með
þessu. Ekkihefðiég tíma tilþess."
Listamennirnir fengu meira en börnin
KB banki bjargar
tónleikunum
Listamennirnir
sem komu fram á
jólatónleikum til
styrktar krabba-
meinssjúkum böm-
um fengu meira í
sinn vasa en bömin
sem safnað var fyrir.
Kostnaður við tón-
leikana varð meiri en
tekjumar af styrkjum
og miðasölu. KB
banki bjargar tón-
leikunum með kaup-
um á útgáfurétti og
styrk upp á 4,7 millj-
ónir. Sömu upphæð
og félag krabba-
meinssjúkra barna
fær í sinn hlut.
„Þetta er spuming
um leik að tölum.
Hvort kom á undan hænan eða egg-
in,“ segir Ólafur M. Magnússon
skipuleggjandi tónleikanna. Hann
vill ekki frekar en áður gefa upp
hvað hver flytj-
andi fékk í sinn
hlut en samtals
fengu flytjendur
6,1 milljón króna.
Ólafur segir það
hafa legið fyrir frá
upphafi að KB
banki myndi
kaupa upptök-
urnar af tónleik-
unum. Ef bank-
inn hefði ekki
gert það hefðu
tónleikarnir vart
staðið undir sér.
Hafliði Kristjáns-
son hjá KB banka
segist ánægður
fyrir hönd bank-
ans með tónleik-
ana. „Alls styrkt-
um við tónleikana um 5 milljónir og
erum mjög ánægðir með upptök-
urnar sem við festum kaup á,“ segir
hann.
Ólafur M. Magnússon Villenn ekkitjá
sig um einstakar upphæðir til listamanna
155/80R13 frá kr. 4.335
185/65R14 frá kr. 5.300
195/65R15 frá kr. 5.900 §£$0
195/70R15 8 pr.sendib.frá kr.8.415 p?ffSÖ
TSr Léttgreiðslur
- Betri verd!
Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110