Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 Sport DV / Vill Strachan sem eftir- mann sinn Harry Redknapp, fyrrverandi knattspymustjóri Portsmouth og núverandi stjóri Southamp- ton, segist ekkert sjá þvf til fyrirstöðu að Gordon Strachan, fyrrverandi stjóri Southampton, taki við af staxfinu hjá Portsmouth sem Redknapp sagði lausu fyrir skömmu. „Portsmouth gæti ekki valiö betri mann og af hverju ætti hann ekki að fara til félagsins," spurði Redknapp. „Hann býr rétt hjá, það tekur hann fimmtán tii tuttugu mínútur að keyra til Portsmouth svo ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hann taki við liðinu. Ég skil ekki af hveiju hann þarf að fara til Skotlands og stýraliðiþar af því að hann \ var knatt- spymustjóri * hjá Sout- hampton. Hann er knattspyrnustjóri og það er hans lifibrauð," sagði Redknapp en hann hefur sjálfur bakað sér miklar óvinsældir meðal stuðningsmanna Portsmouth fyrir að taka við grönnunum í Southampton. Ásgeir Örn með tilboð frá Lemgo Ásgeir Örn Hallgrímsson, leikmaður Hauka, hefur fengið tilboð fra þýska stórliðinu Lemgo um að gerast leikmaður liðsins á næsta tímabili. Ásgeir Örn, sem er að jafna sig eftir aðgerð á hendi, hefur á undanfömum misserum verið i • ; y orðaður við !> bæði Barcelona og sænska liðið Savehof en hann hefur leynt og ljóst stefnt að því að komast út í atvinnumennsku. Það þarf varla að fara mörgum orðum um það hversu mikil >- blóðtaka þetta er ; fyrir Hauka en kemur þeim þó varla í opna skjöldu. Páll Axel ekki í banni sem leikmaður Aganefnd KKÍ hefur breytt leikbanni Páls Axels Vilbergs- sonar, leikmanns Grindavíkur, en hann var dæmdur f þriggja leikja bann eftir að hafa verið vikið úr húsi þegar hann stýrði unglingaflokki kvenna. Fyrst ákvað aganefndin að bannið skyldi gilda í öllum flokkum og hefði það þýtt að Páll Axel myndi missa af leikjum með meistaraflokki Grindavíkur. Sú varð ekki raunin því nefndin breytti fyrri úrskurði sínum og tekur Páil Axel því bannið út eingöngu hjá unglinga- flokki kvenna. ■>// & r 'SJK Enska ungstirniö Wayne Rooney hefur verið valinn besti ungi leikmaður Evrópu en ítalska íþróttablaðið Tuttosport stóð fyrir valinu. Rooney hafði betur í baráttu við félaga sinn hjá Manchester United, Portúgalann Cristiano Ronaldo. gpllffpemHipinn Wayne ftooney A lck\rr\i* or ofrtilorracti loiVmaðnr P\irnnu arS moti Wayne Rooney er efnilegasti leikmaður Evrópu að mati blaðamanna víðs vegar úr Evrópu en ítalska íþróttablaðið Tuttosport hefur haft veg og vanda af þessari kosningu undanfarin ár. Rooney hafði betur eftir baráttu við félaga sinn hjá Manchester United, hinn portúgalska Cristiano Ronaldo en hann tekur við nafnbótinni af Hollendingnum Rafael van der Vaart sem leikur með Ajax. Allir leikmenn sem enn eru gjaldgengir með 21 árs landsliði sinnar þjóðar áttu möguleika en svo viðist sem frammistaða Rooneys með enska landsliðinu á Evrópu- mótinu í Portúgal í sumar hafi gert útslagið. Rooney var lykilmaður í enska landsliðinu sem komst í átta liða úrslit keppninnar. England tapaði þar fyrir Portúgal en það hafði mikið að segja að Rooney þurfti að fara meiddur af velli eftir hálftíma leik. Hann var síðan keyptur til Manchester United frá Everton fyrir tæpar þrjátíu milljónir punda og hefur byrjað ágætlega hjá sínu nýja félagi. Hann skoraði meðal annars þrjú mörk í sínum fyrsta leik með liðinu, gegn Fenerbahce í Meistaradeildinni. Ronaldo annar Portúgalinn Cristiano Ronaldo, félagi Rooneys hjá Manchester United, varð annar í kjörinu en hann hefur sýnt, bæði með Manchester „Það voru margir frá- bærir leikmenn ná- lægtþví að hljóta þessa nafnbót svo þetta er mikill heiður fyrirmig." United og portúgalska landsliðinu, að hann er gífurlega hæfileikaríkur leikmaður, leikinn, fljótur og alveg sérstaklega óhræddur við að fara framhjá andstæðingum sínum. Spánverjinn Fernando Torres, sem er orðinn fyrirliði hjá Atletico Madrid þrátt fyrir ungan aldur, varð þriðji og hollenski kantmaðurinn Arjen Robben, sem stóð sig vel með hollenska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar og hefur verið sjóðandi heitur með Chelsea í vetur, varð f fjórða sæti í kjörinu. þegar maður æfir og spilar með leik- mönnum á hverjum einasta degi sem maður gerir sér grein fyrir því hversu góðir þeir eru í raun og veru. Cristiano hefur ótrúlega hæfileika, hann er með frábæra tækni en er líka mjög fljótur. Ég þess fullviss að að hann mun verða lykilmaður í United-liðinu á næstu árum,“ sagði Rooney. Wayne Rooney Efnilegasti leikmaður Evrópu að mati blaðamanna víðsvegar um álfuna. Hann skaut leikmönnum eins og Cristiano Ronaldo, Fernando Torres og Arjen Robben reffyrir rass og skipti þar sköpum frábær frammistaða hans áEM I Portúgal. Rooney í skýjunum Rooney var í skýjunum þegar honum var tilkynnt um verðlaunin og þakkaði félögum sínum fyrir hjálp þeirra á leiðinni að þessum áfanga. „Það vom margir frábærir leikmenn nálægt því að hljóta þessa nafnbót svo þetta er mikiii heiður fyrir mig. Ég verð hins vegar að nota tækifærið og þakka sam- herjum fyrir því án þeirra stuðnings hefði ég aldrei verið í aðstöðu til vinna," sagði Rooney sem hrósaði einnig félaga sínum hjá United, Cristiano Ronaldo, í hástert og sagði hann mikilvægan fyrir framtíð félagsins. „Ég sé Cristiano á hverjum degi á æfingasvæðinu og það er aðeins Arsene Wenger er búinn að velja besta knattspyrnumann í heimi 2004. Skandall ef Henry verður ekki vallnn bestur í heimi Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hefur látið hafa eftir sér að það verði skandall ef Frakkinn Thierry Henry verði ekki valinn knattspyrnumaður ársins í heim- inum en úrslitin verða kunngjörð næsta mánudag. Brasilíumaðurinn Ronaldinho, sem leikur með Barcelona, Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan og Henry em tilnefndir sem knatt- spyrnumenn ársins í heiminum. „Það væri skandall ef hann ynni ekki. Hann er í þeirri stöðu að hann þarf að sanna það fyrir fólki í hverjum einasta leik hversu góður hann er og það hefur hann svo sannarlega gert. Það þarf ekki annað en að líta á það sem hann hefur affekað árið 2004. Enginn leikmaður kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana á þessu ári,“ sagði Wenger, sem hefur aldrei farið leynt með aðdáun sína á þessum frábæra franska framherja. „Það þarf ekki annað en að líta á magn leikja sem hann spilar á móti leikjunum sem helstu andstæðingar hans spila til að sjá að þar er mikill munur á. Það skorar enginn eins mikið og enginn á jafn margar stoðsendingar," sagði Wenger. Thierry Henry virðist þó sjálfur ekki vera verulega stressaður yfir „Það skorar enginn eins mikið og enginn á jafnmargar stoðsendingar." valinu en hann hefur verið valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeild- arinnar undanfarin tvö ár. „Það er mikilvægast fyrir mig að vinna eitthvað með liðinu. Ég er ekki einn á vellinum og án félaga minna get égh'tið sýnt," sagði þessi hógværi Frakki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.