Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004
Menning DV
menning
Urnsjón: Páll Baldvin Bafdrwnsson pbbíSdv.is
Tímaritið Saga sem gefið er út
af Sögufélaginu og lýtur rit-
stjórn Hrefnu Róbertsdóttur og
Páis Björnssonar er komið út.
Margt forvitnilegra greina er í
beftinu sem er 264 síður.
Upphafog fyrstu ár í sögu
Reykjavikurflugvallar eru til
skoðunar í ritgerð Arnþórs
Gunnarssonar og er einkar for-
vitnilegt
aðsjá l< fii! 35 •'
hvernig ■
flugvall-
arstæðið ■ V'l
Vatns- «5»*
mýrinni
og Öskju-
hlíð.
Njörður
Sigurðsson greinir frá rannsókn
sinni á félagslegum aðstæðum
fósturbarna í Reykjavík á fyrri
hluta siðustu aldar. Aðstæður
barna eru einnig til umfjöllunar i
grein Ólafar Garðarsdóttur um
brjóstagjöf og barnauppeldi á
siðasta hluta nítjándu aldar og
fyrri hluta þeirrar tuttugustu en
greinin er hluti af doktorsrann-
sókn hennar um það efni.
Heimastjórnin hefur verið of-
arlega á baugi í íslensku samfél-
agi það sem liðið er afárinu.
Fjalla ýmsir höfundar um það
efni:Lýður
r hf~ A Björnsson setur
r\ fram tilgátu um
sættir andstæð-
inganna dr. Val-
týs Guðmunds-
, . sonar og Hann-
esar Hafstein.
v Halldór Bjarna-
son skrifar sjón-
rýni um sýning-
ar tengdar afmælinu, bæði í
sjónvarpi og margmiðlunarefni.
Hrefna M. Karlsdóttir fjallar
um Síldarminjasafnið og fjallað
er um rikisvald og þjóðerni í við-
horfsgreinum.
ítardómur, ritdómar og rit-
fregnir skipa sinn sess i ritinu og
er þar fjallað um ellefu rit sem
hafa að viðfangsefni vesturferð-
ir, hagtölur, kvenfélög, ævisög-
ur, samvinnuhreyfinguna, fisk-
vinnslu, ferðasögur, kvikmyndir
og forvörslu.
Þá fjallar ítardómur um fyrsta
bindi ævisögu Hannesar Hólm-
steins um Halldór Laxness og er
það siðari hluti dómsins.
Aðferðafræði kvenna- og
kynjasögur er rædd í viðtali við
Idu Blom sem hefur verið frum-
kvöðull í þeirri aðferð á söguna
á alþjóðlegum vettvangi.
Tímaritið má fá í afgreiðslu fél-
agsins í Fishersundi en þar eru
einnig seldar útgáfur félagsins
og ýmis rit tengd sagnfræði.
Einnig er heftið til sölu í helstu
bókaverslunum.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson dregur saman mikinn fróðleik í bókinni Kiljan,
öðru bindi ævisögu Halldórs Laxness. Bókin er að öllu leyti betur heppnuð en
fyrsta bindið - kannski skiptir máli að Hannes er þarna að fjalla um hluti sem
standa honum nær en æskuár skáldsins, segir Egill Helgason í umfjöllun sinni.
Kiljcm
1932-1948
eftir Hannes
Hólmstein
Gissurarson
Bókafélagið
Verð: 5.990 kr.
KliJSN
Þetta bindi spannar árin frá 1930
til 1948; það er viðburðaríkasti tím-
inn í ævi Laxness og þá er hann
sterkastur á ritvellinum.
Lesandanum finnst ótrúlegt hvað
Halldór Laxness þvælist og hvað
hann kemst nálægt miðju heims-
stjórnmála tuttugustu aldarinnar.
Hann fer tvívegis í lengri ferðir til
Sovétríkja Stalínstrmans. Hann er í
Úkrarnu á tíma hungursneyðarinnar
miklu - „það var yndisleg húng-
ursneyð," skrifar hann. Hann er í
Þýskalandi Hiders - fylgist meðal
annars með Ólympíuleikunum í
Berh'n 1936.
„Afglapi á torgum"
Vegna þekkingar sinnar á
stjórnmálasögu og stjórnmála-
kenningum er Hannes vel til þess
fallinn að segja þessa sögu og hún
er skemmtileg aflestrar hjá honum.
Það örlar jafnvel á því að maður fái
nýja sýn á þennan mann sem er
búið að skrifa svo ofboðslega mikið
um síðustu árin.
Kynlegt hvemig hann sveiflast frá
því að vera snillingur yfir í að vera
„afglapi á torgum".
Nú tek ég fram að ég er ekki að rit-
dæma bókina. Ég hlýt að bíða eins og
aðrir eftir smásmugulegum lestri
þeirra sem hæst hafa látíð vegna
fyrsta bindisins. Ég læt mér nægja að
staldra við nokkra fróðleiksmola í
bókinni.
Bólugrafinn dvergur
Halldór simr ekki eingöngu Búk-
harín réttarhöldin, heldur gerist
hann svo frægur að hlusta á ræðu hjá
sjálfum Stalrn í Bolshoi leikhúsinu í
Moskvu í desember 1937 - þegar
Sovétríkin eru undirlögð af hinum
skelflegu hreinsunum. Halldór læst
ekki taka eftir neinu.
Aðdáunin á harðstjóranum er svo
fölskvalaus að Halldór segir í Gerska
ævintýrinu að Stalín sé í hærra með-
allagi á vöxt, grannur og vel limaður.
í endurútgáfunni 1983 breytti hann
þessu og sagði að Stalín væri „í með-
allagi á vöxt“.
Staðreyndin er sú að Stalín var
mjög lágvaxinn, næstum dvergur,
bólugrafinn og önnur höndin á hon-
um var visnuð eftir slys í æsku.
Veisla hjá ofvirkum fjöldamorð-
ingja
Annað sem Hannes lætur getið er
að Halldór fer í veislu hjá Lavrenti
Bería í Tíflis í Georgíu, en Bería stjóm-
aði þá kommúnistaflokknum þar. Af
einhverjum ástæðum skautar Halldór
Guðmundsson yfir þetta í bók sinni -
samt myndi maður halda að það væri
frásagnarvert að hafa verið í boði hjá
einhverjum ofvirkasta fjöldamorð-
ingja sögunnar.
Landráðabrigsl
Halldór er á þessum árum áhrifa-
mesti áróðursmestari íslenskra
kommúnista. Menn em stfeílt að
spyija hvers vegna sé ástæða til að rifja
upp þessar gömlu ávirðingar - tuða
jafnvel eitthvað um ofsóknir á hendur
lámu fólki. Ástæðan er auðvitað sú
hvað Halldór hafði mikil áhrif með rit-
um sínum og stjómmálabaráttu. Kyn-
slóðir vinstrimanna drukku í sig allt
sem kom frá honum, tileinkuðu sér
viðhorf hans, notuðu orðfæri hans.
Atómstöðin gaf tóninn fyrir her-
stöðvabaráttuna, landráðabrigslin og
uppskrúfaða þjóðemishyggju. Á þeim
tíma sagði Bjami Benediktsson að
Kiljan hefði eins mikið vit á stjómmál-
um og Hamsun - sem þá sat í varð-
haldi í Noregi fyrir skoðanir sínar.
Raforkuver í Dnéprostroj
Maður verður heldur ekki var við
annað en að Halldór hafi notið þess að
vera í þessu sviðsljósi. Sumir atburð-
imir í h'fi hans em beinlínis settir á svið
til að ná hámarksáhrifum líkt og þegar
hann talar í útvarpið frá Moskvu 1932,
segir útvarpsráði að hann ætli að tala
um raforkuver í Dnéprostroj, en fer
síðan að lofsyngja kommúnismann -
„...rauða fánann með hamrinum og
sigðinni, sem blaktir dag og nótt yfir
heimsins víðlendasta ríki, því máttug-
asta ríki sem nú er til á jörðinni, ríki ör-
eiganna."
Spjátrungur
Annað dæmi um að mikill brellu-
meistari sé á ferðinn er þegar Haildór
les Þórð gamla halta, eindregna áróð-
urssögu fyrir kommúnista, á fundi hjá
Alþýðuflokknum og hleypir þannig
vísvitandi upp samkomunni. Halldór
var rekinn niður af sviðinu, gekk yfir á
fund hjá kommúnistum í næsta húsi
og var þar fagnað eins og hetju.
Stundum tekur þessi áhersla á leik-
ræna þáttinn á sig spaugilegar myndir.
Hannes segir frá því að Halldór hafi
beinhnis klætt sig „niður“ til að tala á
fundi hjá kommúnistum, dregið fram
gömul föt sem hann notaði annars
ekki. Ingu konu hans blöskraði þetta og
kallaði það „falserí". Annars gekk Hall-
dór yfirleitt eins og spjáfrungur til fara.
Æstustu nasistar
Annað sem er áberandi í bókinni
em tflraunir Halldórs tfl að fá verk sín
útgefin í útlöndum. Á þessum árum
gekk það brösulega. Ilannes segir frá
því hvemig möguleikar Halldórs á út-
gáfu í Þýskalandi nasismans vom
eyðilagðir. Halldór lá ekki á skoðun
sinni á nasistunum. Hannes leiðir rök-
um að því að málfræðingurinn Bmno
Kress, sem þá var búsettur á íslandi,
hafi séð til þess að ummæh Halldórs
bæmst til eyma áhrifamanna í Þýska-
landi. Kress talaði reiprennandi ís-
lensku og var í hópi „æstustu nasista",
segir Hannes.
Brenglaðar persónur
Raunar er það Halldóri tfl hróss að
hann fékk verk sín ekki útgefin undir
þessum tveimur einræðisstjómum.
Sovétmenn héldu lflca að sér höndun-
um. Hversu vinsamlegur sem Halldór
var ráðstjóminni, tókst honum ekki að
verða sósíalrealisti í bókum sínum.
Persónumar vom of gallaðar - of
brenglaðar.
Það er meiri sannleika að finna í
skáldskap Halldórs en veraldarvafstri
hans á þessum árum. Verkin henta
ekki (fl útgáfu í alræðisríkjum - það em
hiklaus meðmæh með þeim. Þar birtist
samh'ðan með hinu smáa og brothætta
- hjá manni sem póhtískt séð taldi
sjálfsagt og þarft að ryðja fóllá úr vegi.
Sekt eða sakleysi Búkharíns og fél-
aga „freistaði hans ekki til kappræðu".
Það var hluti af stærra samhengi.
Mannkynið skyldi tekið fram yfir
mennina - eða eins og félagi hans Ber-
tolt Brecht sagði: Því saklausari sem
andstæðingar Stalíns em, því fremur
eiga þeir skihð að vera skotnir.
Potarasaga
Ég hef heyrt þá gagnrýni á hina
Bókmenntir
ágætu bók Hahdórs Guðmundssonar
að hún fjalli of mikið um veraldlega
hluti, að viðfangsefrii hans sé „lobbý-
istinn" Hafldór Laxness. í báðum
þessum ævisögum fær maður mynd af
manni sem er srfeht að pöta sér - það
er varla hægt að nota annað orð - leit-
andi leiða tfl að koma sér í sviðsljósið,
snapandi þýðendur fyrir verk sfn, hitt-
andi frægðarmenn.
Það er með ólíkindum og lýsir því
hversu margbrotinn karakterinn er að
svo úthverfur persónuleiki skuh finna
næði til að skrifa ahar þessar miklu
bækur.
Verkfræðingar sálarinnar
Það er heldur ekki furða að bækur
um Hahdór Laxness séu í aðra röndina
þjóðfélagslýsingar. Hahdór er uppi í
lok þess tímabfls þegar rithöfundar
vom opinberar persónur sem gátu
haft feikfleg þjóðfélagsleg áhrif ef þeir
kærðu sig um. Þetta áhrifavald er nán-
ast óskfljanlegtnúna-ævisagaGyrðis
Eh'assonar myndi ekki fjalla um þjóð-
félagsmál.
Stah'n kahaði rithöfunda „verk-
fræðinga sálarinnar" og lagði sig í fram
um að ganga í augun rithöfundum -
þeim sem hann lét ekki drepa. Það má
færa rök fyrir því að Hahdór sé ekki
bara mesti rithöfundur á íslandi á 20.
öld, heldur lflca áhrifamesti stjóm-
málamaðurinn.
Spennandi viðfangsefni
Kannski kemur einhver síðar og
skrifar bók um innra h'f verka Halldórs.
Ég er þó ekki viss um að ég myndi
nenna að lesa hana - ég hef áður lýst
því að mér þykja mörg verk hans hafa
elst flla. Þessi frægðarmaður á faralds-
fæti sem Hannes og Hahdór lýsa er
spennandi viðfangsefni. Hann er
meiri gahagripur en margan hefur
grunað, tækifærissinnaðri, hégóm-
legri, ýtnari, en um leið mannlegri,
áhugaverðari - og myndi ég segja
meira aðlaðandi en sú ijarræna helgi-
mynd sem reynt hefur verið að halda
hér uppi.
Egill Helgason