Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2004, Side 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 11 Jólasveinar í dópsölu Lögreglan í Rio de Janeiro hefur handtek- ið tvo fikniefnasala sem voru klæddir í jóla- sveinabúninga. Lögreglan tók eftir mönnunum þar sem þeir virtust vera að útdeila jólagjöfum fyrir utan hverfi fátækra í borginni. Lögreglan komst svo að því að í jóla- gjöfum þessum vom pakkar með kannabis í og að í raun vom þeir að selja „gjafirnar". Talsmaður lögreglunnar seg- ir að í fyrstu hatí þeir talið að jólasveinamir hafl verið þama á vegum góðgerðar- samtaka. „Það er hart þegar jafiivel jólasveinar em famir að dreifa fíkniefhum,'' segir talsmaðurinn. Sjaldgæfar plöntur freista þjófa Þjófar í Los Angeles virð- ast sérhæfa sig í þjófnaði á sjaldgæfum plöntum. Fyrir skernmsm létu þeir til skarar skríða í garði við villu um miðja nótt og vissu ná- kvæmlega hvað þeir vildu. Þeir rifu tvær plöntur upp með rót- um og höfðu á brott plöntur að verðmætí rúmlega 200 þúsund króna. Sjaldgæfar plöntur kallaðar cycads freista nú þjófa í auknum mæli en hægt er að fá and- virði allt að 1,2 milljóna króna fyrir gott eintak á svarta markaðinum. Þessar plöntur sem líkjast pálmum hafa verið á jörðinni síðan á tímum risaeðlanna en em nú að verða útdauðar. Mafían endurbyggði listasafn Ef þú átt einhvem tíma leið um hið þekkta listasafn Museum of Modem Art í New York geturðu vel þakkað Gambino fjölskyldunni fyrir velheppnaða end- urbyggingu þess á síðasta áratug. Það var eitt af fyrir- tækjum Gambino-fjölskyld- unnar, Interstate Drywall, sem fékk það verkefiú að endurbyggja safnið og vem- legur hiutí af greiðslunum fyrir það hafnaði í vasanum á John, Dapper Don, Gottí. Þetta er eitt af því sem kom- ið hefur fram í umfangs- miklu réttarhaldi yfir mafíu- foringjum sem stendur nú ytíríNewYork. Átti tvær hjákonur Bemard Kerik meldaði sig óvænt frá stöðunni sem yfirmaður öryggis- mála innanlands, „Homeland Security", fyrir helgina í Bandaríkjunum er með fleiri beinagrindur í skápnum sínum en þá sem gefin var upp sem ástæða uppsagnarinnar. Opinber- lega gaf Kerik þá yfirlýsingu að hann hefði haft ólögleg- an innflytjenda í vinnu hjá sér. New York Daily News segir nú að auk þessa hafi Kerik átt tvær hjákonur samtímis og að ýmislegt sé gmggugt við fjármál hans. George Bush forseta er víst ekki skemmt yfir þessu máli. Auli í stjórnmálum Dagný Jónsdóttir gat sér gott orð sem hvass baráttumaður fyrir bætt- um kjömm stúdenta þegar hún gegndi embættí framkvæmdastjóra stúdentaráðs. Þar barðist hún gegn hækkunum sem lagðar vom á nem- endur við HÍ sem Teitur Atlason skrifarum Dagnýju Jónsdótturog afskipti hennar afmálefnum Háskólans. Guðfræðineminn segir og studdi allar tillögur sem miðuðu að auknum peningum til handa Há- skólanum. í fyrsta skiptið sem reyndi á Dag- nýju sem baráttumanneskju fyrir stúdenta á Alþingi þá brást hún. Ililn studdi ekki tillögur um aukna fjár- veitingu til handa Háskólanum. At- riðið sem hún á hafði barist fyrir með oddi og egg nokkrum mánuðum fyrr. Og sparaði ekki stóm orðin. Aðspurð hverju sættí, sagði hún eftirminnileg orð. Hún sagði að hún væri í liði og að liðið, ekki hún, réði ferðinni. Sé þetta almennur skilningur á þingmanns- starfinu, þá emm við ís- lendingar í vondum máf- um. Þetta þýðir i rauninni að það sé ekkert að marka hvem og einn þingmann. Þá væri alveg eins hægt að velja á þing eftir slembi- úrtaki úr símaskránni og allir gerðu bara eins og Halldór vildi. Nú bar svo við í gær að skrásetn- ingargjöld við HÍ vom hækkuð um 40%. Stúdentar mótmæltu kröftug- lega og vonuðu sem fyrr að Dagný myndi styðja vamarbaráttu háskóla- nema. En því miður þá brást hún öðra sinni. Þessi meintu „skráningargjöld" hækka um 40%. Dagný hefur því með þessari ömurlegu ffamgöngu sinni stimplað sjálfa sig sem mesta aula íslenskra stjórinála. En auli er eiginlega ekki réttnefni. Það innifelur ekld þá sviksemi sem hún hefur sýnt kjósendum sínum, sem margir hverjir koma úr Háskólanum. Lélegur starfsmaður er reldn úr vinnu, Iélegur bílstóri fær ekki að setj- ast undir stýri og lélegir þingmenn em ekki kosnir aftur á þing. Söfnunartónleikar fyrir Eirík Vernaharðsson MS-sjúkling gengu framar björtustu vonum. Eiísabet Reynisdóttir sem sá um söfnunina segir að búið sé að greiða allan kostnað sem hljóðaði upp á 30 þúsund krónur. „Það var svo troðið að við þurftum að vísa fólki frá,“ seg- ir Elísabet Reynisdóttir sem sá um skipulagningu söfnunar fyrir Eirflc sem ætti nú að geta farið í ferðalag með sonum sínum eftir að hafa safnað einni og hálfri milljón með tónleikum sínum í Háteigs- kirkju á sunnudagskvöldið. „Eiríkur er alveg alsæll enda var hann bara svífandi þarna um kvöld- ið á sæluskýi," segir Elísabet. „Þetta var alveg yndisleg dagskrá og setið um alla kirkju. Kirkjuvörð- urinn hafði sjaldan séð jafiimargt fólki inni í húsinu," segir Elísabet. Auk peninganna fékk Eiríkur ýmsar gjafir. Húsgagnahöllin ætlar að gefa honum nýjan og glæsilegan Lazyboy stól, Jack and Jones gaf honum og sonum hans jólaföt auk þess sem jeppaferðir gáfu þeim helgarferð um hálendið. Elísabet segir alla hafa gefið vinnu sína við tónleikana. „Það gáfu allir sína vinnu auk þess sem bakarí- ið í Suðurveri gat smákökur og Mjólkurbú Flóamanna gaf mjólk í kakó sem við buðum upp á,“ segir Elísabet sem segir endanlegan Eiríkur, synir og Elisabet Eru alsæl með frábæra tón- leika og góö viðbrögð viö söfnun þeirra. kostnað vera um 30 þúsund krónur, Hún segir marga gesti hafa verið ættingja og kunningja Eiríks. „Þetta var mikið til fólk sem hafði ekki gert sér grein fyrir því hvað hann væri orðin slæmur af sjúkdómnum. Þetta verður vonandi til þess að hann fær fleiri heimsóknir," segir El- ísabet en Eiríkur hefur kvartað talsvert undan því hvað sjúk- dómurinn hefiir einangrað hann. Úkraínski frambjóðandinn Júsénko Mellumamman Heidi Fleiss Boðin eitruð súpa hjá njósnaforingja Nú hefur verið stað- fest að eitrað var fyrir Viktori Júsénkó for- setaframbjóðanda í Úkraníu. Læknar í Austurríki, þar sem Viktor hefur dvalið að undanfömu, segja að um dioxin-eitrun sé að ræða. Einkennin komu fyrst fram eftír að Vikt- or var boðin súpa á fúndi sem hann átti með Igor Schmeckjo foringja í njósnaþjónustu landsins, SBU, síðasta haust. Umræðu- efriið á fundinum var hvaða afstöðu SBU ætlaði að taka í kosningunum. Viktor er sannfærður um að yfirvöld í Úkraínu hafi staðið að eitruninni en hann vill ekki að öðm leyti tjá sig um málið fyrr en eftír næstu forsetakosn- ingar sem fram eiga að fara þann 26. desember. Hann er nú kominn heim frá Austurríki þar sem hann fékk aðtilynningu á Rudolfinerhaus-stofhun- inni. Þar em menn sann- færðir um að dioxin-eitr- unin hafi komið í gegnum mat eða drykk. Mál þetta getur haft al- varlegar afleiðingar fyrir Viktor því stórhætta er á að hann fái krabbamein í framhaldi af eitruninni. Dioxin-magnið í líkama hans mældist um þúsundfalt yfir eðlilegum mörk- um. Opnar tvö ný lögleg hóruhús Allt útlit er fyrir að mellumamm- an frá Holfywood, Heidi Fleiss, sé aftur komin af stað í elstu at- vinnugrein heimsins. Hún hefur í bígerð að opna tvö hóruhús, bæði lögleg, og verður annað þeirra staðsett í Nevada en hitt utan Bandaríkj- anna. Heidi Fleiss komst í sviðsljós fjölmiðla snemma á síðasta áratug er hún rak vændis- hring fyrir hina frægu og riku í Hollywood. Leikarinn Charlie Sheen var einn af fastagestum hennar en svo fór að hún var gripin og dæmd í tuttugu mánaða fangelsi. Að sjálf- sögðu brást Hollywood við með því að gera kvikmynd um ævi hennar. Nú hefur Heidi Fleiss fyrir löngu setið af sér dóm sinn og er aftur komina af stað í „bransanum". Hún hefur undan- farin ár rekið klámbúð í Los Angeles en hygg- ur nú á ferðalag um heiminn til að ráða stúlkur í nýja hóruhúsið sitt fyrir utan Las Vegas sem og það sem hún hyggst reka utan Bandaríkjanna en ekki hefur fengist uppgefíð í hvaða landi það verður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.