Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Síða 21
DV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 21
sumar.
ÍÞRÓTTALJÓS
Annar sigur
Tigers stað-
reynd
Kylflngurinn Tiger Woods
virðist smátt og smátt vera að
finna sitt gamla góða form á ný
eftir hveitbrauðsdaga með
kvinnu sinni en hann sigraði um
helgina Target World Challenge
sem fram fór í Kalifomíu. Spil-
aði hann lokahringinn á 66
höggum og endaði samtals á
fjórtán höggum undir pari. Er
þetta annar sigurWood á
skömmum
tímaen / ^ ' 3mHnB
hann hef- ■
uraðöðru
leyti átt slæmt
ár áhans
mælikvarða. ír-
inn Padraig Harr- %
ington varð j
annar í mótinu /
og Skotinn Col- ' /
in Montgom- ' * jj
erie, sem leiddi '
mótið lengst af, f ' §
guggnaði á enda- •
sprettinum og
endaði þriðji ásamt
Jay Haas. ^
Hausverkur
frá helvíti
Margir undruðust að sjá ekki
Svíann Freddie Ljtmgberg í liði
Arsenal þegar þeir tóku á móti
Chelsea í fyrradag. Hafði kapp-
inn vikuna á undan •
þjáðst illa af mígreni f
en Wenger
varbjart- fgT
sýnn ^
áað
hann _
gæti tek-
ið þátt í
leiknum.
Á leikdag
kom í
ljós að /
svovar
ekki og er
hann enn svo ,
slæmur að
hann mun heldur ekki leika
með liði sínu gegn
Portsmouth á laugardaginn
kemur. Ljungberg hefur iengi
strítt við mígreni en sjaidan hef-
ur það orðið svo slæmt að hann
missi af leik eða leikjum og mun
hann eiga ftmd með séríræðing-
um þessa vikrrna til að finna bót
á vandamálinu.
Trezeguet
líklega
seldur
Vel gekk að rýma Áhorfendum var ekki tilkynnt um sprengjuhótunina og þvígekk lögreglu
vel aö rýma leikvanginn. Reuters
vitni að slíkum árásum með reglu-
legu millibili um árabií en áhrifin
voru varanleg að því leyti að aldrei
aftur gekk ég áhyggjulaus og sallaró-
legur um götur og torg þessarar
skemmtilegu borgar.
Sérstaklega af því að vopnuðum
vörðum og löggæslumönnum fjölg-
ar til muna við slíkar aðstæður við
flestar opinberar byggingar og gagn-
vart píreygum mönnum með áber-
andi skotvopn hef ég sömu viðhorf
og á hraðbrautum erlendis; engu
skiptir hversu vel og örugglega ég ek
sjálfur ef ökumaðurinn sem á móti
kemur dottar augnablik eða missir
konfektmola eða sígarettuglóð í
klofið á sér rétt áður en við mæt-
umst. Vænlegast er að hafa sig hæg-
an og halda brott hið fyrsta.
Talsverðar líkur þykja á að
framherjinn ffanski, David
Trezeguet, verði seldur frá
Juvenms berist hæfilegt boð í
hann á næstu misserum Hefur
liðinu gengið afar vei án hans
undanfamar vikur og ljóst orðið
að hann er ekki sá ómissandi
hlekkur sem margir töldu hann
vera. Fjölmörg félög hafa áhuga
á Frakkanum, þar á meðal
Barcelona og Arsenal, og víst að
ekki verður vandamál að selja
hann. Fjölmiðlar gera þvf skóna
að í staðinn
hyggist Juve /~'/r
fá framheija P
Mónakó, pýi
Shabani s"#“
Nonda, á / :0
frjálsri
sölu í \
Þrátt fyrir að engin sprengja hafi fundist á Santiago Bernabeau,
heimavelli Real Madrid, í fyrrakvöld eftir að hótun um slíkt barst
með þeim afleiðingum að leikur Real og baskaliðsins Real
Sociedad var flautaður af, var tilgangnum náð. Skemmtun 70
þúsunda áhorfenda á vellinum breyttist í hræðslu og skelfingu
og þrátt fyrir áhuga sinn á leiknum er víst að einhverjir þeirra
láta ekki sjá sig aftur í bráð.
Kastljósið beinist eðlilega að Að-
skilnaðarsamtökum Baska en að-
eins skammt er síðan þau samtök
létu á sér kræla á ný eftir langt hlé.
Hefur það gegnum U'ðina yfirleitt
verið venja að tilkynna um slíkar
sprengjur með góðum fyrirvara og
svo var einnig um þessa hótun sem
barst ritstjóm basknesks dagblaðs
sem lét strax lögreglu vita.
Hótunin var tekin það alvarlega
að leikurinn var flautaður af og fólki
skipað að yfirgefa völlinn hið fyrsta.
Tókst það vonum framar þrátt fyrir
að áhorfendur hafi ekki verið látnir
vita að um sprengjuhótun hafi verið
að ræða. Ugglaust hefur mörgum
engu að síður rennt í grun að um
slfkt væri að ræða enda íbúar Mad-
rid búið við ógnir af því taginu í
langan tíma. Skemmst er að minn-
ast þeirra hryðjuverka sem áttu sér
stað þann 11. mars síðastliðinn og
kostuðu 200 manns h'fið.
Það kaldhæðnislega við þessa
ákveðnu sprengjuhótun Baskanna
er sú staðreynd að baskaliðið Real
Sociedad, var nýbúið að jafna leik-
inn við hið konunglega hvítklædda
Real Madrid, og vom líklegri að sigra
leikinn á þeirri stundu sem dómar-
inn flautaði leikinn af.
Sjö mínútur á nýjan leik
Hcifa spænsk knattspyrnuyfirvöld
þegar ákveðið að þær sjö mínútur
sem eftir hfðu af leiknum skuh leikn-
ar þann fimmta janúar næstkom-
andi á sama stað og er vart hægt
annað en vorkenna leikmönnum
Sociedad sem þurfa að leggja á sig
tæplega sex tíma rútuferð af þeim
sökum. Sociedad, er ásamt Atletic
Bilbao, einu félögin í efstu deild
spænsku knattspyrnunnar sem ein-
göngu notast við leikmenn sem
fæddir em í Baskalandi eða útlend-
inga en aldrei aðra Spánverja.
Undirritaður bjó í Madrid um
tíma og var tvívegis í grenndinni
þegar sprengjur sprungu í borginni.
í því fyrra sprakk sprengja á fjölfar-
inni götu á annatíma án þess að
nokkur aðvörun hefði verið gefin og
hins vegar þegar bílsprengja sprakk
fyrir utan leikvang Real Madrid árið
2002. Allavega tveir létust í fyrra at-
vikinu og tugir slösuðust fyrir utan
leikvanginn þó enginn alvarlega.
Aldrei aftur áhyggjulaus
Áhrifin á nábleikan íslendinginn
em að vonum önnur en á sólsteikt-
an Spánverjann sem hefur orðið
AlbertÖrn
Eyþórsson
albert@dv.is
Á leiö burt Áhorfendur d leik Real Madrid og Real Sociedad d sunnudagskvöldið fengu ekki heilar niutlu minútur fyrir peningana slna. Þeim var gert að yfirgefa völlinn þegar sjö minútur voru til
leiksloka en geta þó huggað sig við þaö að þeir munu geta horft d þessar sjö minúturþann S.janúar næstkomandi. Hætt er þó við aö mun færri dhorfendur komi frd San Sebastian, heimaborg
Real Sociedad, I það skiptið enda tekur um sex tíma að keyra frd borginni til Madrid. Reuters
\ Rýma þurfti leikvang stórliðsins Real Madrid í fyrrakvöld þegar sprengjuhótun
barst þegar skammt var til leiksloka í leik Real Madrid og Real Sociedad frá
Baskalandi. Sjötíu þúsund áhorfendur voru á vellinum.
IBaskahotun a Bernabeau