Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Side 31
DV Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 31 Enn af afturhaldskommatittum og öðrum vinstri fasistum Þeir sem eru andsnúnir stuðningi stjórnvalda hérlendis við stríðið í írak gripu það á lofti þegar utanrík- isráðherra kallaði Samfylkinguna „afturhaldskommatittsflokk" fyrir andstöðu sína við stríðið. Hafa síðan allir sem eru andsnúnir stríðinu keppst við að kalla sjálfa sig „aftur- haldskommatitti." Gerðist þannig á nokkrum dögum eða klukkutímum samskonar þróun og hefur orðið með notkun orðsins „fag“ meðal samkynhneigðra eða „nigger" með svertingja í Bandaríkjunum á nokkrum áratugum eða öldum. Samsvörunin er augljós, það er ekk- ert að því að vera samkynhneigður eða dökkur á hörund, og það er ekk- ert að því að vera á móti stríðinu í írak. Allar tilraunir til að koma ónefnun yfir fyrrgreint getur ekki annað en sýnt fávisku þess sem það reynir. Því hafa menn gaman af að nota þessi óyrði yfir sjálfa sig til að sýna fáfræði andstæðingsins. En þó auðvelt sé að gera grín að utanríkisráðherra fyrir þessi um- mæli eru þau þó afar varhugaverð þegar nánar er að gáð. Sagan er jú afltaf skrifuð af sigurvegurunum, og því mun söguskoðun á íraksstríðinu ráðast af því hver vinnur. Stutt yfirlit yflr hemaðarsögu Bandaríkjanna sýn- ir þetta glöggt, mikið er rætt og ritað um hina grimmilegu árás Japana á Perluhöih árið 1941 þegar 3.000 Bandarískir hermenn létu lffið, en h't- ið er ijallað um á eldsprengjuárás á Tókíó árið 1945 þegar yfir 100.000 óbreyttir borgarar vom drepnir á ein- um degi. Þjóðverjar og Japanir vom stríðsglæpamenn, þeir Bandaríkja- menn sem skipulögðu fjöldamorð Valur Gunnarsson skrifar um lærdóm sög unnar. Kiallari vom einungis að „gera skyldu sína.“ Nýlega gerði Disney mynd um hetju- lega vöm Davy Crockett og félaga gegn Mexíkönum í Alamó-virki, en fáar bíómyndir hafa verið gerðar um árásarstríð Bandaríkjanna gegn Mexíkó þar sem þeir lögðu undir sig einn þriðja af landsvæði þess. Og ekki var mikið fjallað um útrýmingarher- Gerðist þannig á nokkrum dögum eða kiukku- timum samskonar þróun og hefur orðið með notkun orðsins „fag“meðal samkynhneigðra eða „nigger" með svertingja i Bandaríkjunum á nokkrum áratugum eða öidum ferðimar gegn indíánum fyrr en eftir fjöldamorðin í My Lai í Víetnam árið 1969, sem fékk suma til að efast um að Bandaríkjamenn hefðu alltaf verið „góðu gæjamir" og fóm að rýna í sög- una. Víetnam var fyrsta stríðið sem Bandaríkin töpuðu, og leiddi af sér mikla naflaskoðun í kjölfarið. Ósigur Bandaríkjanna leiddi þó ekki til þess að Norður-Víetnamski stjómarherinn legði undir sig Washington, heldur þýddi hann einungis að Bandaríkjun- um mistókst að verja meinta hags- muni sína í Suður-Víetnam með vopnavaldi. Það em því ekki Víetnam- ar sem mynda endanlega skoðun okk- ar á stríðinu, heldur Bandaríkjamenn. Þannig er mikið fjallað um þann harmleik að 58.000 Bandaríkjamenn skuli hafa fallið í stríði sem tapaðist, en htið minnst á þær ca. 3 milljónir Ví- etnama (tölur em mjög á reiki, enda minna mikilvægar) sem létust af þeirra völdum. Sumar af bestu kvik- myndunum um stríðið, svo sem Deer Hunter og Apocalypse Now, leggja áherslu á harmleik stríðsins, en fjalla einnig um grimmdarverk Norður-Vf- etnama. Lexían sem lærðist (um tíma) var því að stríð er hryllingur, ekki að Bandaríkin hafi gert neitt af sér. Eða, eins og Reagan sagði um fran-Kontra hneykslið; „Mistök vom gerð," ekki „við gerðum mistök." Mannfall Bandaríkjanna í írak er nú komið upp í 1000 manns, sem þykir mikill harmleikur. Enginn veit hversu margir írakar hafa dáið, enda skiptir það minna máli. Ef Banda- ríkjunum tekst á einhvern hátt að brjóta alla andspyrnu á bak aftur í írak munu öll meðul hafa verið rétt- lætanleg, og þeir sem voru á móti stríðinu vera kallaðir „PC Left Fascists“ í Bandaríkjunum og aftur- haldskommatittir hér heima. Ef Bandaríkin hins vegar þurfa að draga sig til baka með skömm úr stríði sem þeir áttu aldrei að hefja til að byrja með mun mikið verða ritað og rætt um írakska harmleikinn. En enginn mun þurfa að svara til saka fyrir hann, hvorki þeir sem hófu hann í Washington og London né þeir sem studdu hann hér heima. Motorhjolamenn ssh eru ekki vondir Atli Már skrifar: Það fór í taugarnar á mér að sjá forsíðu DV í gær þar sem ungi ógæfumaðurinn, sem sló mann- inn á Ásláki, er kallaður mótor- hjólamaður. Mér finnst hryllilegt þegar verið er að gera mótorhjóla- menn tortryggilega með því að spyrða stöðugt ógæfumenn og handrukkara með þeim. Ég full- yrði að 98 % mótorhjólamanna á íslandi séu löghlýðið og gott fólk og því er afskapalega leiðinlegt þegar svona er sett upp með þess- um hætti. f tuttugu ár - eða meirá - hafa Sniglarnir unnið að því að bæta Lesendur ímynd sem fólk hafði gert sér um mótorhjólamenn og svo gerist það nú ítrekað í DV að alvarlegir glæpir eru tengdir við alla mótorhjóla- Forsíða DV í gær Loftur /M Jens Magnússon, semjátað 7» hefur að hafaslegið Ragn- /lljíf ar Björnsson hnefahöggi / sem leidditildauðahans, ýM hefur æft og keppt í mót- /\ ~'~~f menn, þegar það er y\ tekið sérstaklega / fram að menn sem í /\ hlut eiga keyri líka yl um á mótorhjólum. /\ Mér þætti allt í lagi y\ þó þessu yrði /\ sleppt framvegis y enda skiptir þetta ^ ekki höfuðmáli varðandi fréttir af þessum atburð jakob@dv.is Sandkorn með Jakobi Bjarnari Grétarssyni • Lúðvlk Geirsson bæjarstjóri í Hafharfirði gengur nú undir nafninu „Lord of the Rings“ einkum meðal leigu- bflstjóra sem fussa og sveija vegna ótrú- lega margra hring- torga sem hróflað hefur verið upp í gatnakerfið. Það fýlg- ir svo sögurmi að spekingurinn sem hannaði þessi ósköp hafi drukkið ókjörin öll af kaffi þegar hann var að teikna alla hringina inn á kortið. Ver- ið utan við sig og ekki þurft sirkil því þar sem hann hafi lagt frá sér kaffi- krúsina hverju sinni þar hafi komið hringtorg... • í King Kong, helgarþætti útvarps- stöðvarinnar Skonrokk, var meðal annarra sjálfur Gísli Marteinn Baldursson í ítarlegu viðtali. Þar upplýsti hann meðal annars að þessi vetur væri sinn síðasti með „Laugardagskvöld". Vikunni áður var Randver Þorláksson gestur þáttarins og hann upplýsti að þetta væri síð- asti vetur Spaugstofunnar á RÚV. Þar með er það fyrirliggjandi að hvorki Spaugstofan né Gísli Mart- einn verða á skjánum næsta vetur og verður forvitnilegt að fylgjast með því til hvaða bragða Rúnar Gunnars- son dagskrárstjóri grípur en laugar- dagskvöldin hafa verið að skila RÚV lygilegum áhorfstölum... • Tilneftnngar til hinna íslensku bókmenntaverðlauna ætla að reyn- ast óvenju umdeild- ax þetta árið og er þá nokkuð mikið sagt. Ungskáldið Eiríkur Öm Norðdahl skrifar reyndar fremur háðskan pistil á bloggsíðu sína um verðlaunin. Þar segir meðal annars: „Af hverju ættu höfundar sem stunda ekki sölubókmenntir, fólk sem myndi fá taugaáfall við að sjá sjálft sig á forsíðu Séð og heyrt, að vilja fá Hin íslensku bókmennta- verðlaun?"... • Á Kistunni tjáir sig Hermann Stef- ánsson, einn úr Bjartsklfkunni, um íslensku bókmenntaverðlaunin. Hann notar svipaðar röksemdir og heyrst hafa frá Sjálfstæðismönnum um Þjóðarhreyfinguna: „Ekki í mínu nafni!" Hermann telur fáránlegt að verðlaunin skuli bera þetta volduga nafn þegar fýrir liggur að þetta em markaðsverðlaun bókaútgefenda... Niðurlægjandi ummæli Erps Björk Sigurðardóttir hringdi Ég get ekki orða bundist út af ummælunum hans Erps Eyvindar- sonar í F2 blaði Fréttablaðsins í síð- ustu viku. Hann er þar að segja frá Lesendur ferðalagi sínu á Kúbu og í Mið-Am- eríku og segir að þar éti liðið drasl upp úr götunni og notar fleiri niðr- andi orð um fólkið sem býr þarna. Hann alhæfir rosalega og mér finnst það fýrir neðan allar hellur. Ég hef nokkmm sinnum komið til Kosta- rflca og dóttir mín var þar í námi. Hún kynntist þar tengdasyni mínum sem er frá Kostaríka. Hann er iðnað- arverkfræðingur og manni svíður rosalega að það sé talað svona um fólkið í Mið-Ameríku. Ég veit að það Með hrísgnónum, salati og sósu 499kr. Langholtsvegi 89 • 104 Reykjavík Sími 588 7999 • texmex@texmex,is HAMBORGARI, FRANSKAR, G0S Uúffengírhamborgararíhádegini \\Uid, 499te er meiri fátækt í Níkaragúa en Kostaríka en ég held að fólkið eigi betra skilið en svona alhæfingar og sleggjudóma. Langholtsvegi 89 • 104 Reykjavík Sími 588 7999 • texmex@texmex.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.